Saksóknarar í Hollandi hafa ákveðið að ákæra þann sem grunaður er um að hafa skotið þrjá til bana og sært fimm í sporvagni í Utrecth á mánudaginn fyrir þrjú morð eða manndráp með hryðjuverkamarkmiði. Gokmen Tanis, sem er frá Tyrklandi, var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. Saksóknarar segja hann vera öfgamann og á einnig að ákæra hann fyrir morðtilraunir og hryðjuverkahótanir.
Hingað til hafa yfirvöld Hollands einungis sagt að til greina komi að skilgreina árásina sem hryðjuverk og tilefni hennar hafi verið til rannsóknar.
Rannsakendur segja Tanis hafa verið einan að verki en annar aðili sem var handtekinn á þriðjudaginn er þó grunaður um að hafa veitt honum einhvers konar stuðning en þó ekki um að hafa komið að árásinni sjálfri. Tanis verður hann færður fyrir dómara á morgun. Hann mun einnig sæta sálfræðimati og verið er að rannsaka hvort að tilefni árásarinnar sé einhver sambland af persónulegum vandamálum Tanis og öfgavæðingar hans.
Þá segir í tilkynningu saksóknara að engin tengsla hafi fundist á milli Tanis og þeirra sem hann myrti. Fjölmiðlar í Tyrklandi höfðu haldið því fram að eitt af fórnarlömbunum hefði tenst Tanis fjölskylduböndum.
Tanis á langan sakaferil að baki og hefur framið fjölmarga smáglæpi. Hann er einnig grunaður um nauðgun og hafði nýverið verið sleppt úr fangelsi vegna þess máls.
Árásarmaðurinn í Utrecht ákærður fyrir hryðjuverk

Tengdar fréttir

Búið að handtaka árásarmanninn í Utrecht
Lögregluyfirvöld í Hollandi hafa náð að handtaka Gokmen Tanis, sem grunaður um að hafa myrt þrjá og sært aðra fimm þegar hann hóf skotárás í sporvagni í hollensku borginni Utrecht klukksn 9:45 að íslenskum tíma í morgun.

Óþægilegt að vita af vinkonu á vettvangi árásarinnar í Utrecht
Íslenskur námsmaður í Utrecht segir borgina afar friðsæla og því hafi fréttir af árásinni komið á óvart.

Fundu bréf í bílnum sem árásarmaðurinn stal
Bréfið rennir stoðum undir það að maðurinn hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk.

Þrír látnir eftir árásina í Utrecht
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Jan van Zanen, borgarstjóra Utrecht, sem birt var á samfélagsmiðlum í dag.