Síðasta umferðin í Olís-deild karla fór fram í kvöld og nú er orðið ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppnini.
Deildarmeistarar Hauka mæta Stjörnunni sem endaði í áttunda sætinu eftir afhroð á heimavelli í kvöld en Selfoss endar í öðru sætinu og mætir ÍR.
Valur mætir Aftureldingu og Íslandsmeistarar ÍBV mæta FH en FH-ingar eru með heimavallarréttinn. Lokaniðurstöðuna í deildinni má sjá hér að neðan en úrslitakeppnin hefst 20. apríl.
Lokaniðurstaðan í deildinni:
1. Haukar 34 stig
2. Selfoss 34 stig
3. Valur 33 stig
4. FH 27 stig
5. ÍBV 24 stig
6. Afturelding 23 stig
7. ÍR 19 stig
8. Stjarnan 18 stig
9. KA 17 stig
10. Fram 15 stig
11. Akureyri 12 stig
12. Grótta 8 stig
Úrslitakeppnin:
Haukar - Stjarnan
Selfoss - ÍR
Valur - Afturelding
FH - ÍBV
Þessi lið mætast í úrslitakeppninni í Olís-deild karla
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


„Manchester er heima“
Enski boltinn

„Verð aldrei trúður“
Fótbolti


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn





De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn