Gagnrýndi málflutning þingmanna um mótmælin á Austurvelli Atli Ísleifsson skrifar 20. mars 2019 22:06 Sigríður María Egilsdóttir sagði í þingræðu að við lifum á tímum sundrungar. Fréttablaðið/Eyþór/Vilhelm Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, gagnrýndi málflutning þingmanna um mótmæli síðustu daga á Austurvelli, í ræðu á þingi í dag. Sigríður María kvaddi sér hljóðs undir liðnum „Störf þingsins“ og sagði að á Austurvelli hafi verið haldin friðsamleg mótmæli í nokkra daga. „[En] í stað þess að þingmenn ræddu kröfugerðina sjálfa á efnislegum nótum var varpað fram undarlegum spurningum um hvort mótmælendur mættu nota kirkjuklósett eða ekki.“ Vísaði Sigríður María þar í orð Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins, sem gagnrýndi borgaryfirvöld fyrir að hafa gefið leyfi fyrir „tjaldbúð“ mótmælenda, auk þess að hann lýsti yfir áhyggjum af því að Þjóðkirkjan skyldi hafa breytt Dómirkjunni í „almenningsnáðhús“. Mótmælendurnir á Austurvelli mótmæltu aðstæðum hælisleitenda, en fyrir mótmælunum stóðu hópur hælisleitenda og samtökin No Borders. Var krafist stöðvunar brottvísana, að mál allra hælisleitenda fái efnislega meðferð, að hælisleitendur fái rétt til að vinna, jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og að „flóttamannabúðunum“ á Ásbrú verði lokað.Stendur og fellur með lýðræðinu sjálfu Sigríður María sagði að þingmenn eigi að vita betur en að gera upp á milli stjórnarskrárvarins réttar fólks eftir því hvort þeir hafi samúð með málstaðnum eða ekki. „Rétturinn til að mótmæla stendur ekki og fellur með því hvort okkur líkar málstaðurinn. Rétturinn til að mótmæla stendur og fellur með lýðræðinu sjálfu,“ sagði Sigríður María. Hún sagði að það væru mörg samfélagsleg vandamál sem þingið þurfi að taka á og ræða til hlítar. Nefndi hún þar sérstaklega málefni öryrkja, aldraðra en einnig flóttafólks. „Við getum rætt öll þessi mál og við eigum að gera það. En við eigum ekki að stilla fólki upp á móti hvert öðru eins og vaninn hefur orðið, því að í því hugarfari felst sundrungin. Ef sagan kennir okkur eitthvað er það að á henni græðir enginn,“ sagði Sigríður og vísaði þar í sögu sundrungar í Evrópu.Ísland ekki undanskiliðVaraþingmaðurinn sagði að við vitum nákvæmlega hvert sundrungin leiði okkur. „Um alla álfuna má sjá minnisvarða hennar, sögu hinnar sundruðu og einangruðu Evrópu. Við reistum meira að segja söfn í útrýmingarbúðum í stað þess að rífa þær niður svo við myndum örugglega aldrei gleyma grýttri slóð fortíðarinnar. En samt eflist þjóðernishyggja. Samt halda ríki áfram að einangrast. Og Ísland er þar ekki undanskilið,“ sagði Sigríður María. Alþingi Hælisleitendur Reykjavík Viðreisn Tengdar fréttir Páll frábiður sér það að vera stimplaður rasisti Páll Magnússon telur fráleitt að tengja rasisma við gagnrýni á umgengni á Austurvelli. 20. mars 2019 10:43 Hneykslaði þingmenn með ræðu um tjaldbúðir mótmælenda og „almenningsnáðhús“ Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins hneykslaði þingmenn í sal Alþingis með ræðu sinni um mótmæli hælisleitenda á Austurvelli. 19. mars 2019 16:22 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, gagnrýndi málflutning þingmanna um mótmæli síðustu daga á Austurvelli, í ræðu á þingi í dag. Sigríður María kvaddi sér hljóðs undir liðnum „Störf þingsins“ og sagði að á Austurvelli hafi verið haldin friðsamleg mótmæli í nokkra daga. „[En] í stað þess að þingmenn ræddu kröfugerðina sjálfa á efnislegum nótum var varpað fram undarlegum spurningum um hvort mótmælendur mættu nota kirkjuklósett eða ekki.“ Vísaði Sigríður María þar í orð Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins, sem gagnrýndi borgaryfirvöld fyrir að hafa gefið leyfi fyrir „tjaldbúð“ mótmælenda, auk þess að hann lýsti yfir áhyggjum af því að Þjóðkirkjan skyldi hafa breytt Dómirkjunni í „almenningsnáðhús“. Mótmælendurnir á Austurvelli mótmæltu aðstæðum hælisleitenda, en fyrir mótmælunum stóðu hópur hælisleitenda og samtökin No Borders. Var krafist stöðvunar brottvísana, að mál allra hælisleitenda fái efnislega meðferð, að hælisleitendur fái rétt til að vinna, jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og að „flóttamannabúðunum“ á Ásbrú verði lokað.Stendur og fellur með lýðræðinu sjálfu Sigríður María sagði að þingmenn eigi að vita betur en að gera upp á milli stjórnarskrárvarins réttar fólks eftir því hvort þeir hafi samúð með málstaðnum eða ekki. „Rétturinn til að mótmæla stendur ekki og fellur með því hvort okkur líkar málstaðurinn. Rétturinn til að mótmæla stendur og fellur með lýðræðinu sjálfu,“ sagði Sigríður María. Hún sagði að það væru mörg samfélagsleg vandamál sem þingið þurfi að taka á og ræða til hlítar. Nefndi hún þar sérstaklega málefni öryrkja, aldraðra en einnig flóttafólks. „Við getum rætt öll þessi mál og við eigum að gera það. En við eigum ekki að stilla fólki upp á móti hvert öðru eins og vaninn hefur orðið, því að í því hugarfari felst sundrungin. Ef sagan kennir okkur eitthvað er það að á henni græðir enginn,“ sagði Sigríður og vísaði þar í sögu sundrungar í Evrópu.Ísland ekki undanskiliðVaraþingmaðurinn sagði að við vitum nákvæmlega hvert sundrungin leiði okkur. „Um alla álfuna má sjá minnisvarða hennar, sögu hinnar sundruðu og einangruðu Evrópu. Við reistum meira að segja söfn í útrýmingarbúðum í stað þess að rífa þær niður svo við myndum örugglega aldrei gleyma grýttri slóð fortíðarinnar. En samt eflist þjóðernishyggja. Samt halda ríki áfram að einangrast. Og Ísland er þar ekki undanskilið,“ sagði Sigríður María.
Alþingi Hælisleitendur Reykjavík Viðreisn Tengdar fréttir Páll frábiður sér það að vera stimplaður rasisti Páll Magnússon telur fráleitt að tengja rasisma við gagnrýni á umgengni á Austurvelli. 20. mars 2019 10:43 Hneykslaði þingmenn með ræðu um tjaldbúðir mótmælenda og „almenningsnáðhús“ Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins hneykslaði þingmenn í sal Alþingis með ræðu sinni um mótmæli hælisleitenda á Austurvelli. 19. mars 2019 16:22 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Páll frábiður sér það að vera stimplaður rasisti Páll Magnússon telur fráleitt að tengja rasisma við gagnrýni á umgengni á Austurvelli. 20. mars 2019 10:43
Hneykslaði þingmenn með ræðu um tjaldbúðir mótmælenda og „almenningsnáðhús“ Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins hneykslaði þingmenn í sal Alþingis með ræðu sinni um mótmæli hælisleitenda á Austurvelli. 19. mars 2019 16:22