Ungir kórallar á hverfanda hveli eftir meiriháttar fölnun Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2019 08:56 Kórallar lifa í sambýli við þörunga. Þegar sjórinn hlýnar óvenjulega mikið í lengri tíma geta kórallarnir losað sig við þörungana og fölnað. Þá er hætta á að þeir drepist. Vísir/EPA Meiriháttar fölnun á Kóralrifinu mikla við Ástralíu árin 2016 og 2017 hefur leitt til þess að ungum kóröllum hefur fækkað um 89%. Vísindamenn segja að hlýnun hafsins hafi valdið hamförunum í kóralrifinu. Um tveir þriðju hlutar Kóralrifsins mikla á um 1.500 kílómetra löngum kafla skemmdust þegar hlýindin í hafinu ollu meiriháttar fölnun kóralla tvö ár í röð. Nú er talið að fölnunin þessi ár sé ástæða þess að lítil nýliðun varð í rifinu í fyrra. Grein um rannsókn á nýjum kóröllum í rifinu í fyrra birtist í vísindaritinu Nature í dag. „Dauðir kórallar búa ekki til börn,“ segir Terry Hughes, prófessor við James Cook-háskóla í Queensland í Ástralíu og aðalhöfundur greinarinnar, við breska ríkisútvarpið BBC. Vísindamennirnir telja að rifið geti jafnað sig á fimm til tíu árum eigi frekari fölnun sér ekki stað í millitíðinni. Það er þó nánast óhugsandi vegna áframhaldandi hlýnun jarðar. Kórallar eru viðkvæmir fyrir hitastigsbreytingum. Þegar sjórinn hlýnar bregðast þeir við með því að losa sig við þörunga sem þeir eiga í samlífi við og fölna þannig. Vari hlýindin lengi geta kórallarnir drepist. Kóralrifið mikla er stærsta kóralrif í heimi og er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Það er gríðarlega mikilvægt vistkerfum í hafinu og er líffræðilega fjölbreyttasti staðurinn á heimsminjaskránni. Andrew Baird, annar höfunda greinarinnar, segir staðbundnar aðgerðir til að bjarga rifinu dugi skammt. Eina lausnin sé að grípa til loftslagsaðgerða á heimsvísu. Ástralía Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17 Fölnun kóralrifja gæti verið að ljúka í bili Þriggja ára tímabili fölnunar kóralrifja á jörðinni gæti verið að ljúka. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin spáir því að hlýindum í Indlandshafi sé að ljúka en hætta er enn til staðar í Atlants- og Kyrrahafi. 21. júní 2017 16:43 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Meiriháttar fölnun á Kóralrifinu mikla við Ástralíu árin 2016 og 2017 hefur leitt til þess að ungum kóröllum hefur fækkað um 89%. Vísindamenn segja að hlýnun hafsins hafi valdið hamförunum í kóralrifinu. Um tveir þriðju hlutar Kóralrifsins mikla á um 1.500 kílómetra löngum kafla skemmdust þegar hlýindin í hafinu ollu meiriháttar fölnun kóralla tvö ár í röð. Nú er talið að fölnunin þessi ár sé ástæða þess að lítil nýliðun varð í rifinu í fyrra. Grein um rannsókn á nýjum kóröllum í rifinu í fyrra birtist í vísindaritinu Nature í dag. „Dauðir kórallar búa ekki til börn,“ segir Terry Hughes, prófessor við James Cook-háskóla í Queensland í Ástralíu og aðalhöfundur greinarinnar, við breska ríkisútvarpið BBC. Vísindamennirnir telja að rifið geti jafnað sig á fimm til tíu árum eigi frekari fölnun sér ekki stað í millitíðinni. Það er þó nánast óhugsandi vegna áframhaldandi hlýnun jarðar. Kórallar eru viðkvæmir fyrir hitastigsbreytingum. Þegar sjórinn hlýnar bregðast þeir við með því að losa sig við þörunga sem þeir eiga í samlífi við og fölna þannig. Vari hlýindin lengi geta kórallarnir drepist. Kóralrifið mikla er stærsta kóralrif í heimi og er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Það er gríðarlega mikilvægt vistkerfum í hafinu og er líffræðilega fjölbreyttasti staðurinn á heimsminjaskránni. Andrew Baird, annar höfunda greinarinnar, segir staðbundnar aðgerðir til að bjarga rifinu dugi skammt. Eina lausnin sé að grípa til loftslagsaðgerða á heimsvísu.
Ástralía Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17 Fölnun kóralrifja gæti verið að ljúka í bili Þriggja ára tímabili fölnunar kóralrifja á jörðinni gæti verið að ljúka. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin spáir því að hlýindum í Indlandshafi sé að ljúka en hætta er enn til staðar í Atlants- og Kyrrahafi. 21. júní 2017 16:43 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17
Fölnun kóralrifja gæti verið að ljúka í bili Þriggja ára tímabili fölnunar kóralrifja á jörðinni gæti verið að ljúka. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin spáir því að hlýindum í Indlandshafi sé að ljúka en hætta er enn til staðar í Atlants- og Kyrrahafi. 21. júní 2017 16:43