Neytendastofa leggur blátt bann við duldum Audi-auglýsingum Emmsjé Gauta og Heklu Birgir Olgeirsson skrifar 8. apríl 2019 16:02 Gauti bílinn til einkaafnota gegn því að auglýsa hann á samfélagsmiðlum. Vísir/Eyþór Neytendastofa hefur áminnt bílaumboðið Heklu og tónlistarmanninn Emmsjé Gauta vegna færslna sem tónlistarmaðurinn hefur birt á samfélagsmiðlum um Audi Q5-jeppa. Neytendastofa segir að ekki hafi komið fram með skýrum hætti að um auglýsingu sé að ræða og brotið hafi verið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Fari Hekla og Gauti ekki eftir banninu má búast við sektum. Hekla sagði í svari sínu til neytendastofu að Emmsjé Gauti, sem heitir Gauti Þeyr Másson, hafi ekki fengið peningagreiðslu fyrir heldur var gerður rekstrarleigusamningur við Gauta um afnot af bíl til einkanota. Þá var gerður samstarfssamningur milli aðilanna sem felur í sér myndbirtingar hans af bílnum með tilteknum myllumerkjum auk þess sem Gauta ber að koma fram á viðburðum tengdum Heklu. Neytendastofa segir að ekki hafi fengist nánari skýringar á fjölda viðburða eða frekari skýringar hvað í því felst. Neytendastofa lítur svo á að um endurgjald sé að ræða, verðmætin felist þannig í afnotum af bíl gegn því að koma vöru Heklu á framfæri við fylgjendur á samfélagsmiðli. Hekla tók fram í svari sínu að notast hafi verið við myllumerkið audi_island í góðri trú um að með því væri verið að auðgreina samstarf og fylgja leiðbeiningum Neytendastofu um auðþekkjanlegar auglýsingar.Neytendastofa óskaði eftir svörum frá Gauta en ekkert svar barst. Neytendastofa telur það ekki nóg, heldur þurfi að koma skýrt fram að um auglýsingu sé að ræða. Dugir ekki að notast við myllumerki vöru, þjónustu eða fyrirtækis eða hlekk á umrædda vöru eða fyrirtæki til að auðkenna auglýsingu. View this post on InstagramMassíft á @audi_island #audiq5 A post shared by Emmsjé Gauti (@emmsjegauti) on Sep 11, 2018 at 11:57am PDT Neytendur Samfélagsmiðlar Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
Neytendastofa hefur áminnt bílaumboðið Heklu og tónlistarmanninn Emmsjé Gauta vegna færslna sem tónlistarmaðurinn hefur birt á samfélagsmiðlum um Audi Q5-jeppa. Neytendastofa segir að ekki hafi komið fram með skýrum hætti að um auglýsingu sé að ræða og brotið hafi verið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Fari Hekla og Gauti ekki eftir banninu má búast við sektum. Hekla sagði í svari sínu til neytendastofu að Emmsjé Gauti, sem heitir Gauti Þeyr Másson, hafi ekki fengið peningagreiðslu fyrir heldur var gerður rekstrarleigusamningur við Gauta um afnot af bíl til einkanota. Þá var gerður samstarfssamningur milli aðilanna sem felur í sér myndbirtingar hans af bílnum með tilteknum myllumerkjum auk þess sem Gauta ber að koma fram á viðburðum tengdum Heklu. Neytendastofa segir að ekki hafi fengist nánari skýringar á fjölda viðburða eða frekari skýringar hvað í því felst. Neytendastofa lítur svo á að um endurgjald sé að ræða, verðmætin felist þannig í afnotum af bíl gegn því að koma vöru Heklu á framfæri við fylgjendur á samfélagsmiðli. Hekla tók fram í svari sínu að notast hafi verið við myllumerkið audi_island í góðri trú um að með því væri verið að auðgreina samstarf og fylgja leiðbeiningum Neytendastofu um auðþekkjanlegar auglýsingar.Neytendastofa óskaði eftir svörum frá Gauta en ekkert svar barst. Neytendastofa telur það ekki nóg, heldur þurfi að koma skýrt fram að um auglýsingu sé að ræða. Dugir ekki að notast við myllumerki vöru, þjónustu eða fyrirtækis eða hlekk á umrædda vöru eða fyrirtæki til að auðkenna auglýsingu. View this post on InstagramMassíft á @audi_island #audiq5 A post shared by Emmsjé Gauti (@emmsjegauti) on Sep 11, 2018 at 11:57am PDT
Neytendur Samfélagsmiðlar Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira