Suðurnesjaliðin bara með 22 prósent sigurhlutfall í síðustu tveimur úrslitakeppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2019 15:00 Jeb Ivey og félagar í Njarðvík enduðu í 2. sæti í deildinni en komust samt ekki í gegnum átta liða úrslitin. Vísir/Bára Það eru heldur betur breyttir tímar í körfuboltanum á Suðurnesjunum og annað árið í röð er enginn karlakörfubolti í gangi í aprílmánuði í Reykjanesbæ eða í Grindavík. Suðurnesjaliðin unnu 20 af 23 fyrstu Íslandsmeistaratitlunum í sögu úrslitakeppni karla. Á árunum 1984 til 2006 voru það aðeins þrjú lið utan Suðurnesja sem náðu að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Nú er öldin önnur. Suðurnesjalið vann Íslandsmeistaratitil fyrir sex árum síðan (Grindavík 2013) og tvö þau sigursælustu (Keflavík og Njarðvík) hafa ekki unnið titilinn í meira en áratug. Keflavík vann síðast fyrir ellefu árum (2008) og það eru þrettán ár síðan Njarðvík varð síðast Íslandsmeistari (2006). Öll þrjú Suðurnesjaliðin duttu út í átta liða úrslitunum í ár og er þetta annað árið í röð sem ekkert Suðurnesjalið er í undanúrslitunum. Það hafði aldrei gersrt fyrir árið 2018 en hefur nú gerst tvö ár í röð. Síðasta Suðurnesjaliðið til að vinna seríu í úrslitakeppni var lið Grindavíkur í undanúrslitaeinvíginu 2017. Suðurnesjaliðin unnu aðeins 2 af 11 leikjum sínum í úrslitakeppninni í fyrra (18 prósent) og voru ekki mikið skárri í ár eða með 3 sigra í 12 leikjum (25 prósent). Suðurnesjaliðin eru því bara með 22 prósent sigurhlutfall í síðustu tveimur úrslitakeppnum eða 5 sigra í 23 leikjum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir gengi Keflavíkur, Njarðvíkur og Grindavíkur í úrslitakeppninni síðustu ár sem og yfirlit yfir fjölda Suðurnesjaliða í undanúrslitum úrslitakeppninnar frá upphafi.Gengi Suðurnesjaliðanna í átta liða úrslitum síðustu tvö tímabil2017-18 (2 sigurleikir, 9 tapleikir) Keflavík tapaði 2-3 fyrir Haukum Grindavík tapaði 0-3 fyrir Tindastól Njarðvík tapaði 0-3 fyrir KR2018-19 (3 sigurleikir, 9 tapleikir) Keflavík tapaði 0-3 fyrir KR Grindavík tapaði 1-3 fyrir Stjörnuni Njarðvík tapaði 2-3 fyrir ÍRSamtals: 5 sigurleikir, 18 tapleikir, 22% sigurhlutfallSuðurnesjalið í undanúrslitum úrslitakeppni karla 1984-2019 2019 - Ekkert 2018 - Ekkert 2017 - 2 (Keflavík, Grindavík) 2016 - 1 (Njarðvík) 2015 - 1 (Njarðvík) 2014 - 2 (Grindavík, Njarðvík) 2013 - 1 (Grindavík) 2012 - 1 (Grindavík) 2011 - 1 (Keflavík) 2010 - 2 (Keflavík, Njarðvík) 2009 - 2 (Grindavík, Keflavík) 2008 - 2 (Keflavík, Grindavík) 2007 - 2 (Njarðvík, Grindavík) 2006 - 2 (Keflavík, Njarðvík) 2005 - 1 (Keflavík) 2004 - 3 (Keflavík, Njarðvík, Grindavík) 2003 - 3 (Grindavík, Keflavík, Njarðvík) 2002 - 3 (Keflavík, Njarðvík, Grindavík) 2001 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 2000 - 2 (Njarðvík, Grindavík) 1999 - 3 (Keflavík, Njarðvík, Grindavík) 1998 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 1997 - 3 (Keflavík, Grindavík, Njarðvík) 1996 - 3 (Grindavík, Keflavík, Njarðvík) 1995 - 3 (Njarðvík, Grindavík, Keflavík) 1994 - 3 (Njarðvík, Grindavík, Keflavík) 1993 - 3 (Keflavík, Grindavík) 1992 - 2 (Keflavík, Njarðvík) 1991 - 3 (Njarðvík, Keflavík, Grindavík) 1990 - 3 (Keflavík, Njarðvík, Grindavík) 1989 - 2 (Keflavík, Njarðvík) 1988 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 1987 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 1986 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 1985 - 1 (Njarðvík) 1984 - 1 (Njarðvík) Dominos-deild karla Tengdar fréttir Einar Árni: Ólýsanleg vonbrigði Njarðvíkingar voru niðurbrotnir eftir tapið fyrir ÍR-ingum. 