Hamilton varð í 2. sæti í kappakstrinum í Ástralíu um þarsíðustu helgi, á eftir liðsfélaga sínum hjá Mercedes, Valtteri Bottas. Þeir höfðu sætaskipti í Barein.
Hinn 21 árs gamli Charles Lecrec á Ferrari var nálægt því að vera senuþjófur dagsins en hann var lengi vel með forystu. Vélabilun gerði hins vegar vonir hans um sigur að engu og hann endaði í 3. sæti.
Hér fyrir neðan má sjá uppgjörsþátt um Barein-kappaksturinn í dag.