Vill að Boeing endurskoði stjórnkerfi flugvéla Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2019 09:00 Böndin hafa borist að hugbúnaði í Boeing 737 Max 8-vélinni sem hafi valdið því að vélin tók dýfu og hrapaði skömmu eftir flugtak. AP/Mulugeta Ayene Dagmawit Moges, samgönguráðherra Eþíópíu, segir að Beoing þurfi að endurskoða stjórnkerfi flugvéla sinna í kjölfar þess að Boeing 737 MAX 8 flugvél brotlenti í Eþíópíu þann 10 mars. 157 fórust í slysinu en það var annað flugslys737 MAX flugvéla á fimm mánuðum. 189 fórust þegar flugvél brotlenti í Jövuhaf í október. Böndin hafa borist að hugbúnaði í Boeing 737 Max 8-vélinni sem hafi valdið því að vélin tók dýfu og hrapaði skömmu eftir flugtak. Hugbúnaði þessum er ætlað að koma í veg fyrir ofris. Eþíópía hefur gefið út bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á slysinu þar sem fram kemur að flugmennirnir hafi fylgt neyðarleiðbeiningum Boeing en hafi þrátt fyrir það ekki náð stjórn á vélinni. Yfirmaður rannsóknarnefndar Eþíópíu segist ekki geta staðhæft að um innbyggðan galla í MAX 8 vélunum sé um að ræða, enn sem komið er. Þá sagði hann engar skemmdir hafa fundist á skynjurum sem stýra þeim hugbúnaði sem ætlað er að koma í veg fyrir ofris.Sjá einnig: Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysiðSvipuð saga hefur litið dagsins ljós varðandi flugslysið í Indónesíu, þar sem flugmenn Lion Air börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. Einungis tveimur mínútum eftir að þeir tóku á loft tilkynntu flugmennirnir að þeir ættu í vandræðum með að stýra flugvélinni, án þess þó að taka fram nákvæmlega hvert vandamálið væri. Næstu níu mínúturnar varaði tölvukerfi farþegaþoturnar flugmennina við því að þotan væri í ofrisi og lækkaði hún nef hennar. Á meðan flugstjórinn reyndi að hækka flugið, lækkaði sjálfstýringin flugið með stýristillum flugvélarinnar.Sjá einnig: Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanumStoltur af flugmönnunum Ethiopian Airlines sendi frá sér tilkynningu nú fyrir skömmu þar sem Tweolde GebreMariam, forstjóri félagsins, segist stoltur af flugmönnunum og hve mikla fagmennsku þeir hafi sýnt við mjög svo erfiðar aðstæður. Hann segir alla starfsmenn félagsins finna fyrir mikilli sorg en þau muni leggja mikið á sig til að vinna sér inn traust viðskiptavina á nýjan leik.#Ethiopia|n Airlines Statement on the Preliminary Report of the Accident on ET 302 pic.twitter.com/azAKxyptq8 — Ethiopian Airlines (@flyethiopian) April 4, 2019 Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28 Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysið Sjálfstýring Boeing-vélarinnar sem fórst í Eþíópíu virðist hafa kveikt á sér þó að flugmennirnir hafi fylgt leiðbeiningum um að slökkva á henni. 3. apríl 2019 10:15 Sjálfstýring fór í gang áður en eþíópíska flugvélin fórst Sami hugbúnaður er talinn hafa átt þátt í því þegar indónesísk flugvél hrapaði í hafið í haust. 29. mars 2019 13:48 Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Dagmawit Moges, samgönguráðherra Eþíópíu, segir að Beoing þurfi að endurskoða stjórnkerfi flugvéla sinna í kjölfar þess að Boeing 737 MAX 8 flugvél brotlenti í Eþíópíu þann 10 mars. 157 fórust í slysinu en það var annað flugslys737 MAX flugvéla á fimm mánuðum. 189 fórust þegar flugvél brotlenti í Jövuhaf í október. Böndin hafa borist að hugbúnaði í Boeing 737 Max 8-vélinni sem hafi valdið því að vélin tók dýfu og hrapaði skömmu eftir flugtak. Hugbúnaði þessum er ætlað að koma í veg fyrir ofris. Eþíópía hefur gefið út bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á slysinu þar sem fram kemur að flugmennirnir hafi fylgt neyðarleiðbeiningum Boeing en hafi þrátt fyrir það ekki náð stjórn á vélinni. Yfirmaður rannsóknarnefndar Eþíópíu segist ekki geta staðhæft að um innbyggðan galla í MAX 8 vélunum sé um að ræða, enn sem komið er. Þá sagði hann engar skemmdir hafa fundist á skynjurum sem stýra þeim hugbúnaði sem ætlað er að koma í veg fyrir ofris.Sjá einnig: Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysiðSvipuð saga hefur litið dagsins ljós varðandi flugslysið í Indónesíu, þar sem flugmenn Lion Air börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. Einungis tveimur mínútum eftir að þeir tóku á loft tilkynntu flugmennirnir að þeir ættu í vandræðum með að stýra flugvélinni, án þess þó að taka fram nákvæmlega hvert vandamálið væri. Næstu níu mínúturnar varaði tölvukerfi farþegaþoturnar flugmennina við því að þotan væri í ofrisi og lækkaði hún nef hennar. Á meðan flugstjórinn reyndi að hækka flugið, lækkaði sjálfstýringin flugið með stýristillum flugvélarinnar.Sjá einnig: Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanumStoltur af flugmönnunum Ethiopian Airlines sendi frá sér tilkynningu nú fyrir skömmu þar sem Tweolde GebreMariam, forstjóri félagsins, segist stoltur af flugmönnunum og hve mikla fagmennsku þeir hafi sýnt við mjög svo erfiðar aðstæður. Hann segir alla starfsmenn félagsins finna fyrir mikilli sorg en þau muni leggja mikið á sig til að vinna sér inn traust viðskiptavina á nýjan leik.#Ethiopia|n Airlines Statement on the Preliminary Report of the Accident on ET 302 pic.twitter.com/azAKxyptq8 — Ethiopian Airlines (@flyethiopian) April 4, 2019
Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28 Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysið Sjálfstýring Boeing-vélarinnar sem fórst í Eþíópíu virðist hafa kveikt á sér þó að flugmennirnir hafi fylgt leiðbeiningum um að slökkva á henni. 3. apríl 2019 10:15 Sjálfstýring fór í gang áður en eþíópíska flugvélin fórst Sami hugbúnaður er talinn hafa átt þátt í því þegar indónesísk flugvél hrapaði í hafið í haust. 29. mars 2019 13:48 Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28
Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysið Sjálfstýring Boeing-vélarinnar sem fórst í Eþíópíu virðist hafa kveikt á sér þó að flugmennirnir hafi fylgt leiðbeiningum um að slökkva á henni. 3. apríl 2019 10:15
Sjálfstýring fór í gang áður en eþíópíska flugvélin fórst Sami hugbúnaður er talinn hafa átt þátt í því þegar indónesísk flugvél hrapaði í hafið í haust. 29. mars 2019 13:48
Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30