NPA í Reykjavík – sigur fatlaðs fólks Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 20. mars 2019 18:06 Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt nýjar reglur um notendastýrða persónulega þjónustu (NPA) sem marka afar gleðileg tímamót fyrir fatlað fólk. Samþykkt borgarstjórnar um NPA gefur ekki bara fyrirheit um aukna og fjölbreyttari velferðarþjónustu í Reykjavík, heldur felur hún í sér mikilvægan áfangasigur í mannréttindabaráttu fatlaðra – réttinn til sjálfstæðs lífs sem fatlað fólk hefur barist fyrir árum saman. Notendastýrð persónuleg aðstoð byggir á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hugmyndafræðinni um rétt fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs og þess að eiga valkosti til jafns við aðra. Mikilvægur hluti þessa persónulega sjálfstæðis er að hafar raunverulega stjórn, val og möguleika til sjálfstæðs lífs og þær aðstæður mun NPA færa fleiri einstaklingum. Mannréttindi sem okkur flestum finnast vera sjálfsögð.Sjálfsögð mannréttindi Frá árinu 2013 hefur Reykjavík tekið þátt í tilraunaverkefni um NPA sem átti að standa út árið 2014 en það var framlengt ítrekað meðan beðið var laga sem lögfestu þetta þjónustuform. Lög um þjónustu við fólk með langvarnandi stuðningsþarfir tóku loks gildi þann 1. október 2018. Á síðasta kjörtímabili sameinaðist Borgarstjórn um að skora á ríkið að lögbinda þjónustuna og tryggja fjármagn til innleiðingar. Það er því sannarlega gleðilegt að nú sé málið í höfn löglega og við treystum því að ríkið fjármagni sinn hlut af innleiðingu með Reykjavík og öðrum sveitarfélögum landsinssveitarfélögum landsins, þannig að NPA bjóðist í raun um allt land. Mikil sátt hefur ríkt um þessa þjónustu af hálfu NPA notenda í Reykjavík og ljóst að þetta nýja þjónustuform hefur haft mikil og jákvæð áhrif á líf og störf umræddra einstaklinga. Nú eru 19 einstaklingar með samning um NPA í Reykjavik, en vitað er um, allt að 56 Reykvíkinga, sem hafa sótt um þjónustuna eða gætu hugsað sér það. Í framhaldi af samþykkt borgarstjórnar munu umsóknir verða metnar og rætt við alla þessa einstaklinga um viðeigandi lausnir.Stjórn og forsendur til sjálfstæðs lífs Samþykkt borgarstjórnar um NPA byggir ekki síst á reynslunni af tilraunaverkefninu, þróun þess og ábendingum sem bárust frá notendum, hagsmunasamtökum og starfsmönnum á tilrauna- og undirbúningstíma. Frá upphafi hefur verið haft samráð við fulltrúa málefnahóps Öryrkjabandalags Íslands um sjálfstætt líf, auk þess sem mikilvægt samráð hefur einnig verið haft við NPA-miðstöðina, Þroskahjálp, Átak og fleiri. Nú hefst innleiðingartími sem standa á til ársins 2022 og við munum vanda okkur og læra af reynslunni og þróa þjónustuna áfram í samráði við notendur og hagsmunasamtök þeirra. þjónustan er skipulögð á forsendum notandans og er undir verkstýringu og verkstjórn hans eða aðstoðarmanns. Ákveðið var að hafa ekkert aldurstakmark í reglum Reykjavikurborgar þar sem þjónustan hefur sýnt sig geta hentað fötluðu fólki öllum aldurshópum.Samráð og bætt þjónusta Þjonustan mun áfram mótast og þróast af reynslu og mati á því hvernig tekst að koma til móts við þarfir fatlaðs fólks svo það megi lifa sjálfstæðu og virku lífi. Með samþykkt borgarstjórnar um notendastýrða persónulega þjónustu, er stigið stórt skref í réttindabaráttu fatlaðs fólks og ný spennandi vegferð er hafin í uppbyggingu velferðarþjónustu á Íslandi. Ég óska okkur öllum til hamingju!Höfundur er formaður velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt nýjar reglur um notendastýrða persónulega þjónustu (NPA) sem marka afar gleðileg tímamót fyrir fatlað fólk. Samþykkt borgarstjórnar um NPA gefur ekki bara fyrirheit um aukna og fjölbreyttari velferðarþjónustu í Reykjavík, heldur felur hún í sér mikilvægan áfangasigur í mannréttindabaráttu fatlaðra – réttinn til sjálfstæðs lífs sem fatlað fólk hefur barist fyrir árum saman. Notendastýrð persónuleg aðstoð byggir á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hugmyndafræðinni um rétt fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs og þess að eiga valkosti til jafns við aðra. Mikilvægur hluti þessa persónulega sjálfstæðis er að hafar raunverulega stjórn, val og möguleika til sjálfstæðs lífs og þær aðstæður mun NPA færa fleiri einstaklingum. Mannréttindi sem okkur flestum finnast vera sjálfsögð.Sjálfsögð mannréttindi Frá árinu 2013 hefur Reykjavík tekið þátt í tilraunaverkefni um NPA sem átti að standa út árið 2014 en það var framlengt ítrekað meðan beðið var laga sem lögfestu þetta þjónustuform. Lög um þjónustu við fólk með langvarnandi stuðningsþarfir tóku loks gildi þann 1. október 2018. Á síðasta kjörtímabili sameinaðist Borgarstjórn um að skora á ríkið að lögbinda þjónustuna og tryggja fjármagn til innleiðingar. Það er því sannarlega gleðilegt að nú sé málið í höfn löglega og við treystum því að ríkið fjármagni sinn hlut af innleiðingu með Reykjavík og öðrum sveitarfélögum landsinssveitarfélögum landsins, þannig að NPA bjóðist í raun um allt land. Mikil sátt hefur ríkt um þessa þjónustu af hálfu NPA notenda í Reykjavík og ljóst að þetta nýja þjónustuform hefur haft mikil og jákvæð áhrif á líf og störf umræddra einstaklinga. Nú eru 19 einstaklingar með samning um NPA í Reykjavik, en vitað er um, allt að 56 Reykvíkinga, sem hafa sótt um þjónustuna eða gætu hugsað sér það. Í framhaldi af samþykkt borgarstjórnar munu umsóknir verða metnar og rætt við alla þessa einstaklinga um viðeigandi lausnir.Stjórn og forsendur til sjálfstæðs lífs Samþykkt borgarstjórnar um NPA byggir ekki síst á reynslunni af tilraunaverkefninu, þróun þess og ábendingum sem bárust frá notendum, hagsmunasamtökum og starfsmönnum á tilrauna- og undirbúningstíma. Frá upphafi hefur verið haft samráð við fulltrúa málefnahóps Öryrkjabandalags Íslands um sjálfstætt líf, auk þess sem mikilvægt samráð hefur einnig verið haft við NPA-miðstöðina, Þroskahjálp, Átak og fleiri. Nú hefst innleiðingartími sem standa á til ársins 2022 og við munum vanda okkur og læra af reynslunni og þróa þjónustuna áfram í samráði við notendur og hagsmunasamtök þeirra. þjónustan er skipulögð á forsendum notandans og er undir verkstýringu og verkstjórn hans eða aðstoðarmanns. Ákveðið var að hafa ekkert aldurstakmark í reglum Reykjavikurborgar þar sem þjónustan hefur sýnt sig geta hentað fötluðu fólki öllum aldurshópum.Samráð og bætt þjónusta Þjonustan mun áfram mótast og þróast af reynslu og mati á því hvernig tekst að koma til móts við þarfir fatlaðs fólks svo það megi lifa sjálfstæðu og virku lífi. Með samþykkt borgarstjórnar um notendastýrða persónulega þjónustu, er stigið stórt skref í réttindabaráttu fatlaðs fólks og ný spennandi vegferð er hafin í uppbyggingu velferðarþjónustu á Íslandi. Ég óska okkur öllum til hamingju!Höfundur er formaður velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun