Boðið upp í lengstu lyftuferð á landinu Kristján Már Unnarsson skrifar 8. apríl 2019 21:00 Boðið upp í hæstu lyftu landsins. Starfsmenn Blönduvirkjunar nota hana til að komast úr stjórnhúsi ofanjarðar niður í stöðvarhússhvelfinguna 234 metrum neðar. Stöð 2/Einar Árnason. Hæsta lyfta Íslands, sem ætluð er til fólksflutninga milli hæða, er ekki í Hallgrímskirkjuturni. Nei, í Húnavatnssýslum er lyfta sem er fjórfalt hærri en sú á Skólavörðuholtinu. Farið var í lengstu lyftuferð landsins í fréttum Stöðvar 2. Lyftuna finnum við í Blönduvirkjun, sem er neðanjarðarstöð. Stöðvarhúsið er djúpt undir yfirborði jarðar en til að komast milli þess og stjórnhúss ofanjarðar hafa starfsmenn lyftu og hún á Íslandsmet; þjónar í raun 64 hæða byggingu. Hæð lyftunnar skýrist af óvenju mikilli fallhæð Blönduvirkjunar, sem er 287 metrar. Þegar Jónas Þór Sigurgeirsson viðhaldsstjóri fór með okkur í lyftuna var ekki laust við að við værum með örlítinn hnút í maganum.Lyftan er tiltölulega lítil en hún er ekki opin almenningi og eingöngu til nota fyrir starfsmenn.Stöð 2/Einar Árnason.Í lyftugöngunum er stigi til að nota ef lyftan skyldi bila, en Jónas tekur fram að nýlega sé búið að endurnýja búnað lyftunnar. Menn hafa reynt sig við að hlaupa upp stigann og segir Jónas að metið sé undir tíu mínútum. Um sömu lyftugöng liggja einnig rafmagnskaplarnir sem flyta 160 megavött frá aflvélum virkjunarinnar inn á spenna ofanjarðar. Lyfta Blönduvirkjunar er 234 metrar á hæð. Það þýðir að hún er meira en fjórfalt hærri en lyftan upp í Hallgrímskirkjuturn, sem fer upp í um 50 metra hæð, en turninn er 74 metra hár með spíru. Hér má sjá lyftuferðina í frétt Stöðvar 2: Blönduós Húnavatnshreppur Orkumál Um land allt Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Telja Blönduvirkjun bjóða upp á frekari uppbyggingu í héraði Stækkun Blönduvirkjunar og betri flutningslínur þaðan skapa enn frekari tækifæri til uppbyggingar á Blönduósi, að mati ráðamanna í héraði. 1. apríl 2019 21:45 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira
Hæsta lyfta Íslands, sem ætluð er til fólksflutninga milli hæða, er ekki í Hallgrímskirkjuturni. Nei, í Húnavatnssýslum er lyfta sem er fjórfalt hærri en sú á Skólavörðuholtinu. Farið var í lengstu lyftuferð landsins í fréttum Stöðvar 2. Lyftuna finnum við í Blönduvirkjun, sem er neðanjarðarstöð. Stöðvarhúsið er djúpt undir yfirborði jarðar en til að komast milli þess og stjórnhúss ofanjarðar hafa starfsmenn lyftu og hún á Íslandsmet; þjónar í raun 64 hæða byggingu. Hæð lyftunnar skýrist af óvenju mikilli fallhæð Blönduvirkjunar, sem er 287 metrar. Þegar Jónas Þór Sigurgeirsson viðhaldsstjóri fór með okkur í lyftuna var ekki laust við að við værum með örlítinn hnút í maganum.Lyftan er tiltölulega lítil en hún er ekki opin almenningi og eingöngu til nota fyrir starfsmenn.Stöð 2/Einar Árnason.Í lyftugöngunum er stigi til að nota ef lyftan skyldi bila, en Jónas tekur fram að nýlega sé búið að endurnýja búnað lyftunnar. Menn hafa reynt sig við að hlaupa upp stigann og segir Jónas að metið sé undir tíu mínútum. Um sömu lyftugöng liggja einnig rafmagnskaplarnir sem flyta 160 megavött frá aflvélum virkjunarinnar inn á spenna ofanjarðar. Lyfta Blönduvirkjunar er 234 metrar á hæð. Það þýðir að hún er meira en fjórfalt hærri en lyftan upp í Hallgrímskirkjuturn, sem fer upp í um 50 metra hæð, en turninn er 74 metra hár með spíru. Hér má sjá lyftuferðina í frétt Stöðvar 2:
Blönduós Húnavatnshreppur Orkumál Um land allt Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Telja Blönduvirkjun bjóða upp á frekari uppbyggingu í héraði Stækkun Blönduvirkjunar og betri flutningslínur þaðan skapa enn frekari tækifæri til uppbyggingar á Blönduósi, að mati ráðamanna í héraði. 1. apríl 2019 21:45 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira
Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00
Telja Blönduvirkjun bjóða upp á frekari uppbyggingu í héraði Stækkun Blönduvirkjunar og betri flutningslínur þaðan skapa enn frekari tækifæri til uppbyggingar á Blönduósi, að mati ráðamanna í héraði. 1. apríl 2019 21:45