Akureyri féll úr Olís-deild karla í handbolta í lokaumferðinni á laugardaginn. Akureyri tapaði fyrir ÍR, 29-35, á meðan Fram vann ÍBV, 33-28.
Akureyri skipti um mann í brúnni um áramótin. Sverre Jakobsson, sem stýrði Akureyringum upp úr Grill 66 deildinni á síðasta tímabili, var látinn fara og við tók Geir Sveinsson, fyrrverandi þjálfara karlalandsliðs Íslands.
Þessi tilraun heppnaðist ekki og Akureyri náði aðeins í fjögur stig undir stjórn Geirs.
„Pælið í skiptunum; að henda Sverre út, sem var búinn að safna átta stigum í 13 umferðum, og fá Geir Sveinsson inn. Fyrrverandi landsliðsþjálfari, búinn að vera með Magdeburg og í Austurríki og með flotta ferilskrá. Hann nær ekki nema fjórum stigum. Það er rosalega dapurt,“ sagði Logi Geirsson í Seinni bylgjunni í gær.
Sérfræðingar þáttarins voru alltaf efins um þessa ákvörðun hæstráðenda Akureyrar.
„Oftast hafa svona þjálfaraskipti jákvæð áhrif. En þarna höfðu þau þveröfug áhrif. Sverre náði meiru út úr þessum strákum en Geir,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson.
„Þeir féllu með þessari ákvörðun,“ sagði Logi um ákvörðun forráðamanna Akureyrar.
Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Seinni bylgjan: Akureyri féll með ákvörðuninni
Tengdar fréttir

Guðmundur: Erum með alltof gott lið til að falla
Þjálfari Fram var stoltur í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 33-28 | Fram tryggði sæti sitt í deildinni með sigri á ÍBV í dramatískum leik
Fram vann fimm marka sigur á ÍBV í kvöld og tryggði þar með sæti sitt í deildinni. Tvö rauð spjöld fóru á loft í þessum hörkuleik

Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - ÍR 29-35 | Akureyringar fallnir
Akureyri leikur í Grill 66-deildinni á næstu leiktíð.

Geir: Létum þá gjörsamlega valta yfir okkur
Geir Sveinssyni tókst ekki að bjarga Akureyri frá falli.