Kolbeinn Sigþórsson verður kynntur sem leikmaður Svíþjóðarmeistara AIK á morgun. Expressen greinir frá.
AIK mætir Östersunds í 1. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar á morgun og þá verður Kolbeinn kynntur til leiks hjá félaginu.
Samningi Kolbeins við Nantes var rift fyrr í þessum mánuði. Núna virðist framherjinn vera búinn að finna sér nýtt félag.
Kolbeinn, sem er 29 ára, hefur lítið spilað síðustu ár vegna meiðsla. Hann lék lengi í Hollandi, með AZ Alkmaar og Ajax.
Kolbeinn kynntur hjá sænsku meisturunum á morgun
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið
Enski boltinn


Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld
Fótbolti

Chelsea búið að kaupa Garnacho
Enski boltinn

