Vegagerðin hafnar lægsta tilboði í Reykjanesbraut Kristján Már Unnarsson skrifar 9. apríl 2019 18:45 Vegagerðin hefur hafnað tilboði lægstbjóðanda í breikkun 3,2 kílómetra kafla Reykjanesbrautar í Hafnarfirði þar sem bjóðandinn stóðst ekki kröfur útboðsins. Í staðinn verður rætt við þann sem átti næstlægsta boð. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Verktakasamsteypa sem samanstóð af þremur fyrirtækjum, Ellert Skúlasyni, Borgarvirki og GT-verktökum, stóðst ekki skilyrði um að hafa áður unnið verkefni af ákveðinni stærðargráðu, að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Tilboð þeirra nam 1.864 milljónum króna, eða 91 prósenti af 2.050 milljóna króna kostnaðaráætlun.Fjögur tilboð bárust í verkið.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.Vegagerðin hyggst í framhaldinu ganga til viðræðna við Ístak, sem átti næstlægsta boð, upp á 2,1 milljarð króna. Um 240 milljónum króna munar á fjárhæð tilboðanna, eða um tólf prósentum. Verkið felst í tvöföldun Reykjanesbrautar milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Tilboðin voru opnuð þann 19. mars síðastliðinn en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár.Frá opnun tilboða í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar fyrir þremur vikum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, kvaðst í viðtali daginn sem tilboðin voru opnuð vonast til að framkvæmdir hæfust innan tveggja mánaða og að þeim lyki fyrir lok næsta árs. Frétt Stöðvar 2 frá 19. mars um opnun tilboðanna má sjá hér: Hafnarfjörður Samgöngur Tengdar fréttir Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, 186 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. 19. mars 2019 20:30 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Vegagerðin hefur hafnað tilboði lægstbjóðanda í breikkun 3,2 kílómetra kafla Reykjanesbrautar í Hafnarfirði þar sem bjóðandinn stóðst ekki kröfur útboðsins. Í staðinn verður rætt við þann sem átti næstlægsta boð. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Verktakasamsteypa sem samanstóð af þremur fyrirtækjum, Ellert Skúlasyni, Borgarvirki og GT-verktökum, stóðst ekki skilyrði um að hafa áður unnið verkefni af ákveðinni stærðargráðu, að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Tilboð þeirra nam 1.864 milljónum króna, eða 91 prósenti af 2.050 milljóna króna kostnaðaráætlun.Fjögur tilboð bárust í verkið.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.Vegagerðin hyggst í framhaldinu ganga til viðræðna við Ístak, sem átti næstlægsta boð, upp á 2,1 milljarð króna. Um 240 milljónum króna munar á fjárhæð tilboðanna, eða um tólf prósentum. Verkið felst í tvöföldun Reykjanesbrautar milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Tilboðin voru opnuð þann 19. mars síðastliðinn en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár.Frá opnun tilboða í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar fyrir þremur vikum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, kvaðst í viðtali daginn sem tilboðin voru opnuð vonast til að framkvæmdir hæfust innan tveggja mánaða og að þeim lyki fyrir lok næsta árs. Frétt Stöðvar 2 frá 19. mars um opnun tilboðanna má sjá hér:
Hafnarfjörður Samgöngur Tengdar fréttir Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, 186 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. 19. mars 2019 20:30 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, 186 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. 19. mars 2019 20:30