Ítalir hrífa íslenska Eurovision aðdáendur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. apríl 2019 09:42 FÁSES, hinn viðurkenndi íslenski aðdáendaklúbbur Eurovision-keppninnar, virðist yfir sig hrifinn af framlagi Ítalíu því klúbburinn gefur laginu tólf stig eða hæstu einkunn. Eurovision fer að þessu sinni fram í Tel Aviv í Ísrael í maí. FÁSES, hinn viðurkenndi íslenski aðdáendaklúbbur Eurovision-keppninnar, virðist yfir sig hrifinn af framlagi Ítalíu því klúbburinn gefur laginu tólf stig eða hæstu einkunn. Eurovision fer að þessu sinni fram í Tel Aviv í Ísrael í maí. Söngvarinn Mahmood flytur lagið Soldi, eða Peningar eins og það heitir á íslensku, fyrir hönd Ítalíu en hann syngur lagið á ítölsku. Inntak lagsins fjallar þó ekki um dásömun peninga. Þvert á móti fjallar lagið um hvernig peningar geta spillt fólki og byrgt því sýn. Hinn 27 ára gamli Mahmood samdi textann sjálfur sem er sjálfsævisögulegur. Textinn fjallar um uppvaxtarár hans og föðurleysið. Mahmood fæddist í Mílanó en faðir hans, sem er frá Egyptalandi, yfirgaf fjölskylduna þegar Mahmood var aðeins sex ára. Sjálfur ólst Mahood upp hjá einstæðri móður frá Sardiníu. Hann segist alltaf hafa skort föðurímynd og þannig hafi hann með ýmsum ráðum reynt að fylla upp í tómarúm föðursins. Hefð er fyrir því að aðdáendaklúbbar allra landa sem hafa aðild að OGAE, alþjóðlegum samtökum um Eurovision, skili af sér niðurstöðum atkvæðagreiðslna um uppröðun laganna sem taka þátt í keppninni eftir styrkleika skömmu fyrir keppnina sjálfa. Veðbankar hafa lengi spáð Soldi góðu gengi og talið er að sigurinn falli annað hvort til Ítalíu eða Hollands. FÁSES setur ítalska framlagið í fyrsta sætið en fast á hæla fylgir framlag Hollands sem fær tíu stig hjá klúbbnum. Átta stig fara þá til Sviss, sjö til Kýpur, sex til frænda okkar í Svíþjóð og fimm stig til Noregs. Áhugamannaklúbburinn gefur framlagi Spánar fjögur stig, þrjú fara til Grikklands, tvö til Rússlands og San Marínó fær að lokum eitt stig. Eurovision Ítalía Tónlist Tengdar fréttir Ítalskir ráðamenn gagnrýna framlag landsins til Eurovision Ekki eru allir Ítalir á eitt sáttir með hvernig framlagið er valið. 11. febrúar 2019 20:43 Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin Sjá meira
FÁSES, hinn viðurkenndi íslenski aðdáendaklúbbur Eurovision-keppninnar, virðist yfir sig hrifinn af framlagi Ítalíu því klúbburinn gefur laginu tólf stig eða hæstu einkunn. Eurovision fer að þessu sinni fram í Tel Aviv í Ísrael í maí. Söngvarinn Mahmood flytur lagið Soldi, eða Peningar eins og það heitir á íslensku, fyrir hönd Ítalíu en hann syngur lagið á ítölsku. Inntak lagsins fjallar þó ekki um dásömun peninga. Þvert á móti fjallar lagið um hvernig peningar geta spillt fólki og byrgt því sýn. Hinn 27 ára gamli Mahmood samdi textann sjálfur sem er sjálfsævisögulegur. Textinn fjallar um uppvaxtarár hans og föðurleysið. Mahmood fæddist í Mílanó en faðir hans, sem er frá Egyptalandi, yfirgaf fjölskylduna þegar Mahmood var aðeins sex ára. Sjálfur ólst Mahood upp hjá einstæðri móður frá Sardiníu. Hann segist alltaf hafa skort föðurímynd og þannig hafi hann með ýmsum ráðum reynt að fylla upp í tómarúm föðursins. Hefð er fyrir því að aðdáendaklúbbar allra landa sem hafa aðild að OGAE, alþjóðlegum samtökum um Eurovision, skili af sér niðurstöðum atkvæðagreiðslna um uppröðun laganna sem taka þátt í keppninni eftir styrkleika skömmu fyrir keppnina sjálfa. Veðbankar hafa lengi spáð Soldi góðu gengi og talið er að sigurinn falli annað hvort til Ítalíu eða Hollands. FÁSES setur ítalska framlagið í fyrsta sætið en fast á hæla fylgir framlag Hollands sem fær tíu stig hjá klúbbnum. Átta stig fara þá til Sviss, sjö til Kýpur, sex til frænda okkar í Svíþjóð og fimm stig til Noregs. Áhugamannaklúbburinn gefur framlagi Spánar fjögur stig, þrjú fara til Grikklands, tvö til Rússlands og San Marínó fær að lokum eitt stig.
Eurovision Ítalía Tónlist Tengdar fréttir Ítalskir ráðamenn gagnrýna framlag landsins til Eurovision Ekki eru allir Ítalir á eitt sáttir með hvernig framlagið er valið. 11. febrúar 2019 20:43 Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin Sjá meira
Ítalskir ráðamenn gagnrýna framlag landsins til Eurovision Ekki eru allir Ítalir á eitt sáttir með hvernig framlagið er valið. 11. febrúar 2019 20:43