Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. mars 2019 12:15 Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. Eitt helsta hlutverk Íslandsstofu er að laða erlenda ferðamenn til landsins með samræmdu kynningar-og markaðsstarfi. Henni er falið að efla ímynd og orðspor Íslands og styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulíf á erlendum mörkuðum. Hún brást til að mynda við Eyjafjallagosinu árið 2010 með herferðinni Inspired by Iceland ásamt Icelandair. Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður segir að viðbrögð stofnunarinnar við falli WOW AIR hafi fyrst og fremst falist í að fylgjast með umræðu um landið. „Það var auðvitað viðbragðsáætlun stjórnvalda sem við förum eftir. Við erum búin að vera að fylgjast mjög vel með því sem hefur verið að gerast og bregðumst við ef þurfa þykir. En umfjöllunin hefur verið mjög stabil erlendis og byggð á staðreyndum um WOW Air. Það er ekki verið að tengja hana við áfangastaðinn þannig að það hefur gengið mjög vel að fylgjast með þessu öllu saman,“ segir Inga Hlín. Hún segir að verkefnið nú sé að fylgjast með hvort fólk sé meðvitað um hvernig hægt sé að flúga til landsins. Íslandsstofa muni hrinda af stað markaðsátaki ef þörf verði á. „Við þurfum að fylgjast vel með núna að fólk haldi áfram að bóka ferður til landsins og viti af öðrum flugfélögum sem fljúga hingað. Við munum skoða með hagsmunum ferðaþjónustunnar hvaða skref verða tekin en auðvitað verðum við að bregðast mjög hratt við ef þess gerist þörf,“ segir hún. Hún telur að fleiri flugfélög muni bjóða ferðir til landsins. „Ég geri fastlega ráð fyrir að fleiri komi inn á markaðinn en það er alltof snemmt að segja til um það. Við sáum strax að Icelandair brást mjög hratt við aðstæðum og komu strandaglópum til landsins. Og við vonum að fleiri sjái tækifæri í Íslandi og taki þátt í því með okkur að byggja upp áfangastaðinn.“ segir Inga Hlín Pálsdóttir. Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. Eitt helsta hlutverk Íslandsstofu er að laða erlenda ferðamenn til landsins með samræmdu kynningar-og markaðsstarfi. Henni er falið að efla ímynd og orðspor Íslands og styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulíf á erlendum mörkuðum. Hún brást til að mynda við Eyjafjallagosinu árið 2010 með herferðinni Inspired by Iceland ásamt Icelandair. Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður segir að viðbrögð stofnunarinnar við falli WOW AIR hafi fyrst og fremst falist í að fylgjast með umræðu um landið. „Það var auðvitað viðbragðsáætlun stjórnvalda sem við förum eftir. Við erum búin að vera að fylgjast mjög vel með því sem hefur verið að gerast og bregðumst við ef þurfa þykir. En umfjöllunin hefur verið mjög stabil erlendis og byggð á staðreyndum um WOW Air. Það er ekki verið að tengja hana við áfangastaðinn þannig að það hefur gengið mjög vel að fylgjast með þessu öllu saman,“ segir Inga Hlín. Hún segir að verkefnið nú sé að fylgjast með hvort fólk sé meðvitað um hvernig hægt sé að flúga til landsins. Íslandsstofa muni hrinda af stað markaðsátaki ef þörf verði á. „Við þurfum að fylgjast vel með núna að fólk haldi áfram að bóka ferður til landsins og viti af öðrum flugfélögum sem fljúga hingað. Við munum skoða með hagsmunum ferðaþjónustunnar hvaða skref verða tekin en auðvitað verðum við að bregðast mjög hratt við ef þess gerist þörf,“ segir hún. Hún telur að fleiri flugfélög muni bjóða ferðir til landsins. „Ég geri fastlega ráð fyrir að fleiri komi inn á markaðinn en það er alltof snemmt að segja til um það. Við sáum strax að Icelandair brást mjög hratt við aðstæðum og komu strandaglópum til landsins. Og við vonum að fleiri sjái tækifæri í Íslandi og taki þátt í því með okkur að byggja upp áfangastaðinn.“ segir Inga Hlín Pálsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira