Kyndilberar heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar 1. apríl 2019 07:30 Í marsmánuði vakti Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, athygli á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og þeirri staðreynd að ríkisstjórn Íslands hefur tengt þau inn í stefnur sínar og áætlanir til ársins 2030.Festa er í samstarfi við verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, auk þess sem störf Festu með aðildarfélögum snúast í ört vaxandi mæli um framkvæmd markmiðanna og árangur. Það er hvetjandi til þess að vita hversu hratt atvinnulífið hefur tileinkað sér þessi markmið eða hefur hafið þá vegferð að halda þau í heiðri.Alls voru þrettán myndbönd birt á Facebook síðu Festu. Þau tilgreina hvaða markmið fyrirtæki úr ólíkum geirum leggja áherslu á í störfum sínum, stefnu stjórnvalda í þessum efnum og lýkur með samantekt og áhugaverðum staðreyndum Tveir þriðju hluti landsmanna með puttann á púlsinum Samkvæmt nýlegri könnun Gallup í samstarfi við verkefnastjórn heimsmarkmiðanna segjast 66% landsmanna þekkja eða hafa heyrt um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Fyrir rúmu ári síðan var hlutfallið tæp 47% og því ljóst að vitund almennings á heimsmarkmiðunum fer ört vaxandi. Viðamesta aðgerðaráætlun heimsins Heimsmarkmiðin sautján og 169 undirmarkmið þeirra eru afrakstur áralangrar vinnu sem milljónir manna á öllum aldri, úr fjölmörgum geirum og frá 193 löndum hafa tekið þátt í að móta og gera enn. Það er því ekki að ástæðulausu sem Sameinuðu þjóðirnar tala um heimsmarkmiðin sem stærstu og viðamestu aðgerðaráætlun heims.Sameinuðu þjóðirnar halda utan um gerð áætlunarinnar, en það eru ekki síður leiðandi fyrirtæki, félagasamtök, fjölmiðlar og almenningur víðs vegar um heim sem hafa lagt sitt á vogarskálarnar um að gera þau markviss, viðeigandi og árangursrík.Ísland er engin undantekning í þeim efnum og Festa fagnar því víðtæka samstarfi sem á sér stað í tengslum við heimsmarkmiðin hér á landi. Heimsmarkmið skipta máli Heimsmarkmiðin voru þróuð í framhaldi af Þúsaldarmarkmiðum SÞ, sem runnu sitt skeið árið 2015. Þeim var beint sérstaklega að þróunarlöndum og fátækustu ríkjum heims. Samkvæmt rannsókn á árangri Þúsaldarmarkmiðanna sem Brookings Institute birti árið 2017, var stærsti sigurinn unnin í að bjarga mannslífum. Sérfræðingarnir áætla að á bilinu 21-29,7 milljónir manna séu á lífi í dag vegna þess sterka ásetnings og aðgerða sem Þúsaldarmarkmiðin stuðluðu að. Þá er tekið tillit til annarra aðgerða sem voru þegar í framkvæmd fyrir og samhliða Þúsaldarmarkmiðunum. Skýr sýn í flóknum og ört breytilegum heimi Vegir liggja til allra átta eins og segir í laginu. Í ljósi víðtækra breytinga sem eru að eiga sér stað í heiminum, með nýrri tækni, hnattvæðingu, loftslagsbreytingum og grundvallarbreytingum á ýmsum kerfum skiptir fátt meira máli en að hafa skýran undirliggjandi ásetning að baki nýsköpun, stjórnsýslu, viðskiptum, menntun og þróun. Markmiðið er ávallt að áhrif okkar á samfélög og jörðina séu sjálfbær og uppbyggileg. Það er þess vegna sem Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun ná til alls heimsins, ekki bara hluta hans.Nú sem aldrei fyrr blandast þekkingarheimar, tækni og vísindi og möguleikarnir verða endalausir. Vísindaskáldsögur verða hversdags og ný tækni gerir okkur kleift að leysa áður óleysanleg verkefni. Í heimi þar sem bæði stærstu áskoranirnar og tækifærin eru hnattræn og víxlverkandi, erum við öll á sömu vegferð.Höfundur er framkvæmdarstjóri