Vegna athugasemda Blaðamannafélags Íslands Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar 4. apríl 2019 14:33 Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum undanfarna daga að stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) hafi ákveðið að kalla fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd, vegna óánægju með stjórnsýslu nefndarinnar. Einstaklingur, sem tilnefndur var af Blaðamannafélaginu en skipaður af ráðherra eins og aðrir fulltrúar í fjölmiðlanefnd, óskaði lausnar í fyrradag. Þá hefur formaður BÍ lýst því yfir að félagið hyggist kvarta til umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslu fjölmiðlanefndar, sem félagið telur komna út fyrir lögboðið verksvið sitt og þá helst í samhengi við 26. gr. laga um fjölmiðla. Í tilefni af þessu er rétt að varpa ljósi á umrætt ákvæði, störf og hlutverk fjölmiðlanefndar. Ákvæði 26. gr. um lýðræðislegar grundvallarreglur og hlutlægni í fréttum og fréttatengdu efni gengur fyrst og fremst út á að vernda upplýsingarétt almennings og réttindi einstaklinga sem fjallað er um í fjölmiðlum. Brýnt er að almenningur geti mótað skoðanir sínar og dregið ályktanir út frá réttum og hlutlausum upplýsingum. Engin viðurlög eru við brotum á 26. gr. og er heimild fjölmiðlanefndar bundin við að birta álit telji hún brotið gegn ákvæðinu. Þegar lög um fjölmiðla voru sett árið 2011 hafði fjölmiðlanefnd ekki heimild til að birta álit vegna kvartana á grundvelli 26. gr. Með lagabreytingu árið 2013 var slík heimild sérstaklega færð í lög. Nokkuð hafði borist af ábendingum og kvörtunum vegna meintra brota á 26. gr. til fjölmiðlanefndar á árinu 2012, meðal annars í tengslum við skyldur fjölmiðla til að gæta jafnræðis og hlutlægni í aðdraganda forsetakosninganna 2012. Af því mátti ráða að almenningur hefði væntingar til þess að ákvæði 26. gr. væri framfylgt af hálfu nefndarinnar. Árið 2013 var ákvæðinu því breytt þannig að fjölmiðlanefnd yrði heimilt að birta álit vegna brota á ákvæðinu. Það er því ekki rétt að heimild 3. mgr. 11. gr. laga um fjölmiðla til birtingar álits eigi ekki við um mál er varða 26. gr. Þvert á móti var umrædd heimild lögfest í þeim tilgangi að markmið 26. gr. næðu betur fram að ganga. Fjölmiðlanefnd hefur frá árinu 2014 birt sjö álit í málum sem varða 26. gr., það fyrsta fyrir fimm árum. Um meðferð fjölmiðlanefndar í málum sem varða 26. gr. gilda sömu reglur og við meðferð annarra mála. Þannig gilda um hana stjórnsýslulög, nefndin vinnur samkvæmt settum starfsreglum en hefur auk þess birt ítarlegar leiðbeiningar fyrir almenning um kvartanir og rétt til andsvara. Eru reglur og leiðbeiningar birtar á vef fjölmiðlanefndar. Stjórnvöldum ber að taka kvartanir til skoðunar Því hefur verið haldið fram að með nýlegum álitum nefndarinnar, þar sem m.a. reyndi á 26. gr., hafi fjölmiðlanefnd farið út fyrir verksvið sitt. Í tveimur nýjustu álitum nefndarinnar um 26. gr., vegna kvartana yfir umfjöllun RÚV annars vegar og Vísis hins vegar, taldi hún umfjöllun ekki hafa farið í bága við lög um fjölmiðla. Af yfirlýsingum formannsins má ráða að hann telji að nefndinni beri að vísa sjálfkrafa frá öllum kvörtunum sem henni berist vegna meintra brota fjölmiðla á 26. gr. laga um fjölmiðla, með vísan í fyrrgreint nefndarálit frá árinu 2011, jafnvel þótt lögunum hafi verið breytt árið 2013 í þeim tilgangi að 26. gr. næði betur markmiði sínu. Þannig stjórnsýsla myndi hins vegar ekki samræmast skyldum nefndarinnar á grundvelli laga. Vart þarf að taka fram að stjórnvöld hafa ekki val um það hvort þau framfylgja tilteknum ákvæðum laga. Stjórnvöldum ber að taka kvartanir sem þeim berast til skoðunar og, eftir atvikum, til efnislegrar meðferðar bendi kvartanir til þess að brotið hafi verið gegn lögum. Við mat á því hvort til greina komi að birta álit á grundvelli 26. gr. ber að hafa hliðsjón af 73. gr. stjórnarskrár Íslands um tjáningarfrelsi og hefur fjölmiðlanefnd stigið afar varlega til jarðar í þeim efnum. BÍ hyggst kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna stjórnsýslu fjölmiðlanefndar. Umboðsmaður hefur áður tekið til athugunar tvær kvartanir vegna stjórnsýslu nefndarinnar. Í báðum tilvikum voru það kvartanir einstaklinga yfir því að fjölmiðlanefnd hefði ekki tekið til efnislegrar meðferðar kvartanir vegna meintra brota á 26. gr. Sams konar ákvæði í lögum nágrannaríkja Fram hefur komið í afstöðu BÍ að vegið sé að tjáningarfrelsi fjölmiðla þegar stjórnsýslunefndir taki við ábendingum eða kvörtunum almennings varðandi hlutlægni, friðhelgi einkalífs og hvort að sagt sé satt og rétt frá í fréttum og fréttatengdu efni. Hér er þó ekki um séríslenska lagaumgjörð að ræða. Í fjölmörgum nágrannaríkjum eru kvartanir er varða brot á sambærilegum ákvæðum um lýðræðislegar grundvallarreglur stærsta einstaka umkvörtunarefnið hjá systurstofnunum fjölmiðlanefndar. Þær skipta hundruðum á ársgrundvelli í þeim ríkjum þar sem fæstar kvartanir berast en þúsundir þar sem flestar kvartanir berast. Í þessum samanburði er ljóst að fjölmiðlanefnd hefur gætt fyllstu varkárni og tekið fá mál til efnislegrar meðferðar í samanburði við sambærilegar stofnanir í Evrópu. Fjölmiðlanefnd er skipuð fimm nefndarmönnum. Tveir fulltrúar eru skipaðir samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands en BÍ og samstarfsnefnd háskólastigsins tilnefna hvort einn fulltrúa. Ráðherra skipar þann fimmta án tilnefningar. Störf nefndarinnar markast af ákvæðum laga um fjölmiðla og reglur þeirra ganga ætíð framar afstöðu einstakra nefndarmanna eða tilnefningaraðila. Opinber og almenn umræða um löggjöf er alltaf mikilvæg og það á ekki síst við um svo mikilvægt starf sem starfsemi fjölmiðla er. Gagnrýni á lagasetningu eða tillögum til úrbóta er hins vegar heppilegast að beina til þeirra sem fara með vald til að setja lögin í stað þeirra sem framfylgja þeim. Höfundur er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elfa Ýr Gylfadóttir Fjölmiðlar Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Sjá meira
Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum undanfarna daga að stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) hafi ákveðið að kalla fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd, vegna óánægju með stjórnsýslu nefndarinnar. Einstaklingur, sem tilnefndur var af Blaðamannafélaginu en skipaður af ráðherra eins og aðrir fulltrúar í fjölmiðlanefnd, óskaði lausnar í fyrradag. Þá hefur formaður BÍ lýst því yfir að félagið hyggist kvarta til umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslu fjölmiðlanefndar, sem félagið telur komna út fyrir lögboðið verksvið sitt og þá helst í samhengi við 26. gr. laga um fjölmiðla. Í tilefni af þessu er rétt að varpa ljósi á umrætt ákvæði, störf og hlutverk fjölmiðlanefndar. Ákvæði 26. gr. um lýðræðislegar grundvallarreglur og hlutlægni í fréttum og fréttatengdu efni gengur fyrst og fremst út á að vernda upplýsingarétt almennings og réttindi einstaklinga sem fjallað er um í fjölmiðlum. Brýnt er að almenningur geti mótað skoðanir sínar og dregið ályktanir út frá réttum og hlutlausum upplýsingum. Engin viðurlög eru við brotum á 26. gr. og er heimild fjölmiðlanefndar bundin við að birta álit telji hún brotið gegn ákvæðinu. Þegar lög um fjölmiðla voru sett árið 2011 hafði fjölmiðlanefnd ekki heimild til að birta álit vegna kvartana á grundvelli 26. gr. Með lagabreytingu árið 2013 var slík heimild sérstaklega færð í lög. Nokkuð hafði borist af ábendingum og kvörtunum vegna meintra brota á 26. gr. til fjölmiðlanefndar á árinu 2012, meðal annars í tengslum við skyldur fjölmiðla til að gæta jafnræðis og hlutlægni í aðdraganda forsetakosninganna 2012. Af því mátti ráða að almenningur hefði væntingar til þess að ákvæði 26. gr. væri framfylgt af hálfu nefndarinnar. Árið 2013 var ákvæðinu því breytt þannig að fjölmiðlanefnd yrði heimilt að birta álit vegna brota á ákvæðinu. Það er því ekki rétt að heimild 3. mgr. 11. gr. laga um fjölmiðla til birtingar álits eigi ekki við um mál er varða 26. gr. Þvert á móti var umrædd heimild lögfest í þeim tilgangi að markmið 26. gr. næðu betur fram að ganga. Fjölmiðlanefnd hefur frá árinu 2014 birt sjö álit í málum sem varða 26. gr., það fyrsta fyrir fimm árum. Um meðferð fjölmiðlanefndar í málum sem varða 26. gr. gilda sömu reglur og við meðferð annarra mála. Þannig gilda um hana stjórnsýslulög, nefndin vinnur samkvæmt settum starfsreglum en hefur auk þess birt ítarlegar leiðbeiningar fyrir almenning um kvartanir og rétt til andsvara. Eru reglur og leiðbeiningar birtar á vef fjölmiðlanefndar. Stjórnvöldum ber að taka kvartanir til skoðunar Því hefur verið haldið fram að með nýlegum álitum nefndarinnar, þar sem m.a. reyndi á 26. gr., hafi fjölmiðlanefnd farið út fyrir verksvið sitt. Í tveimur nýjustu álitum nefndarinnar um 26. gr., vegna kvartana yfir umfjöllun RÚV annars vegar og Vísis hins vegar, taldi hún umfjöllun ekki hafa farið í bága við lög um fjölmiðla. Af yfirlýsingum formannsins má ráða að hann telji að nefndinni beri að vísa sjálfkrafa frá öllum kvörtunum sem henni berist vegna meintra brota fjölmiðla á 26. gr. laga um fjölmiðla, með vísan í fyrrgreint nefndarálit frá árinu 2011, jafnvel þótt lögunum hafi verið breytt árið 2013 í þeim tilgangi að 26. gr. næði betur markmiði sínu. Þannig stjórnsýsla myndi hins vegar ekki samræmast skyldum nefndarinnar á grundvelli laga. Vart þarf að taka fram að stjórnvöld hafa ekki val um það hvort þau framfylgja tilteknum ákvæðum laga. Stjórnvöldum ber að taka kvartanir sem þeim berast til skoðunar og, eftir atvikum, til efnislegrar meðferðar bendi kvartanir til þess að brotið hafi verið gegn lögum. Við mat á því hvort til greina komi að birta álit á grundvelli 26. gr. ber að hafa hliðsjón af 73. gr. stjórnarskrár Íslands um tjáningarfrelsi og hefur fjölmiðlanefnd stigið afar varlega til jarðar í þeim efnum. BÍ hyggst kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna stjórnsýslu fjölmiðlanefndar. Umboðsmaður hefur áður tekið til athugunar tvær kvartanir vegna stjórnsýslu nefndarinnar. Í báðum tilvikum voru það kvartanir einstaklinga yfir því að fjölmiðlanefnd hefði ekki tekið til efnislegrar meðferðar kvartanir vegna meintra brota á 26. gr. Sams konar ákvæði í lögum nágrannaríkja Fram hefur komið í afstöðu BÍ að vegið sé að tjáningarfrelsi fjölmiðla þegar stjórnsýslunefndir taki við ábendingum eða kvörtunum almennings varðandi hlutlægni, friðhelgi einkalífs og hvort að sagt sé satt og rétt frá í fréttum og fréttatengdu efni. Hér er þó ekki um séríslenska lagaumgjörð að ræða. Í fjölmörgum nágrannaríkjum eru kvartanir er varða brot á sambærilegum ákvæðum um lýðræðislegar grundvallarreglur stærsta einstaka umkvörtunarefnið hjá systurstofnunum fjölmiðlanefndar. Þær skipta hundruðum á ársgrundvelli í þeim ríkjum þar sem fæstar kvartanir berast en þúsundir þar sem flestar kvartanir berast. Í þessum samanburði er ljóst að fjölmiðlanefnd hefur gætt fyllstu varkárni og tekið fá mál til efnislegrar meðferðar í samanburði við sambærilegar stofnanir í Evrópu. Fjölmiðlanefnd er skipuð fimm nefndarmönnum. Tveir fulltrúar eru skipaðir samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands en BÍ og samstarfsnefnd háskólastigsins tilnefna hvort einn fulltrúa. Ráðherra skipar þann fimmta án tilnefningar. Störf nefndarinnar markast af ákvæðum laga um fjölmiðla og reglur þeirra ganga ætíð framar afstöðu einstakra nefndarmanna eða tilnefningaraðila. Opinber og almenn umræða um löggjöf er alltaf mikilvæg og það á ekki síst við um svo mikilvægt starf sem starfsemi fjölmiðla er. Gagnrýni á lagasetningu eða tillögum til úrbóta er hins vegar heppilegast að beina til þeirra sem fara með vald til að setja lögin í stað þeirra sem framfylgja þeim. Höfundur er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun