Lemstraðir Lengjubikarmeistarar: Mikil meiðsli hjá KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. apríl 2019 12:00 Rúnar er á leið inn í sitt annað tímabil eftir að hann tók aftur við KR. vísir/bára KR setti punktinn aftan við gott undirbúningstímabil með sigri á ÍA, 2-1, í úrslitaleik Lengjubikars karla í gær. Pablo Punyed kom KR-ingum yfir á 23. mínútu en Bjarki Steinn Bjarkason jafnaði fyrir Skagamenn tveimur mínútum síðar. Björgvin Stefánsson skoraði svo sigurmark KR á 55. mínútu. Þetta er í áttunda sinn sem KR vinnur deildabikarinn. KR-ingarnir Tobias Thomsen og Pálmi Rafn Pálmason fóru meiddir af velli í gær. Það eru ekki einu meiðslin sem herja á leikmannahóp KR. „Tobias fékk tak aftan í lærið. Ég veit ekki hvort þetta var tognun eða bara stífleiki. Það kemur í ljós í dag,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi í dag. „Pálmi fékk högg á hálsinn og hnakkann og var skynsamur og fór út af. Hann var líka stífur í kálfanum,“ bætti Rúnar við.Skúli að jafna sig á höfuðmeiðslum Skúli Jón Friðgeirsson fékk heilahristing eftir samstuð við Arnór Svein Aðalsteinsson á æfingu KR á dögunum. „Skúli hefur ekki æft í 9-10 daga. Við förum varlega með hann og fylgjum öllum stöðlum varðandi höfuðhögg,“ sagði Rúnar og bætti við að Arnór Sveinn hefði einnig orðið fyrir hnjaski og væri slæmur í rifbeinunum. Kristinn Jónsson er að jafna sig eftir hnémeiðsli og er nýbyrjaður að taka þátt í æfingum, þó ekki leikjum á æfingum. Rúnar segir að það sé vika þar til Kristinn geti farið á fullt. Þá meiddist Kennie Chopart í æfingaleik gegn Breiðabliki á dögunum. Hann var ekki með í leiknum gegn ÍA. „Hann fékk tak í bakið gegn Blikum. Hann er með undirliggjandi brjósklosmeiðsli. Hann er rétt byrjaður að hjóla,“ sagði Rúnar. Hann vonast til að Kennie geti byrjað að æfa eftir rúma viku.Skiptir ekki máli hvað öðrum finnstEftir leikinn í gær gagnrýndi Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, spilamennsku KR. Hann sagði KR-inga hafa verið hrædda við sína menn og spilað stórkarlalegan fótbolta. „Ég hef enga skoðun á þessu. Hann hefur fullan rétt á sinni skoðun. Menn sjá leikinn á mismunandi hátt,“ sagði Rúnar um ummæli kollega síns hjá ÍA. „Við fengum góðan leik á móti góðu Skagaliði. Hvernig við unnum skiptir ekki máli og hvað öðrum finnst skiptir mig ekki máli,“ sagði Rúnar. KR sækir Stjörnuna heim í 1. umferð Pepsi Max deildarinnar 27. apríl. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Björgvin tryggði KR Lengjubikarinn KR er Lengjubikarmeistari karla 2019. 7. apríl 2019 21:43 Jóhannes Karl: Hljótum að vera að gera eitthvað rétt fyrst KR reyndi ekki að spila fótbolta Þjálfari ÍA var ekki hrifinn af spilamennsku KR í úrslitaleik Lengjubikarsins. 7. apríl 2019 22:07 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Sjá meira
KR setti punktinn aftan við gott undirbúningstímabil með sigri á ÍA, 2-1, í úrslitaleik Lengjubikars karla í gær. Pablo Punyed kom KR-ingum yfir á 23. mínútu en Bjarki Steinn Bjarkason jafnaði fyrir Skagamenn tveimur mínútum síðar. Björgvin Stefánsson skoraði svo sigurmark KR á 55. mínútu. Þetta er í áttunda sinn sem KR vinnur deildabikarinn. KR-ingarnir Tobias Thomsen og Pálmi Rafn Pálmason fóru meiddir af velli í gær. Það eru ekki einu meiðslin sem herja á leikmannahóp KR. „Tobias fékk tak aftan í lærið. Ég veit ekki hvort þetta var tognun eða bara stífleiki. Það kemur í ljós í dag,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi í dag. „Pálmi fékk högg á hálsinn og hnakkann og var skynsamur og fór út af. Hann var líka stífur í kálfanum,“ bætti Rúnar við.Skúli að jafna sig á höfuðmeiðslum Skúli Jón Friðgeirsson fékk heilahristing eftir samstuð við Arnór Svein Aðalsteinsson á æfingu KR á dögunum. „Skúli hefur ekki æft í 9-10 daga. Við förum varlega með hann og fylgjum öllum stöðlum varðandi höfuðhögg,“ sagði Rúnar og bætti við að Arnór Sveinn hefði einnig orðið fyrir hnjaski og væri slæmur í rifbeinunum. Kristinn Jónsson er að jafna sig eftir hnémeiðsli og er nýbyrjaður að taka þátt í æfingum, þó ekki leikjum á æfingum. Rúnar segir að það sé vika þar til Kristinn geti farið á fullt. Þá meiddist Kennie Chopart í æfingaleik gegn Breiðabliki á dögunum. Hann var ekki með í leiknum gegn ÍA. „Hann fékk tak í bakið gegn Blikum. Hann er með undirliggjandi brjósklosmeiðsli. Hann er rétt byrjaður að hjóla,“ sagði Rúnar. Hann vonast til að Kennie geti byrjað að æfa eftir rúma viku.Skiptir ekki máli hvað öðrum finnstEftir leikinn í gær gagnrýndi Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, spilamennsku KR. Hann sagði KR-inga hafa verið hrædda við sína menn og spilað stórkarlalegan fótbolta. „Ég hef enga skoðun á þessu. Hann hefur fullan rétt á sinni skoðun. Menn sjá leikinn á mismunandi hátt,“ sagði Rúnar um ummæli kollega síns hjá ÍA. „Við fengum góðan leik á móti góðu Skagaliði. Hvernig við unnum skiptir ekki máli og hvað öðrum finnst skiptir mig ekki máli,“ sagði Rúnar. KR sækir Stjörnuna heim í 1. umferð Pepsi Max deildarinnar 27. apríl.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Björgvin tryggði KR Lengjubikarinn KR er Lengjubikarmeistari karla 2019. 7. apríl 2019 21:43 Jóhannes Karl: Hljótum að vera að gera eitthvað rétt fyrst KR reyndi ekki að spila fótbolta Þjálfari ÍA var ekki hrifinn af spilamennsku KR í úrslitaleik Lengjubikarsins. 7. apríl 2019 22:07 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Sjá meira
Jóhannes Karl: Hljótum að vera að gera eitthvað rétt fyrst KR reyndi ekki að spila fótbolta Þjálfari ÍA var ekki hrifinn af spilamennsku KR í úrslitaleik Lengjubikarsins. 7. apríl 2019 22:07