Tiger Woods er úr leik á heimsmeistaramótinu í holukeppni sem fer fram í Austin í Texas.
Tiger tapaði fyrir Lucas Bjerregaard í 8-manna úrslitum í kvöld. Sá danski vann Henrik Stenson í 16-manna úrslitunum fyrr í dag og fylgdi því svo eftir því að vinna Tiger í kvöld.
Bjerregaard mætir Matt Kuchar í undanúrslitum á morgun. Kuchar sigraði Sergio García í 8-manna úrslitum. Kuchar vann mótið 2013.
Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Francesco Molinari og Kevin Kisner.
Molinari bar sigurorð af Kevin Na í 8-manna úrslitunum á meðan Kisner vann Louis Oosthuizen. Kisner komst í úrslit mótsins í fyrra en tapaði þar fyrir Bubba Watson.
Sýnt verður frá lokadegi mótsins á Golfstöðinni á morgun. Útsending hefst klukkan 14:00.
Tiger úr leik á HM
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti




Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn