Velkomin í okurland! Helga Vala Helgadóttir skrifar 21. mars 2019 07:30 Þessa dagana er tekist á um það hvort laun þurfi að hækka eða ekki. Samtök atvinnurekenda, með dyggum stuðningi ríkisstjórnarflokkanna, hamra inn í umræðuna að launajöfnuður hafi aldrei verið meiri og laun hér á landi séu óvenjulega há. Að ef hækka eigi lægstu launin muni það kollvarpa hinum margumtalaða stöðugleika sem lág- og millitekjufólk ber víst ábyrgð á að haldist. Það má vel vera að meðaltal launa sé ágætt en það breytir ekki þeirri staðreynd að lágu launin duga ekki fyrir framfærslu í okkar samfélagi. Við því verður að bregðast. Á sama tíma og almenningi er talin trú um skaðsemi kjarabaráttu launþega fáum við fréttir af hinum raunverulega ógnvaldi. Það er nefnilega svo að það er 66% dýrara að reka heimili á Íslandi en í Evrópusambandinu! Það eru ekki bara innfluttar matartegundir sem eru dýrari hér á landi heldur er það meira að segja fiskurinn sem svamlar hér allt um kring sem er dýrari fyrir íslenska neytendur en þá sem kaupa í matinn í löndum Evrópu sem sum hver liggja ekki einu sinni að sjó. Matarkarfan er ekki bara óheyrilega dýr heldur er húsnæðiskostnaður með hæsta móti í krónulandi. Í þessu dýra landi hafa stjórnvöld í ofanálag gert atlögu að þeim stoðum sem ætlað er að jafna byrðar; barnabætur skerðast undir meðallaunum og vaxtabótakerfið heyrir næstum sögunni til. Í miðri kjaradeilu leggur ríkisstjórnin svo til skerðingu framlaga ríkisins til sveitarfélaganna, sem bera hitann og þungann af nærþjónustu við aldraða, börn og fatlað fólk. Fyrirséð er að sveitarfélög munu neyðast til að hækka verðskrár og skerða þjónustu til að standa undir tekjumissinum. Er þetta ábyrg aðgerð í miðri kjaradeilu? Ábyrgð valdhafa er mikil og ríkisstjórnin hefur fjöldamörg verkfæri til að auka jöfnuð og hagsæld meðal landsmanna. Nú verður hún að leggja málinu lið af einhverri alvöru til að tryggja öllum íbúum landsins mannsæmandi lífskjör. Það hlýtur jú að vera megintilgangur með störfum þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helga Vala Helgadóttir Tengdar fréttir Mikilvægt skróp Vitanlega eiga börn og unglingar skilið að mark sé á þeim tekið og á þau hlustað. Samt er iðulega reynt að þagga niður í þeim. 21. mars 2019 08:00 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Þessa dagana er tekist á um það hvort laun þurfi að hækka eða ekki. Samtök atvinnurekenda, með dyggum stuðningi ríkisstjórnarflokkanna, hamra inn í umræðuna að launajöfnuður hafi aldrei verið meiri og laun hér á landi séu óvenjulega há. Að ef hækka eigi lægstu launin muni það kollvarpa hinum margumtalaða stöðugleika sem lág- og millitekjufólk ber víst ábyrgð á að haldist. Það má vel vera að meðaltal launa sé ágætt en það breytir ekki þeirri staðreynd að lágu launin duga ekki fyrir framfærslu í okkar samfélagi. Við því verður að bregðast. Á sama tíma og almenningi er talin trú um skaðsemi kjarabaráttu launþega fáum við fréttir af hinum raunverulega ógnvaldi. Það er nefnilega svo að það er 66% dýrara að reka heimili á Íslandi en í Evrópusambandinu! Það eru ekki bara innfluttar matartegundir sem eru dýrari hér á landi heldur er það meira að segja fiskurinn sem svamlar hér allt um kring sem er dýrari fyrir íslenska neytendur en þá sem kaupa í matinn í löndum Evrópu sem sum hver liggja ekki einu sinni að sjó. Matarkarfan er ekki bara óheyrilega dýr heldur er húsnæðiskostnaður með hæsta móti í krónulandi. Í þessu dýra landi hafa stjórnvöld í ofanálag gert atlögu að þeim stoðum sem ætlað er að jafna byrðar; barnabætur skerðast undir meðallaunum og vaxtabótakerfið heyrir næstum sögunni til. Í miðri kjaradeilu leggur ríkisstjórnin svo til skerðingu framlaga ríkisins til sveitarfélaganna, sem bera hitann og þungann af nærþjónustu við aldraða, börn og fatlað fólk. Fyrirséð er að sveitarfélög munu neyðast til að hækka verðskrár og skerða þjónustu til að standa undir tekjumissinum. Er þetta ábyrg aðgerð í miðri kjaradeilu? Ábyrgð valdhafa er mikil og ríkisstjórnin hefur fjöldamörg verkfæri til að auka jöfnuð og hagsæld meðal landsmanna. Nú verður hún að leggja málinu lið af einhverri alvöru til að tryggja öllum íbúum landsins mannsæmandi lífskjör. Það hlýtur jú að vera megintilgangur með störfum þeirra.
Mikilvægt skróp Vitanlega eiga börn og unglingar skilið að mark sé á þeim tekið og á þau hlustað. Samt er iðulega reynt að þagga niður í þeim. 21. mars 2019 08:00
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun