Látum ekki blekkjast Valgerður Sigurðardóttir skrifar 2. apríl 2019 13:49 Það er ákveðin list að láta ekki blekkjast af öllu því sem skrifað er í fjölmiðla nú til dags. Oft eru vísurnar hálfkveðnar eða hreinlega farið með ósannindi. Því þurfa lesendur skoðanadálka í fjölmiðlum stöðugt að vera á varðbergi og vakandi fyrir réttum staðreyndum, en ekki er ráðlagt að trúa öllu sem sagt er eða skrifað. Og það á við um t.d. skoðanagrein Einars Kárasonar, rithöfundar og sitjandi þingmanns Samfylkingarinnar, en hann ritaði pistil í Fréttablaðið í síðustu viku undir fyrirsögninni „Látum ekki blekkjast af níðinu um borgarstjórn“. Einari er í þessu samhengi bent á að sumum staðreyndum er óhætt að treysta. Það á t.d. við um staðreyndir um fallna dóma í Héraðsdómi og Hæstarétti, álit umboðsmanns Alþingis, úrskurði sem kveðnir eru upp af opinberum aðilum og skýrslur sem innir endurskoðandi Reykjavíkurborgar gerir. Ég vil því benda Einari góðfúslega á að frá því að Viðreisn reisti meirihluta Samfylkingar, Vinstri Grænna og Pírata við hafa meðal annarra eftirfarandi dómar, úrskurðir og/eða álit fengið að líta dagsins ljós: - Hæstiréttur staðfesti að borgin snuðaði öryrkja um bætur. - Héraðsdómur felldi dóm um störf skrifstofustjóra borgarstjórans. - Umboðsmaður Alþingis gaf út álit á brotum borgarinnar í húsnæðismálum Félagsbústaða. - Ólögleg var staðið að ráðningu borgarlögmanns að mati Jafnréttisstofu. - Svört skýrsla borgarskjalasafns um skjalamál borgarinnar var gerð opinber á síðasta ári. - Innri endurskoðun borgarinnar gerði skýrslu um 300 milljóna kr. framúrkeyrslu Félagsbústaða sem leiddi til þess að framkvæmdastjórinn sagði starfi sínu lausu. - Skýrsla innri endurskoðunar um braggamálið kom út í desember í fyrra. - Álit Persónuverndar um að borgin hafi brotið persónuverndarlög í aðdraganda kosninganna. Er ástæða til telja upp meira? Háttvirti þingmaður Samfylkingar Einar Kárason ætti e.t.v. að kynna sér staðreyndir í stað þess að vaða fram á ritvöllinn með órökstuddum dylgjum um blekkingar, þar sem hann gerir tilraun til að slá ryki í augu borgarbúa. Eða tekur þingmaðurinn kannski ekki mark á Hæstarétti, Héraðsdómi, umboðsmanni Alþingis, Persónuvernd og/eða innri endurskoðun Reykjavíkurborgar?Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Það er ákveðin list að láta ekki blekkjast af öllu því sem skrifað er í fjölmiðla nú til dags. Oft eru vísurnar hálfkveðnar eða hreinlega farið með ósannindi. Því þurfa lesendur skoðanadálka í fjölmiðlum stöðugt að vera á varðbergi og vakandi fyrir réttum staðreyndum, en ekki er ráðlagt að trúa öllu sem sagt er eða skrifað. Og það á við um t.d. skoðanagrein Einars Kárasonar, rithöfundar og sitjandi þingmanns Samfylkingarinnar, en hann ritaði pistil í Fréttablaðið í síðustu viku undir fyrirsögninni „Látum ekki blekkjast af níðinu um borgarstjórn“. Einari er í þessu samhengi bent á að sumum staðreyndum er óhætt að treysta. Það á t.d. við um staðreyndir um fallna dóma í Héraðsdómi og Hæstarétti, álit umboðsmanns Alþingis, úrskurði sem kveðnir eru upp af opinberum aðilum og skýrslur sem innir endurskoðandi Reykjavíkurborgar gerir. Ég vil því benda Einari góðfúslega á að frá því að Viðreisn reisti meirihluta Samfylkingar, Vinstri Grænna og Pírata við hafa meðal annarra eftirfarandi dómar, úrskurðir og/eða álit fengið að líta dagsins ljós: - Hæstiréttur staðfesti að borgin snuðaði öryrkja um bætur. - Héraðsdómur felldi dóm um störf skrifstofustjóra borgarstjórans. - Umboðsmaður Alþingis gaf út álit á brotum borgarinnar í húsnæðismálum Félagsbústaða. - Ólögleg var staðið að ráðningu borgarlögmanns að mati Jafnréttisstofu. - Svört skýrsla borgarskjalasafns um skjalamál borgarinnar var gerð opinber á síðasta ári. - Innri endurskoðun borgarinnar gerði skýrslu um 300 milljóna kr. framúrkeyrslu Félagsbústaða sem leiddi til þess að framkvæmdastjórinn sagði starfi sínu lausu. - Skýrsla innri endurskoðunar um braggamálið kom út í desember í fyrra. - Álit Persónuverndar um að borgin hafi brotið persónuverndarlög í aðdraganda kosninganna. Er ástæða til telja upp meira? Háttvirti þingmaður Samfylkingar Einar Kárason ætti e.t.v. að kynna sér staðreyndir í stað þess að vaða fram á ritvöllinn með órökstuddum dylgjum um blekkingar, þar sem hann gerir tilraun til að slá ryki í augu borgarbúa. Eða tekur þingmaðurinn kannski ekki mark á Hæstarétti, Héraðsdómi, umboðsmanni Alþingis, Persónuvernd og/eða innri endurskoðun Reykjavíkurborgar?Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun