Fylkir hefur fengið til liðs við sig eistneskan sóknarmann sem mun spila með liðinu í Pepsi Max deild karla í sumar.
Tristan Koskor er 23 ára gamall framherji sem tók sín fyrstu skref með A-landsliðið Eistlands í janúar þegar hann spilaði meðal annars í vináttuleik gegn Íslandi. Hann samdi við Fylki út komandi tímabil.
Síðasta ár spilaði hann 36 leiki í efstu deild í Eistlandi og skoraði í þeim 21 mark.
Fylkir var nýliði í Pepsideildinni síðasta sumar en endaði deildina í áttunda sæti. Fylkir hefur keppni í Pepsi Max deildinni 27. apríl næstkomandi á útileik við ÍBV.
