Mikill fjöldi flugmanna Icelandair í óvæntu vorfríi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2019 09:00 Ekkert liggur fyrir um hvenær Boeing 737 vélarnar verða teknar aftur í notkun. Vísir/Vilhelm Fjöldi flugmanna Icelandair hefur verið aðgerðarlaus síðan flugfélagið tók þá ákvörðun að kyrrsetja allar Being 737 MAX 8 flugvélar sínar þann 12. mars. Ekkert liggur fyrir um hvenær vélarnar verða teknar aftur í notkun. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að um 160 flugmenn hjá Icelandair séu þjálfaðir til að fljúga Boeing MAX vélum. Alls starfa 600 flugmenn hjá Icelandair.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.„Þar sem flugmenn okkar fljúga einungis einni vélartegund á hverjum tíma, þá eru þessir flugmenn ekki að fljúga sem stendur. Einhverjir þeirra eru þó í öðrum verkefnum hjá okkur og þeir sem hafa flogið Boeing 757 og 767 vélum hafa verið í þjálfun að undanförnu til að fljúga þeim vélum.“ Aðspurð um skýrari skiptingu flugmanna, hve margir séu á launum án þess að sinna nokkrum verkefnum þessa dagana, sagðist Ásdís ekki geta veitt nákvæmari upplýsingar. Samkvæmt heimildum Vísis er það þó svo að stærstur hluti flugmannanna er aðgerðarlaus, í óvæntu launuðu leyfi. Flugfélagið hefur reynt að bregðast við stöðunni. Meðal annars með því að láta sem umrædda flugmenn taka vetrarfríið sitt og svo snemmsumarfrí í maí.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/ArnarUm nokkuð flókna stöðu er að ræða hjá Icelandair. 757 og 767 flugvélarnar eru vel mannaðar svo ekki er mikill skortur á flugmönnum í þann hóp. Þá þurfa flugmenn á Boeing MAX vélarnar að vera klárir þegar flugvélarnar verða settar aftur í umferð. Icelandair pantaði á sínum tíma alls sextán flugvélar af gerðinni Boeing 737 MAX. Þær fyrstu voru teknar í notkun árið 2018 og voru fyrrnefndar þrjár komnar í notkun við kyrrsetninguna í mars. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hafði á orði nýtingu á vinnu flugmanna og flugþjóna í viðtali við Financial Times á dögunum. „Við erum að greiða flugmönnum okkar og flugþjónum góð laun en það er tækifæri til þess að fá meira ... út úr starfsfólkinu,“ sagði Bogi í viðtalinu sem lesa má hér. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Fjöldi flugmanna Icelandair hefur verið aðgerðarlaus síðan flugfélagið tók þá ákvörðun að kyrrsetja allar Being 737 MAX 8 flugvélar sínar þann 12. mars. Ekkert liggur fyrir um hvenær vélarnar verða teknar aftur í notkun. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að um 160 flugmenn hjá Icelandair séu þjálfaðir til að fljúga Boeing MAX vélum. Alls starfa 600 flugmenn hjá Icelandair.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.„Þar sem flugmenn okkar fljúga einungis einni vélartegund á hverjum tíma, þá eru þessir flugmenn ekki að fljúga sem stendur. Einhverjir þeirra eru þó í öðrum verkefnum hjá okkur og þeir sem hafa flogið Boeing 757 og 767 vélum hafa verið í þjálfun að undanförnu til að fljúga þeim vélum.“ Aðspurð um skýrari skiptingu flugmanna, hve margir séu á launum án þess að sinna nokkrum verkefnum þessa dagana, sagðist Ásdís ekki geta veitt nákvæmari upplýsingar. Samkvæmt heimildum Vísis er það þó svo að stærstur hluti flugmannanna er aðgerðarlaus, í óvæntu launuðu leyfi. Flugfélagið hefur reynt að bregðast við stöðunni. Meðal annars með því að láta sem umrædda flugmenn taka vetrarfríið sitt og svo snemmsumarfrí í maí.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/ArnarUm nokkuð flókna stöðu er að ræða hjá Icelandair. 757 og 767 flugvélarnar eru vel mannaðar svo ekki er mikill skortur á flugmönnum í þann hóp. Þá þurfa flugmenn á Boeing MAX vélarnar að vera klárir þegar flugvélarnar verða settar aftur í umferð. Icelandair pantaði á sínum tíma alls sextán flugvélar af gerðinni Boeing 737 MAX. Þær fyrstu voru teknar í notkun árið 2018 og voru fyrrnefndar þrjár komnar í notkun við kyrrsetninguna í mars. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hafði á orði nýtingu á vinnu flugmanna og flugþjóna í viðtali við Financial Times á dögunum. „Við erum að greiða flugmönnum okkar og flugþjónum góð laun en það er tækifæri til þess að fá meira ... út úr starfsfólkinu,“ sagði Bogi í viðtalinu sem lesa má hér.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira