Sara vann „The Open“ og Íslendingum fjölgaði á heimsleikunum 2019 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2019 09:30 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir . Mynd/iInstagram/sarasigmunds Íslenska CrossFit fólkið var að gera góða hluti í opna hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit og íslensku þátttakendum fjölgaði um tvo. Úrslitin eru kunn þótt að CrossFit samtökin séu ekki búin að staðfesta lokatölurnar. Íslenska CrossFit konan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var heldur betur að gera frábæra hluti í Open-hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit. Sara vann „The Open“ í ár sannfærandi en önnur var Anníe Mist Þórisdóttir. Ísland átti því tvær bestu konurnar.Visit @RogueFitness Invitational to learn more about its upcoming Online Qualifier https://t.co/MkeSaFBeMHpic.twitter.com/QXa7UyehGh — The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 30, 2019Sara var búinn að tryggja sig inn á heimsleikana með sigri á Strength in Depth mótinu í London en Anníe Mist er nú örugg inn en tuttugu efstu konurnar í opna hlutunum fá farseðilinn til Madison. Sara hefur í raun tryggt sig tvisvar inn á heimsleikana með frammistöðu sinni.Mat Fraser and Sara Sigmundsdottir Win The 2019 Open (Unofficial) | BOXROX https://t.co/DRsnovIopF — Amber Langlois (@mrsraw) March 29, 2019Anníe Mist hefur því fengið farseðilinn á það sem gætu orðið hennar tíundu heimsleikar í CrossFit á ferlinum sem er magnaður árangur. Anníe Mist hefur fimm sinnum komist á pall á heimsleikunum. „The Open“ skiptist í fimm hluta og Sara var var með 42 stig en markmiðið er að vera með sem fæst stig. Stigatalan í hverjum hluta ræðst af sætinu í hverjum hluta. 1. sæti er 1 stig, 5. sæti er 5 stig og svo framvegis. Sara var því að meðaltali í 8,4 sæti. Anníe Mist fékk 74 stig. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð síðan í fimmtánda sæti með 228 stig en hún hafði tryggt sig áður inn á heimsleikana með sigri á CrossFit móti í Suður-Afríku."All scores have now been sent in by the athletes competing in the Open, and this is how the leaderboard looks thus far." —@BOXROXhttps://t.co/pfDNnF8K4h — The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 29, 2019Björgvin Karl Guðmundsson náði þriðja besta árangrinum í karlahluta „The Open“ en hann var á eftir Bandaríkjamanninum Mathew Fraser og Grikkjanum Lefteris Theofanidis. Björgvin Karl komst því inn á heimsleikana sem einn af þeim tuttugu efstu í „The Open“ en árangur Mathew Fraser hefði einnig tryggt Björgvin farseðilinn þar sem Björgvin Karl varð í öðru sæti á eftir Mathew Fraser á CrossFit móti í Dúbaí í desember. Eins og sjá má hér fyrir neðan varð Ísland í 1. sæti í kvennaflokki og í 9. sæti í karlaflokki í fimmta hluta „The Open“.Based on this analysis, the top three countries for men on 19.5 were Mexico, Russia, and Spain, respectively. Mexico beat Russia for the top spot this week. Spain was a newcomer to the top three, bumping out the New Zealand men. Read the full article https://t.co/beAFEO77Fkpic.twitter.com/guV1D9uMHb — The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 29, 2019 CrossFit Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu Sjá meira
Íslenska CrossFit fólkið var að gera góða hluti í opna hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit og íslensku þátttakendum fjölgaði um tvo. Úrslitin eru kunn þótt að CrossFit samtökin séu ekki búin að staðfesta lokatölurnar. Íslenska CrossFit konan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var heldur betur að gera frábæra hluti í Open-hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit. Sara vann „The Open“ í ár sannfærandi en önnur var Anníe Mist Þórisdóttir. Ísland átti því tvær bestu konurnar.Visit @RogueFitness Invitational to learn more about its upcoming Online Qualifier https://t.co/MkeSaFBeMHpic.twitter.com/QXa7UyehGh — The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 30, 2019Sara var búinn að tryggja sig inn á heimsleikana með sigri á Strength in Depth mótinu í London en Anníe Mist er nú örugg inn en tuttugu efstu konurnar í opna hlutunum fá farseðilinn til Madison. Sara hefur í raun tryggt sig tvisvar inn á heimsleikana með frammistöðu sinni.Mat Fraser and Sara Sigmundsdottir Win The 2019 Open (Unofficial) | BOXROX https://t.co/DRsnovIopF — Amber Langlois (@mrsraw) March 29, 2019Anníe Mist hefur því fengið farseðilinn á það sem gætu orðið hennar tíundu heimsleikar í CrossFit á ferlinum sem er magnaður árangur. Anníe Mist hefur fimm sinnum komist á pall á heimsleikunum. „The Open“ skiptist í fimm hluta og Sara var var með 42 stig en markmiðið er að vera með sem fæst stig. Stigatalan í hverjum hluta ræðst af sætinu í hverjum hluta. 1. sæti er 1 stig, 5. sæti er 5 stig og svo framvegis. Sara var því að meðaltali í 8,4 sæti. Anníe Mist fékk 74 stig. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð síðan í fimmtánda sæti með 228 stig en hún hafði tryggt sig áður inn á heimsleikana með sigri á CrossFit móti í Suður-Afríku."All scores have now been sent in by the athletes competing in the Open, and this is how the leaderboard looks thus far." —@BOXROXhttps://t.co/pfDNnF8K4h — The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 29, 2019Björgvin Karl Guðmundsson náði þriðja besta árangrinum í karlahluta „The Open“ en hann var á eftir Bandaríkjamanninum Mathew Fraser og Grikkjanum Lefteris Theofanidis. Björgvin Karl komst því inn á heimsleikana sem einn af þeim tuttugu efstu í „The Open“ en árangur Mathew Fraser hefði einnig tryggt Björgvin farseðilinn þar sem Björgvin Karl varð í öðru sæti á eftir Mathew Fraser á CrossFit móti í Dúbaí í desember. Eins og sjá má hér fyrir neðan varð Ísland í 1. sæti í kvennaflokki og í 9. sæti í karlaflokki í fimmta hluta „The Open“.Based on this analysis, the top three countries for men on 19.5 were Mexico, Russia, and Spain, respectively. Mexico beat Russia for the top spot this week. Spain was a newcomer to the top three, bumping out the New Zealand men. Read the full article https://t.co/beAFEO77Fkpic.twitter.com/guV1D9uMHb — The CrossFit Games (@CrossFitGames) March 29, 2019
CrossFit Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu Sjá meira