Verkfalli bílstjóra aflýst en akstur þó stöðvaður seinnipartinn Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 2. apríl 2019 12:11 Frá Hlemmi í gærmorgun þegar farþegar biðu eftir strætó á meðan akstur lá niðri. Vísir/EgillA Búið er að aflýsa Verkfallsaðgerðum hjá almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra strætó, en ákvörðunin var tekin í samráði við starfsmenn og forsvarsmenn fyrirtækisins, ásamt forystu Eflingar. Verkfallið hófst í gær og lögðu starfsmenn niður vinnu á háanna tíma eða milli 8 og 10 að morgni og fjögur og sex seinni part. Aðgerðin var sérhönnuð fyrir þennan vinnustað og fylgdi því ekki sömu verkfallsaðgerðum og voru á hótelum og hópferðabifreiðum. „Það er búið að aflýsa verkfallsaðgerðum hjá almenningsvögnum Kynnisferða. Ákvörðunin var tekin að höfðu samráði við starfsmenn og er það byggt á hluta til á því sem gerðist í viðræðunum við SA í gær. En líka á því að forsvarsmenn fyrirtækisins sýndu ákveðið viðmót og sveigjanleika sem varð til þess að starfsmenn voru tilbúnir að fallast á þetta og sýnir samstöðumátt verkafólks,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Sólarhringsverkföllum á hótelum og í hópbifreiðafyrirtækjum var aflýst seint í gærkvöldi í kjölfar árangurs sem náðst hafði í samningaviðræðum í karphúsinu. Verkföllum hjá Almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra Strætó, var þó ekki aflýst á sama tíma.Hvers vegna? „Vegna þess að þessi verkfallsaðgerð var sérhönnuð og sérstaklega þróuð á þessum vinnustað og fyrir þennan vinnustað af starfsmönnunum. Og að hluta til vegna mála sem varða þeirra vinnustaðabundnu starfskjör. Okkur sem erum í viðræðunum fyrir hönd Eflingar fannst ekki rétt að fólk úr samninganefnd okkar sem hittist í gær fjallaði eingöngu um það án samráðs við starfsmenn á vinnustaðnum. Svo að við formaður Eflingar vildum fara og eiga fund með trúnaðarmönnum, starfsfólki og forsvarsmönnum fyrirtækisins áður en þessi ákvörðun yrði tekin.“ Bifreiðastjórar munu stöðva akstur í dag milli 16 og 18 eins og áætlað var en öðrum verkföllum hefur verið aflýst. Samgöngur Strætó Verkföll 2019 Tengdar fréttir Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08 Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30 Verkföllum aflýst SA og VR hafa náð samkomulagi um að aflýsa verkföllum. 1. apríl 2019 22:24 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Búið er að aflýsa Verkfallsaðgerðum hjá almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra strætó, en ákvörðunin var tekin í samráði við starfsmenn og forsvarsmenn fyrirtækisins, ásamt forystu Eflingar. Verkfallið hófst í gær og lögðu starfsmenn niður vinnu á háanna tíma eða milli 8 og 10 að morgni og fjögur og sex seinni part. Aðgerðin var sérhönnuð fyrir þennan vinnustað og fylgdi því ekki sömu verkfallsaðgerðum og voru á hótelum og hópferðabifreiðum. „Það er búið að aflýsa verkfallsaðgerðum hjá almenningsvögnum Kynnisferða. Ákvörðunin var tekin að höfðu samráði við starfsmenn og er það byggt á hluta til á því sem gerðist í viðræðunum við SA í gær. En líka á því að forsvarsmenn fyrirtækisins sýndu ákveðið viðmót og sveigjanleika sem varð til þess að starfsmenn voru tilbúnir að fallast á þetta og sýnir samstöðumátt verkafólks,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Sólarhringsverkföllum á hótelum og í hópbifreiðafyrirtækjum var aflýst seint í gærkvöldi í kjölfar árangurs sem náðst hafði í samningaviðræðum í karphúsinu. Verkföllum hjá Almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra Strætó, var þó ekki aflýst á sama tíma.Hvers vegna? „Vegna þess að þessi verkfallsaðgerð var sérhönnuð og sérstaklega þróuð á þessum vinnustað og fyrir þennan vinnustað af starfsmönnunum. Og að hluta til vegna mála sem varða þeirra vinnustaðabundnu starfskjör. Okkur sem erum í viðræðunum fyrir hönd Eflingar fannst ekki rétt að fólk úr samninganefnd okkar sem hittist í gær fjallaði eingöngu um það án samráðs við starfsmenn á vinnustaðnum. Svo að við formaður Eflingar vildum fara og eiga fund með trúnaðarmönnum, starfsfólki og forsvarsmönnum fyrirtækisins áður en þessi ákvörðun yrði tekin.“ Bifreiðastjórar munu stöðva akstur í dag milli 16 og 18 eins og áætlað var en öðrum verkföllum hefur verið aflýst.
Samgöngur Strætó Verkföll 2019 Tengdar fréttir Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08 Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30 Verkföllum aflýst SA og VR hafa náð samkomulagi um að aflýsa verkföllum. 1. apríl 2019 22:24 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08
Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05
Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30