Kensington-höll greindi frá þessu í tilkynningu. Vilhjálmur, sem áður hefur gegnt herþjónustu, er þjálfaður þyrluflugmaður og hefur flogið með herlið og sem sjúkraflugmaður.
Vilhjálmur sótti heim innanríkisleyniþjónustuna MI5, utanríkisleyniþjónustuna MI6 og hlerunarþjónustu ríkisstjórnarinnar GCHQ. Veru prinsins hjá stofnununum lauk í gær, laugardag.
Vilhjálmur sagði reynsluna auðmýkjandi í yfirlýsingu, vegna þess að skrýtið hafi verið að starfa með hversdagslegu fólki sem megi ekki segja fjölskyldu og vinum frá því sem þau starfa við og öllu því álagi sem því fylgir.