Flott opnun í Brunná og Sandá Karl Lúðvíksson skrifar 4. apríl 2019 10:00 Þessi stórfiskur veiddist í opnun Brunnár 1. apríl Mynd: Mattías Þór Hákonarson Brunná í Öxarfirði er kannski ekki ein af þekktari vorveiðiánum en þetta er engu að síður ein af þeim mest spennandi á norðurlandi svo mikið er víst. Veiðin hófst 1. ap´ril Brunná/Sandá fyrir norðan. Veðurskilyrði voru nokkuð góð þegar veiðimenn mættu á svæðið, undir hádegi. Hægviðri og þurrt, þó snjór væri yfir öllu. Veiðin á þessu svæðið hefur verið mjög góð í apríl og maí síðustu ár en mikið af stórum fiski safnast fyrir á þessu svæði á vorin. Matthías Þór Hákonarson og félagar voru við veiðar á svæðinu í opnun og í lok dags höfðu þeir landað um 20 fiskum og var sá stærsti, 84 cm langur. Veiðin á þessu svæði helst oft góð langt inní maí. Brunná í Öxafirði samanstendur í raun af þremur ám Gilsbakkaá, Tunguá og Smjörhólsá rennur ofan af Laufskálafjallgarði og svæðinu vestan hans. Tunguá og Smjörhólsá eiga upptök sín vestan og sunnan við Hafrafell, þær sameinast og mynda Smjörhólsárfossa. Veiðisvæði Brunnár er um 10 km langt með um 45 merktum veiðistöðum en það skiptist í grunninn í tvö svæði. Neðra svæðið er býsna vatnsmikið og nær frá Smjörhólsárfossi og allt niður til sjávar. Smjörhólsárfossinn er rétt ofan við bæinn Leifsstaði. Efra svæðið, Gilsbakkaá, nær frá téðum fossi og upp að gamla bænum í Gilshaga. Að jafnaði er veitt með 3 stöngum í Brunná en í vorveiðinni er veitt á 2 stangir og veiðisvæðið takmarkast þá við Smörhólsárfoss og niður fyrir ármót Sandár og Brunnár. Á vorin er veiðin oft mest niður í Sandá/Brunná en þar virðist mikið af stórum fiski halda fyrir, oft fram í lok maí eða byrjun júní. Sandá er kvísl úr Jökulsá á Fjöllum og hún litast yfirleitt á sumrin, en á vorin er mjög lítill eða enginn litur í ánni. Mest lesið Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði 2 vikur í opnun! Veiði Meira farið að bera á bleikju í Soginu Veiði Smálaxaganga hellti sér inn í Stekkinn í Norðurá Veiði Gæsaveiðin heldur róleg víða vegna veðurs Veiði Stórir urriðar á sveimi við Þjóðgarðinn Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði
Brunná í Öxarfirði er kannski ekki ein af þekktari vorveiðiánum en þetta er engu að síður ein af þeim mest spennandi á norðurlandi svo mikið er víst. Veiðin hófst 1. ap´ril Brunná/Sandá fyrir norðan. Veðurskilyrði voru nokkuð góð þegar veiðimenn mættu á svæðið, undir hádegi. Hægviðri og þurrt, þó snjór væri yfir öllu. Veiðin á þessu svæðið hefur verið mjög góð í apríl og maí síðustu ár en mikið af stórum fiski safnast fyrir á þessu svæði á vorin. Matthías Þór Hákonarson og félagar voru við veiðar á svæðinu í opnun og í lok dags höfðu þeir landað um 20 fiskum og var sá stærsti, 84 cm langur. Veiðin á þessu svæði helst oft góð langt inní maí. Brunná í Öxafirði samanstendur í raun af þremur ám Gilsbakkaá, Tunguá og Smjörhólsá rennur ofan af Laufskálafjallgarði og svæðinu vestan hans. Tunguá og Smjörhólsá eiga upptök sín vestan og sunnan við Hafrafell, þær sameinast og mynda Smjörhólsárfossa. Veiðisvæði Brunnár er um 10 km langt með um 45 merktum veiðistöðum en það skiptist í grunninn í tvö svæði. Neðra svæðið er býsna vatnsmikið og nær frá Smjörhólsárfossi og allt niður til sjávar. Smjörhólsárfossinn er rétt ofan við bæinn Leifsstaði. Efra svæðið, Gilsbakkaá, nær frá téðum fossi og upp að gamla bænum í Gilshaga. Að jafnaði er veitt með 3 stöngum í Brunná en í vorveiðinni er veitt á 2 stangir og veiðisvæðið takmarkast þá við Smörhólsárfoss og niður fyrir ármót Sandár og Brunnár. Á vorin er veiðin oft mest niður í Sandá/Brunná en þar virðist mikið af stórum fiski halda fyrir, oft fram í lok maí eða byrjun júní. Sandá er kvísl úr Jökulsá á Fjöllum og hún litast yfirleitt á sumrin, en á vorin er mjög lítill eða enginn litur í ánni.
Mest lesið Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði 2 vikur í opnun! Veiði Meira farið að bera á bleikju í Soginu Veiði Smálaxaganga hellti sér inn í Stekkinn í Norðurá Veiði Gæsaveiðin heldur róleg víða vegna veðurs Veiði Stórir urriðar á sveimi við Þjóðgarðinn Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði