Með framendann fastan í afturendanum Sif Sigmarsdóttir skrifar 30. mars 2019 08:00 Hugvitssemi mannsins virðast engin takmörk sett. Hann beislar náttúruna, læknar drepsóttir, hefur sig til flugs (engar áhyggjur, þetta er ekki pistill um WOW), alla leið út í geim. Í vikunni hætti Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, við geimgöngu sem hefði orðið sú fyrsta í sögunni sem aðeins væri mönnuð konum. Ástæðan var sú að ekki voru til nógu margir geimbúningar í kvennastærðum. Það sem hefði átt að vera stórt skref fyrir kvenkynið varð þvert á móti enn önnur staðfesting þess að við lifum í veröld sem smíðuð er af körlum fyrir karla. Ímyndaðu þér heim þar sem farsíminn þinn er of stór fyrir lófann á þér, læknirinn þinn skrifar upp á lyf fyrir þig sem eru ekki ætluð þér, þú býrð við 47% auknar líkur á að slasast alvarlega í umferðarslysi og þú færð ekki greitt fyrir vinnuna þína. Þannig blasir veröldin við þér ef þú ert kona. Undirrituð mælti nýverið með á þessum vettvangi bók sem gerir nú allt vitlaust í Bretlandi og sýnir tölfræðilega fram á að konur eru hinn gleymdi helmingur mannkyns. Í tilefni fréttarinnar um NASA er rétt að tína til fleiri tölur úr bókinni um ósýnileika kvenna: l Í 90% rannsókna í lyfjaiðnaði þar sem lyf eru prófuð á dýrum eru rannsóknirnar aðeins gerðar á karldýrum jafnvel þótt líkamsstarfsemi og hormónastarfsemi kynjanna sé ólík. l Aðeins 11% þátttakenda í læknisfræðirannsóknum sem ætlað er að finna lækningu við alnæmi eru konur. l Lyfjaprófun á lyfinu „Viagra fyrir konur“ var gerð á tuttugu og þremur körlum en aðeins tveimur konum. l Konur sjá um 75% ógreiddra umönnunarstarfa á heimsvísu. l Konur eyða sex klukkustundum á dag við ólaunuð störf en karlmenn sinna ólaunaðri vinnu frá þrjátíu mínútum í allt að tvo tíma á dag. l Í Bretlandi eru konur þrisvar sinnum líklegri en karlar til að fara með börnin í skólann. l Í Bandaríkjunum eyða karlar klukkustund lengur en konur á dag í tómstundir. l Konum er oft kalt á skrifstofunni. Það er vegna þess að hitastig skrifstofa heimsins miðast við líkamshita sjötíu kílóa fertugs karlmanns. l Konur búa við 70% aukna hættu á að þjást af þunglyndi. Lyf við sjúkdómnum eru þó nær eingöngu prófuð á körlum. l Það eru 47% meiri líkur á að kona slasist alvarlega í árekstri því sætisbelti og loftpúðar bifreiða eru hönnuð með stærð meðal karlmanns að leiðarljósi. l Kvenkyns píanóleikarar eru 50% líklegri til að slasast við leik sinn því píanó eru hönnuð með stærð karlmannshandar að leiðarljósi. l Það eru ekki aðeins konur í röðum geimfara sem fá ekki á sig fatnað. 71% kvenna klæðist fatnaði við vinnu sem var ekki hannaður með þær í huga. l Lögreglukonur klæðast stunguvestum sem eru hönnuð til að vernda karla. l Meðal farsíminn er hannaður þannig að hann er of stór fyrir meðal kvenhönd. l Karlmenn eru 100% lengur í mynd í kvikmyndum en konur. l Konur fóru með 28% hlutverka í kvikmyndum sem ætlaðar eru allri fjölskyldunni á árunum 1990-2005. l Aðeins 17% aukaleikara í kvikmyndum eru konur. l 3,3% vinsælustu tölvuleikjanna eru með konu sem aðalsöguhetju. l Helmingi meiri líkur eru á að kona fái ranga sjúkdómsgreiningu í kjölfar hjartaáfalls því einkenni hjartaáfalls hjá konum eru önnur en hjá körlum og heilbrigðisstarfsfólk þekkir þau síður. l Í Bretlandi eru fleiri styttur af körlum sem heita John en styttur af konum. Maðurinn er stórbrotin skepna. Hann beislar náttúruna, læknar drepsóttir, hefur sig til flugs, alla leið út í geim. En ekki alltaf. Stundum er jarðsamband mannsins svo náið að hann líkist helst ánamaðki sem skreiðist í hringi í kálgarði með framendann fastan í afturendanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Hugvitssemi mannsins virðast engin takmörk sett. Hann beislar náttúruna, læknar drepsóttir, hefur sig til flugs (engar áhyggjur, þetta er ekki pistill um WOW), alla leið út í geim. Í vikunni hætti Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, við geimgöngu sem hefði orðið sú fyrsta í sögunni sem aðeins væri mönnuð konum. Ástæðan var sú að ekki voru til nógu margir geimbúningar í kvennastærðum. Það sem hefði átt að vera stórt skref fyrir kvenkynið varð þvert á móti enn önnur staðfesting þess að við lifum í veröld sem smíðuð er af körlum fyrir karla. Ímyndaðu þér heim þar sem farsíminn þinn er of stór fyrir lófann á þér, læknirinn þinn skrifar upp á lyf fyrir þig sem eru ekki ætluð þér, þú býrð við 47% auknar líkur á að slasast alvarlega í umferðarslysi og þú færð ekki greitt fyrir vinnuna þína. Þannig blasir veröldin við þér ef þú ert kona. Undirrituð mælti nýverið með á þessum vettvangi bók sem gerir nú allt vitlaust í Bretlandi og sýnir tölfræðilega fram á að konur eru hinn gleymdi helmingur mannkyns. Í tilefni fréttarinnar um NASA er rétt að tína til fleiri tölur úr bókinni um ósýnileika kvenna: l Í 90% rannsókna í lyfjaiðnaði þar sem lyf eru prófuð á dýrum eru rannsóknirnar aðeins gerðar á karldýrum jafnvel þótt líkamsstarfsemi og hormónastarfsemi kynjanna sé ólík. l Aðeins 11% þátttakenda í læknisfræðirannsóknum sem ætlað er að finna lækningu við alnæmi eru konur. l Lyfjaprófun á lyfinu „Viagra fyrir konur“ var gerð á tuttugu og þremur körlum en aðeins tveimur konum. l Konur sjá um 75% ógreiddra umönnunarstarfa á heimsvísu. l Konur eyða sex klukkustundum á dag við ólaunuð störf en karlmenn sinna ólaunaðri vinnu frá þrjátíu mínútum í allt að tvo tíma á dag. l Í Bretlandi eru konur þrisvar sinnum líklegri en karlar til að fara með börnin í skólann. l Í Bandaríkjunum eyða karlar klukkustund lengur en konur á dag í tómstundir. l Konum er oft kalt á skrifstofunni. Það er vegna þess að hitastig skrifstofa heimsins miðast við líkamshita sjötíu kílóa fertugs karlmanns. l Konur búa við 70% aukna hættu á að þjást af þunglyndi. Lyf við sjúkdómnum eru þó nær eingöngu prófuð á körlum. l Það eru 47% meiri líkur á að kona slasist alvarlega í árekstri því sætisbelti og loftpúðar bifreiða eru hönnuð með stærð meðal karlmanns að leiðarljósi. l Kvenkyns píanóleikarar eru 50% líklegri til að slasast við leik sinn því píanó eru hönnuð með stærð karlmannshandar að leiðarljósi. l Það eru ekki aðeins konur í röðum geimfara sem fá ekki á sig fatnað. 71% kvenna klæðist fatnaði við vinnu sem var ekki hannaður með þær í huga. l Lögreglukonur klæðast stunguvestum sem eru hönnuð til að vernda karla. l Meðal farsíminn er hannaður þannig að hann er of stór fyrir meðal kvenhönd. l Karlmenn eru 100% lengur í mynd í kvikmyndum en konur. l Konur fóru með 28% hlutverka í kvikmyndum sem ætlaðar eru allri fjölskyldunni á árunum 1990-2005. l Aðeins 17% aukaleikara í kvikmyndum eru konur. l 3,3% vinsælustu tölvuleikjanna eru með konu sem aðalsöguhetju. l Helmingi meiri líkur eru á að kona fái ranga sjúkdómsgreiningu í kjölfar hjartaáfalls því einkenni hjartaáfalls hjá konum eru önnur en hjá körlum og heilbrigðisstarfsfólk þekkir þau síður. l Í Bretlandi eru fleiri styttur af körlum sem heita John en styttur af konum. Maðurinn er stórbrotin skepna. Hann beislar náttúruna, læknar drepsóttir, hefur sig til flugs, alla leið út í geim. En ekki alltaf. Stundum er jarðsamband mannsins svo náið að hann líkist helst ánamaðki sem skreiðist í hringi í kálgarði með framendann fastan í afturendanum.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun