Landsréttur in memoriam? Haukur Logi Karlsson skrifar 3. apríl 2019 00:01 Í máli Ingibjargar Þorsteinsdóttur héraðsdómara á ágætum fundi Lagastofnunar 20. mars sl., um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í svokölluðu Landsréttarmáli, kom fram mikilvægt sjónarmið; þ.e. að viðbrögðin við umræddum dómi verði að miða að því að styrkja traust almennings á dómskerfinu. Á fundinum komu ekki fram hugmyndir um hvernig það yrði best gert. Í máli sumra hefur komið fram að rétt sé að túlka dóminn sem þrengst og að gera sem minnst til að bregðast við honum. Það tel ég misráðið með hliðsjón af því leiðarljósi að styrkja traust almennings á dómskerfinu. Upphaflega skipunarferlið rýrði traust almennings á Landsrétti. Allt sem á eftir hefur gerst staðfestir og styrkir þá tilfinningu sem margir höfðu fyrir því hvernig málum var háttað í upphafi. Ekki var einungis um hefðbundna íslenska frænd- og vinahygli að ræða, sem í öðrum löndum kallast spilling, heldur var framkvæmdin á henni með slíku sleifarlagi að varðaði bæði við landslög og alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar íslenska ríkisins. Þar sem rót vandans liggur í upphaflegu skipuninni, sem allir eru fyrir löngu hættir að mæla bót, liggur beint við hvað þarf að gera til að endurheimta það traust sem dómstóllinn þarf að njóta. Endurtaka þarf skipunina; ekki bara að nafninu til með því að staðfesta upp á nýtt orðinn hlut, heldur með því að auglýsa á ný eftir 15 hæfum dómurum, leggja faglegt mat á hæfni þeirra og skipa nýjan dóm eftir kúnstarinnar reglum. Tæknilega útfærslan á þessu gæti verið með ýmsum hætti. Ein leið væri að leggja núverandi Landsrétt niður með lögum í byrjun sumars og stofna nýjan áfrýjunarrétt (með nýju nafni) sem tæki til starfa með haustinu. Þar með væri vandi Landsréttar afmarkaður í fortíðinni og nýr flekklaus dómstóll tæki við hlutverki hans til framtíðar. Þessi tilhögun gæfi einnig möguleika á setningu þarfs lagaákvæðis um sem jafnasta tölu dómara af hvoru kyni og mögulega öðrum lagfæringum á skipunarferli dómara eftir því sem þurfa þykir. Einhverjum kann að þykja þetta róttækt, en þegar betur er að gáð þá er líklega ódýrast og skynsamlegast að nálgast núverandi Landsrétt í samræmi við hugtak hagfræðinnar um sokkinn kostnað. Lagatæknilegar reddingar geta mögulega gert Landsrétt starfhæfan á ný. Bjargað löskuðu egói nokkurra stjórnmálamanna og störfum nokkurra lögfræðinga. Slík vinnubrögð munu hins vegar kosta dómsmál og ágreining næstu árin sem viðhalda mun vantrausti á dómstólnum almenningi til tjóns. Hvernig sem á það er litið þá hefur þegar orðið tjón. Spurningin er bara hvort við skiljum með afgerandi hætti á milli þess og trúverðugleika dómskerfisins til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í máli Ingibjargar Þorsteinsdóttur héraðsdómara á ágætum fundi Lagastofnunar 20. mars sl., um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í svokölluðu Landsréttarmáli, kom fram mikilvægt sjónarmið; þ.e. að viðbrögðin við umræddum dómi verði að miða að því að styrkja traust almennings á dómskerfinu. Á fundinum komu ekki fram hugmyndir um hvernig það yrði best gert. Í máli sumra hefur komið fram að rétt sé að túlka dóminn sem þrengst og að gera sem minnst til að bregðast við honum. Það tel ég misráðið með hliðsjón af því leiðarljósi að styrkja traust almennings á dómskerfinu. Upphaflega skipunarferlið rýrði traust almennings á Landsrétti. Allt sem á eftir hefur gerst staðfestir og styrkir þá tilfinningu sem margir höfðu fyrir því hvernig málum var háttað í upphafi. Ekki var einungis um hefðbundna íslenska frænd- og vinahygli að ræða, sem í öðrum löndum kallast spilling, heldur var framkvæmdin á henni með slíku sleifarlagi að varðaði bæði við landslög og alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar íslenska ríkisins. Þar sem rót vandans liggur í upphaflegu skipuninni, sem allir eru fyrir löngu hættir að mæla bót, liggur beint við hvað þarf að gera til að endurheimta það traust sem dómstóllinn þarf að njóta. Endurtaka þarf skipunina; ekki bara að nafninu til með því að staðfesta upp á nýtt orðinn hlut, heldur með því að auglýsa á ný eftir 15 hæfum dómurum, leggja faglegt mat á hæfni þeirra og skipa nýjan dóm eftir kúnstarinnar reglum. Tæknilega útfærslan á þessu gæti verið með ýmsum hætti. Ein leið væri að leggja núverandi Landsrétt niður með lögum í byrjun sumars og stofna nýjan áfrýjunarrétt (með nýju nafni) sem tæki til starfa með haustinu. Þar með væri vandi Landsréttar afmarkaður í fortíðinni og nýr flekklaus dómstóll tæki við hlutverki hans til framtíðar. Þessi tilhögun gæfi einnig möguleika á setningu þarfs lagaákvæðis um sem jafnasta tölu dómara af hvoru kyni og mögulega öðrum lagfæringum á skipunarferli dómara eftir því sem þurfa þykir. Einhverjum kann að þykja þetta róttækt, en þegar betur er að gáð þá er líklega ódýrast og skynsamlegast að nálgast núverandi Landsrétt í samræmi við hugtak hagfræðinnar um sokkinn kostnað. Lagatæknilegar reddingar geta mögulega gert Landsrétt starfhæfan á ný. Bjargað löskuðu egói nokkurra stjórnmálamanna og störfum nokkurra lögfræðinga. Slík vinnubrögð munu hins vegar kosta dómsmál og ágreining næstu árin sem viðhalda mun vantrausti á dómstólnum almenningi til tjóns. Hvernig sem á það er litið þá hefur þegar orðið tjón. Spurningin er bara hvort við skiljum með afgerandi hætti á milli þess og trúverðugleika dómskerfisins til framtíðar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun