Forseti UFC ekki viss um að Conor muni stíga aftur inn í búrið Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. mars 2019 12:30 Conor McGregor tapaði síðast í búrinu. vísir/getty Írski bardagakappinn og UFC-ofurstjarnan Conor McGregor hefur ekki stigið inn í búrið síðan í október í fyrra þegar að hann var niðurlægður af Khabib Nurmagomedov og Dana White, forseti UFC, er ekki viss um að hann muni nokkurn tíma berjast aftur. White svaraði spurningum um nokkra bardagakappa sem aðdáendur UFC vilja sjá aftur í búrinu í viðtali við UFC-sjónvarpsstöðina en þar var Conor McGregor fyrsta nafn á blað. Þrátt fyrir að hafa tapað síðasta bardaga slær ekkert á vinsældir írska Íslandsvinarins sem verður bara ríkari með degi hverjum en hann hefur gert vel í að nýta frægð sína til að afla sér tekna. „Frá fyrsta degi hefur Conor verið frábær viðskiptamaður. Það sem hann hefur afrekað er magnað en það væri fínt ef hann gæti haldið sér frá vandræðum,“ segir Dana White. „Eftir því sem hann verður ríkari og frægari efast ég alltaf um að hann muni nokkurn tíma berjast aftur en það fallega við Conor er að hann hefur alltaf barist við hvern sem er. Ég veit að allir halda að ég sé mikill aðdáandi og það er rétt. Hann á það líka skilið.“ Óvíst er hvort Conor muni berjast næst, ef hann mætir í búrið yfir höfuð, í fjaðurvigt eða léttvigt eins og síðast. Max Holloway er meistari í fjaðurvigt en Khabib, sem er kominn í klandur, er meistari í léttvigtinni. „Hlutirnir eru frekar mikið upp í loft í þyngdarflokkunum hans. Spurningin er hver er rétti bardaginn fyrir Conor. Þegar að hlutirnir fara að skýrast betur með Holloway, Dustin Poirier og Khabib er kominn aftur þá getum við fundið hvar Conor passar inn í þá mynd,“ segir Dana White. MMA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Írski bardagakappinn og UFC-ofurstjarnan Conor McGregor hefur ekki stigið inn í búrið síðan í október í fyrra þegar að hann var niðurlægður af Khabib Nurmagomedov og Dana White, forseti UFC, er ekki viss um að hann muni nokkurn tíma berjast aftur. White svaraði spurningum um nokkra bardagakappa sem aðdáendur UFC vilja sjá aftur í búrinu í viðtali við UFC-sjónvarpsstöðina en þar var Conor McGregor fyrsta nafn á blað. Þrátt fyrir að hafa tapað síðasta bardaga slær ekkert á vinsældir írska Íslandsvinarins sem verður bara ríkari með degi hverjum en hann hefur gert vel í að nýta frægð sína til að afla sér tekna. „Frá fyrsta degi hefur Conor verið frábær viðskiptamaður. Það sem hann hefur afrekað er magnað en það væri fínt ef hann gæti haldið sér frá vandræðum,“ segir Dana White. „Eftir því sem hann verður ríkari og frægari efast ég alltaf um að hann muni nokkurn tíma berjast aftur en það fallega við Conor er að hann hefur alltaf barist við hvern sem er. Ég veit að allir halda að ég sé mikill aðdáandi og það er rétt. Hann á það líka skilið.“ Óvíst er hvort Conor muni berjast næst, ef hann mætir í búrið yfir höfuð, í fjaðurvigt eða léttvigt eins og síðast. Max Holloway er meistari í fjaðurvigt en Khabib, sem er kominn í klandur, er meistari í léttvigtinni. „Hlutirnir eru frekar mikið upp í loft í þyngdarflokkunum hans. Spurningin er hver er rétti bardaginn fyrir Conor. Þegar að hlutirnir fara að skýrast betur með Holloway, Dustin Poirier og Khabib er kominn aftur þá getum við fundið hvar Conor passar inn í þá mynd,“ segir Dana White.
MMA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira