Þriggja vasaklúta þáttur um Katrínu Tönju: „Hún gerði þetta“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. apríl 2019 14:45 Amma Katrínar Tönju var hennar helsti stuðningsmaður. Crossfit-drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir var gestur í öðrum þætti af Atvinnumönnunum okkar á Stöð 2 í gærkvöldi. Í þáttunum eltir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal íslenskt afreksfólk sem hefur gert góða hluti á sínu sviði. Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana í Crossfit í tvígang og er hún ein allra stærsta stjarnan í Crossfit í heiminum. Þátturinn í gær vakti heldur betur mikla athygli og voru nokkrar gæsahúðasögur í þættinum. Ein slík kom undir lok þáttarins og tengdist hún sigri Katrínar Tönju á heimsleikunum árið 2016. Fyrir leikana hafði amma hennar fallið skyndilega frá, en hún var helsti stuðningsmaður Katrínar og hennar allra besti vinur. „2016 sigurinn hefur svo mikið meiri þýðingu fyrir mig,“ segir Katrín Tanja. „Mér fannst eins og margir væru að tala um að sigurinn árið 2015 hafi verið smá heppni og ég vildi svo mikið sanna fyrir öllum að ég ætti þetta skilið. Svo mjög skyndilega árið 2016 deyr amma og hún var besta vinkonan mín í lífinu og alltaf verið stærsti stuðningsmaðurinn minn og við höfum alltaf verið ótrúlega nánar.“ Katrín segir að fráfall hennar hafi verið mjög mikið áfall. „Ég dílaði aldrei almennilega við þetta og bara dembdi mér í æfingar og ákvað að gera allt fyrir hana. Það var svo oft á þessum leikum sem ég skil ekki hvernig ég gerði hlutina sem ég gerði. En þegar ég hugsa til baka þá fatta ég að hún gerði þetta.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum og þar fyrir neðan má sjá færslur á Twitter um þáttinn..@Auddib takk fyrir þessa geggjuðu þætti.! Væri til í að þeir væri lámark 90 mín Halldór var mjög flottur en @katrintanja var frábær #AtvinnumennirnirOkkar — Hlynur Geir Hjartarson (@HlynurGeir) April 7, 2019Geggjað stöff @Auddib#AtvinnumennirnirOkkarhttps://t.co/NjX7uVMSUn — Hallgrímur ólafsson (@hallgrimurolafs) April 7, 2019#AtvinnumennirnirOkkar er svo geggjað TV. Þetta var ég í miðjum þætti í kvöld pic.twitter.com/EbJHDuYhou — Daníel (@danieltrausta) April 7, 2019Geggjaðir þættir og nú þarf að bíða í viku #AtvinnumennirnirOkkar@Auddib — Sigmundur (@Simmisporttv) April 7, 2019Frábærir þættir hjá þér @Auddib Geggjað að fá innsýn í líf @katrintanja sem ég hef fylgst með frá upphafi ferils síns, gaman að rifja þetta allt saman upp með tár í augunum af stolti Algjörlega frábær fyrirmynd #AtvinnumennirnirOkkar — Harpa Melsteð (@harpamel) April 7, 2019Þessir þættir maður Geggjaður þáttur hjá @Auddib um hana @katrintanja. Þvílíkur íþróttamaður. Fyrirmynd fyrir valkyrjur landsins #AtvinnumennirnirOkkar — Maggi Peran (@maggiperan) April 7, 2019Ohhh Katrín Tanja er svo mögnuð - geggjaður þáttur — Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) April 7, 2019Þriðja serían af Atvinnumönnunum okkar er geggjuð so far. Katrín Tanja ein nettasta kona landsins, þvílík fyrirmynd — Sura Þína (@ThuraStina) April 7, 2019Er að tengja svo hart við alla Tólfugaurana sem segja hetjusögur af sér að hafa unnið Gylfa Sig í 5. flokki. Ég nefnilega vann @katrintanja örsjaldan í boltaíþróttum í Verzló. Shit hvað hún er sturluð íþróttakona! — Guðrún Ingadóttir (@gudruningad) April 7, 2019 Atvinnumennirnir okkar Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Sjá meira
Crossfit-drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir var gestur í öðrum þætti af Atvinnumönnunum okkar á Stöð 2 í gærkvöldi. Í þáttunum eltir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal íslenskt afreksfólk sem hefur gert góða hluti á sínu sviði. Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana í Crossfit í tvígang og er hún ein allra stærsta stjarnan í Crossfit í heiminum. Þátturinn í gær vakti heldur betur mikla athygli og voru nokkrar gæsahúðasögur í þættinum. Ein slík kom undir lok þáttarins og tengdist hún sigri Katrínar Tönju á heimsleikunum árið 2016. Fyrir leikana hafði amma hennar fallið skyndilega frá, en hún var helsti stuðningsmaður Katrínar og hennar allra besti vinur. „2016 sigurinn hefur svo mikið meiri þýðingu fyrir mig,“ segir Katrín Tanja. „Mér fannst eins og margir væru að tala um að sigurinn árið 2015 hafi verið smá heppni og ég vildi svo mikið sanna fyrir öllum að ég ætti þetta skilið. Svo mjög skyndilega árið 2016 deyr amma og hún var besta vinkonan mín í lífinu og alltaf verið stærsti stuðningsmaðurinn minn og við höfum alltaf verið ótrúlega nánar.“ Katrín segir að fráfall hennar hafi verið mjög mikið áfall. „Ég dílaði aldrei almennilega við þetta og bara dembdi mér í æfingar og ákvað að gera allt fyrir hana. Það var svo oft á þessum leikum sem ég skil ekki hvernig ég gerði hlutina sem ég gerði. En þegar ég hugsa til baka þá fatta ég að hún gerði þetta.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum og þar fyrir neðan má sjá færslur á Twitter um þáttinn..@Auddib takk fyrir þessa geggjuðu þætti.! Væri til í að þeir væri lámark 90 mín Halldór var mjög flottur en @katrintanja var frábær #AtvinnumennirnirOkkar — Hlynur Geir Hjartarson (@HlynurGeir) April 7, 2019Geggjað stöff @Auddib#AtvinnumennirnirOkkarhttps://t.co/NjX7uVMSUn — Hallgrímur ólafsson (@hallgrimurolafs) April 7, 2019#AtvinnumennirnirOkkar er svo geggjað TV. Þetta var ég í miðjum þætti í kvöld pic.twitter.com/EbJHDuYhou — Daníel (@danieltrausta) April 7, 2019Geggjaðir þættir og nú þarf að bíða í viku #AtvinnumennirnirOkkar@Auddib — Sigmundur (@Simmisporttv) April 7, 2019Frábærir þættir hjá þér @Auddib Geggjað að fá innsýn í líf @katrintanja sem ég hef fylgst með frá upphafi ferils síns, gaman að rifja þetta allt saman upp með tár í augunum af stolti Algjörlega frábær fyrirmynd #AtvinnumennirnirOkkar — Harpa Melsteð (@harpamel) April 7, 2019Þessir þættir maður Geggjaður þáttur hjá @Auddib um hana @katrintanja. Þvílíkur íþróttamaður. Fyrirmynd fyrir valkyrjur landsins #AtvinnumennirnirOkkar — Maggi Peran (@maggiperan) April 7, 2019Ohhh Katrín Tanja er svo mögnuð - geggjaður þáttur — Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) April 7, 2019Þriðja serían af Atvinnumönnunum okkar er geggjuð so far. Katrín Tanja ein nettasta kona landsins, þvílík fyrirmynd — Sura Þína (@ThuraStina) April 7, 2019Er að tengja svo hart við alla Tólfugaurana sem segja hetjusögur af sér að hafa unnið Gylfa Sig í 5. flokki. Ég nefnilega vann @katrintanja örsjaldan í boltaíþróttum í Verzló. Shit hvað hún er sturluð íþróttakona! — Guðrún Ingadóttir (@gudruningad) April 7, 2019
Atvinnumennirnir okkar Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Sjá meira