Festu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í marsmánuði vakti Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, athygli á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og þeirri staðreynd að ríkisstjórn Íslands hefur tengt þau inn í stefnur sínar og áætlanir til ársins 2030.Festa er í samstarfi við verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, auk þess sem störf Festu með aðildarfélögum snúast í ört vaxandi mæli um framkvæmd markmiðanna og árangur. Það er hvetjandi til þess að vita hversu hratt atvinnulífið hefur tileinkað sér þessi markmið eða hefur hafið þá vegferð að halda þau í heiðri.Alls voru þrettán myndbönd birt á Facebook síðu Festu. Þau tilgreina hvaða markmið fyrirtæki úr ólíkum geirum leggja áherslu á í störfum sínum, stefnu stjórnvalda í þessum efnum og lýkur með samantekt og áhugaverðum staðreyndum Tveir þriðju hluti landsmanna með puttann á púlsinum Samkvæmt nýlegri könnun Gallup í samstarfi við verkefnastjórn heimsmarkmiðanna segjast 66% landsmanna þekkja eða hafa heyrt um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Fyrir rúmu ári síðan var hlutfallið tæp 47% og því ljóst að vitund almennings á heimsmarkmiðunum fer ört vaxandi. Viðamesta aðgerðaráætlun heimsins Heimsmarkmiðin sautján og 169 undirmarkmið þeirra eru afrakstur áralangrar vinnu sem milljónir manna á öllum aldri, úr fjölmörgum geirum og frá 193 löndum hafa tekið þátt í að móta og gera enn. Það er því ekki að ástæðulausu sem Sameinuðu þjóðirnar tala um heimsmarkmiðin sem stærstu og viðamestu aðgerðaráætlun heims.Sameinuðu þjóðirnar halda utan um gerð áætlunarinnar, en það eru ekki síður leiðandi fyrirtæki, félagasamtök, fjölmiðlar og almenningur víðs vegar um heim sem hafa lagt sitt á vogarskálarnar um að gera þau markviss, viðeigandi og árangursrík.Ísland er engin undantekning í þeim efnum og Festa fagnar því víðtæka samstarfi sem á sér stað í tengslum við heimsmarkmiðin hér á landi. Heimsmarkmið skipta máli Heimsmarkmiðin voru þróuð í framhaldi af Þúsaldarmarkmiðum SÞ, sem runnu sitt skeið árið 2015. Þeim var beint sérstaklega að þróunarlöndum og fátækustu ríkjum heims. Samkvæmt rannsókn á árangri Þúsaldarmarkmiðanna sem Brookings Institute birti árið 2017, var stærsti sigurinn unnin í að bjarga mannslífum. Sérfræðingarnir áætla að á bilinu 21-29,7 milljónir manna séu á lífi í dag vegna þess sterka ásetnings og aðgerða sem Þúsaldarmarkmiðin stuðluðu að. Þá er tekið tillit til annarra aðgerða sem voru þegar í framkvæmd fyrir og samhliða Þúsaldarmarkmiðunum. Skýr sýn í flóknum og ört breytilegum heimi Vegir liggja til allra átta eins og segir í laginu. Í ljósi víðtækra breytinga sem eru að eiga sér stað í heiminum, með nýrri tækni, hnattvæðingu, loftslagsbreytingum og grundvallarbreytingum á ýmsum kerfum skiptir fátt meira máli en að hafa skýran undirliggjandi ásetning að baki nýsköpun, stjórnsýslu, viðskiptum, menntun og þróun. Markmiðið er ávallt að áhrif okkar á samfélög og jörðina séu sjálfbær og uppbyggileg. Það er þess vegna sem Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun ná til alls heimsins, ekki bara hluta hans.Nú sem aldrei fyrr blandast þekkingarheimar, tækni og vísindi og möguleikarnir verða endalausir. Vísindaskáldsögur verða hversdags og ný tækni gerir okkur kleift að leysa áður óleysanleg verkefni. Í heimi þar sem bæði stærstu áskoranirnar og tækifærin eru hnattræn og víxlverkandi, erum við öll á sömu vegferð.Höfundur er framkvæmdarstjóri Festu
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun