Nær öllum lífeyrissjóðnum mínum stolið Jökull Arngeir Guðmundsson skrifar 2. apríl 2019 14:53 Nærri hver króna sem mér er talin greidd á greiðsluseðlum frá lífeyrissjóðnum mínum er dregin til baka ýmist með sköttum eða gerð óvirk með skerðingum Tryggingastofnunar ríkisins. Greiðsla frá lífeyrissjóðnum er núna kr. 105.061 á mánuði og að frádregnum tekjuskatti upp á kr. 30.182 fæ ég greitt inn á minn reikning kr. 74.879. Þá tekur við ný skattheimta í formi skerðingar á ellilífeyri mínum frá samfélagssjóði þjóðarinnar, en í hann hef ég greitt tekjuskatt af launum mínum frá því að ég fór að geta tínt fisk upp í kassa við löndun úr togara eða breitt saltfisk til sólþurrkunar á reit. Ég vissi ekki betur en friðhelgi þess hluta samfélagssjóðs sem ætlaður er til greiðslu ellilífeyris væri tryggður í stjórnarskránni okkar sem hvorki virðist vera hægt að bæta né endurnýja. Skerðingin vegna 74.000 krónanna frá lífeyrissjóðnum veldur því að ég fæ hver mánaðamót í raun aðeins að njóta um 10 til 20 þúsund króna af lífeyrisrétti sem ég ávann mér allt frá stofnun lífeyrissjóðsins til minna starfsloka. Ég hef ekki fundið heimildir í lögum um lífeyrissjóði fyrir reglugerð sem skerðingin gæti byggist á. Er nema von að mönnum blöskri ósvífni stjórnvalda að læða sograna sínum þannig inn í þá sparisjóði landsmanna sem þessi sömu stjórnvöld hafa með lögum skyldað þegna sína til að leggja hluta launa sinna í, og þannig jafnvel komið í veg fyrir að þeir sem lægst hafa laun geti komið sér upp eigin húsnæði. Þegar Tryggingastofnunin er spurð um skerðingarnar er viðkvæðið strax að það sé aldeilis ekki skert um krónu á móti krónu, nei nei, heldur bara svona 40-50%, en þegar betur er að gáð þá reikna þeir skerðinguna > 45% af 105.000 króna upphæðinni og svo dregst útkoman í raun frá 74.000 kr. upphæðinni. Er ekki skerðingin þannig farin að nálgast 100%? Ekki er ekki öll sagan sögð. Frá stofnun lífeyrissjóðanna og fram til ársins 1988 var greiddur tekjuskattur af iðgjöldunum, en það ár var lögum breytt og skattgreiðslum frestað þar til lífeyrisþegar færu að fá lífeyrinn greiddan, og nú geta því stjórnvöld í annað sinn náð tekjuskatti af þeim hluta iðgjaldsins sem greiddur var skattur af fyrir 1988 og svo skattlagt ávöxtun okkar í leiðinni. Lífeyrissjóðirnir eru skilgetin afkvæmi verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Allt frá upphafi var skýrt tekinn fram sá tilgangur sjóðanna að þeir skyldu verða viðbót við lífeyrinn sem sjóðfélagarnir ættu rétt á frá samfélagssjóðnum, og þó síðar hafi verið samþykkt lög á Alþingi um starfsemi lífeyrissjóðanna þá standa þessi orð enn óbreytt í yfirskrift stofnskrárinnar og þannig hefur þessi yfirlýsti tilgangur tvímælalaust öðlast lagagildi. Áðurnefndir foreldrar sjóðanna ættu nú að sjá sóma sinn í því að verja afkvæmi sín fyrir áníðslu stjórnvalda og upptöku á útborgun sjóðfélaganna um hver mánaðamót. Nú er lag til að segja „hingað en ekki lengra“ við fulltrúa stjórnvalda þegar þeir mæta til viðræðna við samningaborðið hjá sáttasemjara ríkisins. Hvert það stjórnvald sem brýtur lög á þegnum sínum hlýtur að teljast heppið ef það sleppur með það að lofa því að hætta þeirri iðju. Ég legg til að ein af kröfunum til stjórnvalda verði að skerðingum vegna lífeyrissjóðsgreiðslna verði hætt strax að lokinni undirskrift kjarasamninganna. Ég trúi að Grái herinn muni standa með ykkur ef í harðbakkann slær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggingar Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Nærri hver króna sem mér er talin greidd á greiðsluseðlum frá lífeyrissjóðnum mínum er dregin til baka ýmist með sköttum eða gerð óvirk með skerðingum Tryggingastofnunar ríkisins. Greiðsla frá lífeyrissjóðnum er núna kr. 105.061 á mánuði og að frádregnum tekjuskatti upp á kr. 30.182 fæ ég greitt inn á minn reikning kr. 74.879. Þá tekur við ný skattheimta í formi skerðingar á ellilífeyri mínum frá samfélagssjóði þjóðarinnar, en í hann hef ég greitt tekjuskatt af launum mínum frá því að ég fór að geta tínt fisk upp í kassa við löndun úr togara eða breitt saltfisk til sólþurrkunar á reit. Ég vissi ekki betur en friðhelgi þess hluta samfélagssjóðs sem ætlaður er til greiðslu ellilífeyris væri tryggður í stjórnarskránni okkar sem hvorki virðist vera hægt að bæta né endurnýja. Skerðingin vegna 74.000 krónanna frá lífeyrissjóðnum veldur því að ég fæ hver mánaðamót í raun aðeins að njóta um 10 til 20 þúsund króna af lífeyrisrétti sem ég ávann mér allt frá stofnun lífeyrissjóðsins til minna starfsloka. Ég hef ekki fundið heimildir í lögum um lífeyrissjóði fyrir reglugerð sem skerðingin gæti byggist á. Er nema von að mönnum blöskri ósvífni stjórnvalda að læða sograna sínum þannig inn í þá sparisjóði landsmanna sem þessi sömu stjórnvöld hafa með lögum skyldað þegna sína til að leggja hluta launa sinna í, og þannig jafnvel komið í veg fyrir að þeir sem lægst hafa laun geti komið sér upp eigin húsnæði. Þegar Tryggingastofnunin er spurð um skerðingarnar er viðkvæðið strax að það sé aldeilis ekki skert um krónu á móti krónu, nei nei, heldur bara svona 40-50%, en þegar betur er að gáð þá reikna þeir skerðinguna > 45% af 105.000 króna upphæðinni og svo dregst útkoman í raun frá 74.000 kr. upphæðinni. Er ekki skerðingin þannig farin að nálgast 100%? Ekki er ekki öll sagan sögð. Frá stofnun lífeyrissjóðanna og fram til ársins 1988 var greiddur tekjuskattur af iðgjöldunum, en það ár var lögum breytt og skattgreiðslum frestað þar til lífeyrisþegar færu að fá lífeyrinn greiddan, og nú geta því stjórnvöld í annað sinn náð tekjuskatti af þeim hluta iðgjaldsins sem greiddur var skattur af fyrir 1988 og svo skattlagt ávöxtun okkar í leiðinni. Lífeyrissjóðirnir eru skilgetin afkvæmi verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Allt frá upphafi var skýrt tekinn fram sá tilgangur sjóðanna að þeir skyldu verða viðbót við lífeyrinn sem sjóðfélagarnir ættu rétt á frá samfélagssjóðnum, og þó síðar hafi verið samþykkt lög á Alþingi um starfsemi lífeyrissjóðanna þá standa þessi orð enn óbreytt í yfirskrift stofnskrárinnar og þannig hefur þessi yfirlýsti tilgangur tvímælalaust öðlast lagagildi. Áðurnefndir foreldrar sjóðanna ættu nú að sjá sóma sinn í því að verja afkvæmi sín fyrir áníðslu stjórnvalda og upptöku á útborgun sjóðfélaganna um hver mánaðamót. Nú er lag til að segja „hingað en ekki lengra“ við fulltrúa stjórnvalda þegar þeir mæta til viðræðna við samningaborðið hjá sáttasemjara ríkisins. Hvert það stjórnvald sem brýtur lög á þegnum sínum hlýtur að teljast heppið ef það sleppur með það að lofa því að hætta þeirri iðju. Ég legg til að ein af kröfunum til stjórnvalda verði að skerðingum vegna lífeyrissjóðsgreiðslna verði hætt strax að lokinni undirskrift kjarasamninganna. Ég trúi að Grái herinn muni standa með ykkur ef í harðbakkann slær.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar