Jón Arnór: Erum besta varnarlið landsins og verðum meistarar á því Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. apríl 2019 12:00 Jón Arnór var léttur eftir sigurinn í gærkvöld s2 sport KR verður Íslandsmeistari í körfubota í vor því Vesturbæingar eru besta varnarlið landsins. Þetta sagði Jón Arnór Stefánsson eftir sigur KR á Þór Þorlákshöfn í gærkvöld. Jón Arnór skoraði 14 stig í 99-91 sigri KR á Þór í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaviðureign þeirra í Domino's deild karla. „Mér finnst ég vera helvíti góður eftir þetta. Ég var frekar súr í Keflavíkurseríunni en ég er að koma til baka núna,“ sagði Jón Arnór eftir leikinn en hann settist í settið hjá sérfræðingunum í Domino's Körfuboltakvöldi. Þórsarar lentu mest 18 stigum undir í öðrum leikhluta en þeir komu til baka og var leikurinn mjög spennandi í seinni hálfleik. „Við vitum hvað þeir geta. Þetta var orðið helvíti þægilegt þarna um tíma, ég bjóst við þeim agressívari en maður var alltaf tilbúinn fyrir það að þeir kæmu til baka.“ Michele di Nunno var frábær fyrir KR og setti 26 stig, þar af 18 úr þriggja stiga skotum. Di Nunno átti nokkuð erfitt uppdráttar með KR fyrst þegar hann kom til landsins en hefur farið á kostum undan farið.Jón Arnór Stefánsson kann að vinna körfuboltaleikivísir/bára„Það má ekki gleyma því að hann lendir í meiðslum og svo var hann ekkert búinn að spila áður en hann kemur til landsins. Ég var farinn að stórlega efast um daginn, ég ætla bara að vera alveg hreinskilinn með það,“ sagði Jón. „En hann er heldur betur búinn að sanna það fyrir sjálfum sér og okkur að hann er hörku leikmaður og hefur komið okkur langt í þessari keppni.“ „Hann getur dregið eitthvað úr hattinum og það er rosalega mikilvægt.“ KR er fimmfaldur Íslandsmeistari og bætist sjötti titillinn í röð í vor ef marka má orð Jóns. Vörn KR-inga hefði mátt vera betri í leiknum í gærkvöld en þeir munu bæta úr því í næsta leik. „Ég veit að við erum besta varnarliðið á landinu þegar við erum allir fókuseraðir og á tánum, það er engin spurning, og við munum vinna þennan titil á því.“ „Við erum að smella á hárréttum tíma og við erum með þessi vopn, ég á eftir að komast í betri gír, Julian var ekki góður í kvöld, þannig að við eigum mikið inni ennþá.“ „Þess vegna er gott að fá þessa spennuleiki, þetta er góð æfing fyrir okkur,“ sagði Jón en var svo fljótur að bæta við að hann hafi þó ekki verið að vanvirða Þór með þessum orðum. Allt viðtalið við Jón Arnór má sjá hér að neðan.Klippa: Jón Arnór: Vinnum titilinn á varnarleiknum Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umföllun og viðtöl: KR 99 - 91 Þór Þ. | Hefðin sigraði karakterinn KR sigraði Þór Þ. í mögnuðum körfuboltaleik í kvöld með 99 stigum gegn 91. Næsti leikur fer fram á þriðjudaginn. 5. apríl 2019 22:15 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
KR verður Íslandsmeistari í körfubota í vor því Vesturbæingar eru besta varnarlið landsins. Þetta sagði Jón Arnór Stefánsson eftir sigur KR á Þór Þorlákshöfn í gærkvöld. Jón Arnór skoraði 14 stig í 99-91 sigri KR á Þór í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaviðureign þeirra í Domino's deild karla. „Mér finnst ég vera helvíti góður eftir þetta. Ég var frekar súr í Keflavíkurseríunni en ég er að koma til baka núna,“ sagði Jón Arnór eftir leikinn en hann settist í settið hjá sérfræðingunum í Domino's Körfuboltakvöldi. Þórsarar lentu mest 18 stigum undir í öðrum leikhluta en þeir komu til baka og var leikurinn mjög spennandi í seinni hálfleik. „Við vitum hvað þeir geta. Þetta var orðið helvíti þægilegt þarna um tíma, ég bjóst við þeim agressívari en maður var alltaf tilbúinn fyrir það að þeir kæmu til baka.“ Michele di Nunno var frábær fyrir KR og setti 26 stig, þar af 18 úr þriggja stiga skotum. Di Nunno átti nokkuð erfitt uppdráttar með KR fyrst þegar hann kom til landsins en hefur farið á kostum undan farið.Jón Arnór Stefánsson kann að vinna körfuboltaleikivísir/bára„Það má ekki gleyma því að hann lendir í meiðslum og svo var hann ekkert búinn að spila áður en hann kemur til landsins. Ég var farinn að stórlega efast um daginn, ég ætla bara að vera alveg hreinskilinn með það,“ sagði Jón. „En hann er heldur betur búinn að sanna það fyrir sjálfum sér og okkur að hann er hörku leikmaður og hefur komið okkur langt í þessari keppni.“ „Hann getur dregið eitthvað úr hattinum og það er rosalega mikilvægt.“ KR er fimmfaldur Íslandsmeistari og bætist sjötti titillinn í röð í vor ef marka má orð Jóns. Vörn KR-inga hefði mátt vera betri í leiknum í gærkvöld en þeir munu bæta úr því í næsta leik. „Ég veit að við erum besta varnarliðið á landinu þegar við erum allir fókuseraðir og á tánum, það er engin spurning, og við munum vinna þennan titil á því.“ „Við erum að smella á hárréttum tíma og við erum með þessi vopn, ég á eftir að komast í betri gír, Julian var ekki góður í kvöld, þannig að við eigum mikið inni ennþá.“ „Þess vegna er gott að fá þessa spennuleiki, þetta er góð æfing fyrir okkur,“ sagði Jón en var svo fljótur að bæta við að hann hafi þó ekki verið að vanvirða Þór með þessum orðum. Allt viðtalið við Jón Arnór má sjá hér að neðan.Klippa: Jón Arnór: Vinnum titilinn á varnarleiknum
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umföllun og viðtöl: KR 99 - 91 Þór Þ. | Hefðin sigraði karakterinn KR sigraði Þór Þ. í mögnuðum körfuboltaleik í kvöld með 99 stigum gegn 91. Næsti leikur fer fram á þriðjudaginn. 5. apríl 2019 22:15 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
Umföllun og viðtöl: KR 99 - 91 Þór Þ. | Hefðin sigraði karakterinn KR sigraði Þór Þ. í mögnuðum körfuboltaleik í kvöld með 99 stigum gegn 91. Næsti leikur fer fram á þriðjudaginn. 5. apríl 2019 22:15