1. apríl 2019 22:36 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 74-86 | ÍR-ingar fullkomnuðu endurkomuna ÍR vann þriðja leikinn í röð gegn Njarðvík og tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deild karla. 1. apríl 2019 23:30 Sigurkarl: Borche segir að maður eigi að skjóta ef maður er opinn Sigurkarl Róbert Jóhannesson gaf tóninn fyrir ÍR í leiknum gegn Njarðvík í kvöld. 1. apríl 2019 22:53 Bara tvær endurkomur á fyrstu 29 árunum og svo tvær sama kvöldið Kvöldið var sögulegt í úrslitakeppni Domino's deildar karla. 1. apríl 2019 22:08 Körfuboltakvöld: Jeb Ivey kvaddi með tárin í augunum Njarðvíkingurinn Jeb Ivey tilkynnti eftir tapið gegn ÍR í gær að hann væri hættur í körfubolta. Tilfinningaþrungin stund hjá Ivey sem grét eftir leikinn. 2. apríl 2019 10:00 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Sjá meira
Það eru heldur betur breyttir tímar í körfuboltanum á Suðurnesjunum og annað árið í röð er enginn karlakörfubolti í gangi í aprílmánuði í Reykjanesbæ eða í Grindavík. Suðurnesjaliðin unnu 20 af 23 fyrstu Íslandsmeistaratitlunum í sögu úrslitakeppni karla. Á árunum 1984 til 2006 voru það aðeins þrjú lið utan Suðurnesja sem náðu að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Nú er öldin önnur. Suðurnesjalið vann Íslandsmeistaratitil fyrir sex árum síðan (Grindavík 2013) og tvö þau sigursælustu (Keflavík og Njarðvík) hafa ekki unnið titilinn í meira en áratug. Keflavík vann síðast fyrir ellefu árum (2008) og það eru þrettán ár síðan Njarðvík varð síðast Íslandsmeistari (2006). Öll þrjú Suðurnesjaliðin duttu út í átta liða úrslitunum í ár og er þetta annað árið í röð sem ekkert Suðurnesjalið er í undanúrslitunum. Það hafði aldrei gersrt fyrir árið 2018 en hefur nú gerst tvö ár í röð. Síðasta Suðurnesjaliðið til að vinna seríu í úrslitakeppni var lið Grindavíkur í undanúrslitaeinvíginu 2017. Suðurnesjaliðin unnu aðeins 2 af 11 leikjum sínum í úrslitakeppninni í fyrra (18 prósent) og voru ekki mikið skárri í ár eða með 3 sigra í 12 leikjum (25 prósent). Suðurnesjaliðin eru því bara með 22 prósent sigurhlutfall í síðustu tveimur úrslitakeppnum eða 5 sigra í 23 leikjum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir gengi Keflavíkur, Njarðvíkur og Grindavíkur í úrslitakeppninni síðustu ár sem og yfirlit yfir fjölda Suðurnesjaliða í undanúrslitum úrslitakeppninnar frá upphafi.Gengi Suðurnesjaliðanna í átta liða úrslitum síðustu tvö tímabil2017-18 (2 sigurleikir, 9 tapleikir) Keflavík tapaði 2-3 fyrir Haukum Grindavík tapaði 0-3 fyrir Tindastól Njarðvík tapaði 0-3 fyrir KR2018-19 (3 sigurleikir, 9 tapleikir) Keflavík tapaði 0-3 fyrir KR Grindavík tapaði 1-3 fyrir Stjörnuni Njarðvík tapaði 2-3 fyrir ÍRSamtals: 5 sigurleikir, 18 tapleikir, 22% sigurhlutfallSuðurnesjalið í undanúrslitum úrslitakeppni karla 1984-2019 2019 - Ekkert 2018 - Ekkert 2017 - 2 (Keflavík, Grindavík) 2016 - 1 (Njarðvík) 2015 - 1 (Njarðvík) 2014 - 2 (Grindavík, Njarðvík) 2013 - 1 (Grindavík) 2012 - 1 (Grindavík) 2011 - 1 (Keflavík) 2010 - 2 (Keflavík, Njarðvík) 2009 - 2 (Grindavík, Keflavík) 2008 - 2 (Keflavík, Grindavík) 2007 - 2 (Njarðvík, Grindavík) 2006 - 2 (Keflavík, Njarðvík) 2005 - 1 (Keflavík) 2004 - 3 (Keflavík, Njarðvík, Grindavík) 2003 - 3 (Grindavík, Keflavík, Njarðvík) 2002 - 3 (Keflavík, Njarðvík, Grindavík) 2001 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 2000 - 2 (Njarðvík, Grindavík) 1999 - 3 (Keflavík, Njarðvík, Grindavík) 1998 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 1997 - 3 (Keflavík, Grindavík, Njarðvík) 1996 - 3 (Grindavík, Keflavík, Njarðvík) 1995 - 3 (Njarðvík, Grindavík, Keflavík) 1994 - 3 (Njarðvík, Grindavík, Keflavík) 1993 - 3 (Keflavík, Grindavík) 1992 - 2 (Keflavík, Njarðvík) 1991 - 3 (Njarðvík, Keflavík, Grindavík) 1990 - 3 (Keflavík, Njarðvík, Grindavík) 1989 - 2 (Keflavík, Njarðvík) 1988 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 1987 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 1986 - 2 (Njarðvík, Keflavík) 1985 - 1 (Njarðvík) 1984 - 1 (Njarðvík)
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Einar Árni: Ólýsanleg vonbrigði Njarðvíkingar voru niðurbrotnir eftir tapið fyrir ÍR-ingum. 1. apríl 2019 22:36 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 74-86 | ÍR-ingar fullkomnuðu endurkomuna ÍR vann þriðja leikinn í röð gegn Njarðvík og tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deild karla. 1. apríl 2019 23:30 Sigurkarl: Borche segir að maður eigi að skjóta ef maður er opinn Sigurkarl Róbert Jóhannesson gaf tóninn fyrir ÍR í leiknum gegn Njarðvík í kvöld. 1. apríl 2019 22:53 Bara tvær endurkomur á fyrstu 29 árunum og svo tvær sama kvöldið Kvöldið var sögulegt í úrslitakeppni Domino's deildar karla. 1. apríl 2019 22:08 Körfuboltakvöld: Jeb Ivey kvaddi með tárin í augunum Njarðvíkingurinn Jeb Ivey tilkynnti eftir tapið gegn ÍR í gær að hann væri hættur í körfubolta. Tilfinningaþrungin stund hjá Ivey sem grét eftir leikinn. 2. apríl 2019 10:00 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Sjá meira
Einar Árni: Ólýsanleg vonbrigði Njarðvíkingar voru niðurbrotnir eftir tapið fyrir ÍR-ingum. 1. apríl 2019 22:36
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 74-86 | ÍR-ingar fullkomnuðu endurkomuna ÍR vann þriðja leikinn í röð gegn Njarðvík og tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deild karla. 1. apríl 2019 23:30
Sigurkarl: Borche segir að maður eigi að skjóta ef maður er opinn Sigurkarl Róbert Jóhannesson gaf tóninn fyrir ÍR í leiknum gegn Njarðvík í kvöld. 1. apríl 2019 22:53
Bara tvær endurkomur á fyrstu 29 árunum og svo tvær sama kvöldið Kvöldið var sögulegt í úrslitakeppni Domino's deildar karla. 1. apríl 2019 22:08
Körfuboltakvöld: Jeb Ivey kvaddi með tárin í augunum Njarðvíkingurinn Jeb Ivey tilkynnti eftir tapið gegn ÍR í gær að hann væri hættur í körfubolta. Tilfinningaþrungin stund hjá Ivey sem grét eftir leikinn. 2. apríl 2019 10:00