18 ára skósmiður sem elskar athygli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. mars 2019 19:45 Þrátt fyrir að Helgi Líndal Elíasson, nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík sé ekki nema átján ára þá er hann farin að hanna sína eigin skó og handsmíða með góðum árangri. Helgi Líndal er nemandi í fatahönnun við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, búsettur í Garðinum. Helgi hefur alltaf haft mikinn áhuga á fötum og skóm og hefur meðal annars farið til Bandaríkjanna að læra skósmíði hjá virtum skóhönnuði. Helgi kynnir reglulega skóna sína fyrir samnemendum sínum. „Ég byrjaði þrettán ára, þá fæ ég mikinn áhuga á fatahönnun og svo var það Ingvar bróður minn, sem kom mér út í að hafa áhuga á skóm. Þaðan kviknar áhuginn að smíða mína eigin skó.“ Helgi hefur verið að vinna með þessa skó, sem eru skreyttir með pálmatré.Magnús HlynurHelgi segir mjög tímafrekt að smíða skó og einbeitingin þurfi að vera 100% því verkefnin séu alltaf krefjandi. En hvað einkennir góða skó að hans mati? „Handsmíðaðir skór eru mun betri heldur en fjöldaframleiddir skór að því að það er allt gert í vél, inn og út í gegnum eina vél og í gegnum þá næstu á meðan handsmíðaðir skór eru miklu vandaðri,“ segir Helgi. Nýjustu handsmíðuðu skórnir frá Helga eru skór með pálmatré, sem eru strax farnir að vekja mikla athygli. Helgi segir að það séu mjög margir hissa á þessum mikla áhuga hans á skóm. „En á sama tíma er það mjög skemmtilegt því að skór eru mjög mikið í tísku. Þetta er mjög sérstakt jú en mjög gaman því ég elska athygli, ég fæ mikla athygli út á þetta,“ segir ungi skósmiðurinn úr Garðinum. Reykjanesbær Suðurnesjabær Tíska og hönnun Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Þrátt fyrir að Helgi Líndal Elíasson, nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík sé ekki nema átján ára þá er hann farin að hanna sína eigin skó og handsmíða með góðum árangri. Helgi Líndal er nemandi í fatahönnun við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, búsettur í Garðinum. Helgi hefur alltaf haft mikinn áhuga á fötum og skóm og hefur meðal annars farið til Bandaríkjanna að læra skósmíði hjá virtum skóhönnuði. Helgi kynnir reglulega skóna sína fyrir samnemendum sínum. „Ég byrjaði þrettán ára, þá fæ ég mikinn áhuga á fatahönnun og svo var það Ingvar bróður minn, sem kom mér út í að hafa áhuga á skóm. Þaðan kviknar áhuginn að smíða mína eigin skó.“ Helgi hefur verið að vinna með þessa skó, sem eru skreyttir með pálmatré.Magnús HlynurHelgi segir mjög tímafrekt að smíða skó og einbeitingin þurfi að vera 100% því verkefnin séu alltaf krefjandi. En hvað einkennir góða skó að hans mati? „Handsmíðaðir skór eru mun betri heldur en fjöldaframleiddir skór að því að það er allt gert í vél, inn og út í gegnum eina vél og í gegnum þá næstu á meðan handsmíðaðir skór eru miklu vandaðri,“ segir Helgi. Nýjustu handsmíðuðu skórnir frá Helga eru skór með pálmatré, sem eru strax farnir að vekja mikla athygli. Helgi segir að það séu mjög margir hissa á þessum mikla áhuga hans á skóm. „En á sama tíma er það mjög skemmtilegt því að skór eru mjög mikið í tísku. Þetta er mjög sérstakt jú en mjög gaman því ég elska athygli, ég fæ mikla athygli út á þetta,“ segir ungi skósmiðurinn úr Garðinum.
Reykjanesbær Suðurnesjabær Tíska og hönnun Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira