Eftirlitsnefnd vill svör frá Reykjavíkurborg Ari Brynjólfsson skrifar 2. apríl 2019 07:00 Eyþór segir að Braggamálið hefði ekki komið upp ef ábendingum innri endurskoðunar hefði verið fylgt þremur árum áður. Vísir/vilhelm Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent Reykjavíkurborg bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum sem koma ekki fram í skýrslu innri endurskoðunar borgarinnar um Braggamálið svokallaða. Bréfið kom fram á fundi borgarráðs fyrir helgi og er nú á borði fjármálaskrifstofu borgarinnar sem hefur 30 daga til að bregðast við. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir sjaldgæft að eftirlitsnefndin þurfi að óska eftir upplýsingum um einstök mál frá sveitarfélögum.Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn.Fréttablaðið/Anton Brink„Þarna er verið að kalla eftir ástæðum þess að ekki var brugðist við ábendingum innri endurskoðunar um útgjöld. Í Braggamálinu var farið langt fram úr heimildum og ef það hefði verið farið eftir þessum ábendingum þá hefði Braggamálið og önnur slík ekki getað komið fyrir,“ segir Eyþór. „Eftirlitsnefndin, ég og margir borgarbúar viljum vita hvernig þetta gat gerst þegar það var búið að benda á að málin voru í ólestri.“ Í úttekt innri endurskoðunar frá 2015 um Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, sem hafði umsjón með framkvæmdunum á Nauthólsvegi 100, voru settar fram ábendingar um atriði sem mættu betur fara. Í Braggaskýrslunni svokölluðu, sem kom út rétt fyrir jól, kom fram að ekki hefðu verið gerðar fullnægjandi úrbætur vegna ábendinganna frá 2015. Vill því nefndin fá að vita hver eftirfylgnin hafi verið af hálfu innri endurskoðunar, hvort ábendingarnar hafi borist endurskoðunarnefnd og ytri endurskoðendum borgarinnar. Í bréfi sem sent var til borgarinnar í síðustu viku er einnig óskað eftir upplýsingum um reglur sem heimila tilfærslu fjárheimilda milli verkefna og um gerð viðauka við fjárhagsáætlun. Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar var með umsjón með Braggaverkefninu við Nauthólsveg 100 sem er búið að kosta meira en 400 milljónir. Ákveðið var í kjölfarið að leggja skrifstofuna niður þann 1. júní næstkomandi. Enn er eftir að klára úrbætur varðandi langstærstan hluta ábendinganna. „Á þremur árum var bætt úr sex af þrjátíu,“ segir Eyþór. „Kerfið er orðið svo flókið að ekki er farið eftir ábendingum sem kerfið sjálft bendir á og boðleiðirnar eru orðnar svo langar að stór mál hreinlega gleymast.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Tengdar fréttir Hafa óskað eftir því að týndu tölvupóstarnir verði endurheimtir Þetta kom fram í máli Dóru Bjartar í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, þar sem hún ræddi Braggamálið og skýrslu Innri endurskoðunar. 8. febrúar 2019 08:41 Setur spurningarmerki við tímasetninguna Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, setur spurningarmerki við tímasetningu Fésbókarfærslu Stefáns Eiríkssonar borgarritara. 26. febrúar 2019 06:15 Fjármálin í góðu horfi þrátt fyrir framúrkeyrslur Borgarstjóri segir fjármál Reykjavíkurborgar í góðu horfi þrátt fyrir þær framúrkeyrslur sem minnihluti borgarinnar hafi bent á upp á síðkastið. Braggamálið sé innan við eitt prósent af því fé sem borgin ráðstafaði á síðasta ári og umræðan sé komin út fyrir öll mörk. 3. mars 2019 13:16 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent Reykjavíkurborg bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum sem koma ekki fram í skýrslu innri endurskoðunar borgarinnar um Braggamálið svokallaða. Bréfið kom fram á fundi borgarráðs fyrir helgi og er nú á borði fjármálaskrifstofu borgarinnar sem hefur 30 daga til að bregðast við. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir sjaldgæft að eftirlitsnefndin þurfi að óska eftir upplýsingum um einstök mál frá sveitarfélögum.Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn.Fréttablaðið/Anton Brink„Þarna er verið að kalla eftir ástæðum þess að ekki var brugðist við ábendingum innri endurskoðunar um útgjöld. Í Braggamálinu var farið langt fram úr heimildum og ef það hefði verið farið eftir þessum ábendingum þá hefði Braggamálið og önnur slík ekki getað komið fyrir,“ segir Eyþór. „Eftirlitsnefndin, ég og margir borgarbúar viljum vita hvernig þetta gat gerst þegar það var búið að benda á að málin voru í ólestri.“ Í úttekt innri endurskoðunar frá 2015 um Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, sem hafði umsjón með framkvæmdunum á Nauthólsvegi 100, voru settar fram ábendingar um atriði sem mættu betur fara. Í Braggaskýrslunni svokölluðu, sem kom út rétt fyrir jól, kom fram að ekki hefðu verið gerðar fullnægjandi úrbætur vegna ábendinganna frá 2015. Vill því nefndin fá að vita hver eftirfylgnin hafi verið af hálfu innri endurskoðunar, hvort ábendingarnar hafi borist endurskoðunarnefnd og ytri endurskoðendum borgarinnar. Í bréfi sem sent var til borgarinnar í síðustu viku er einnig óskað eftir upplýsingum um reglur sem heimila tilfærslu fjárheimilda milli verkefna og um gerð viðauka við fjárhagsáætlun. Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar var með umsjón með Braggaverkefninu við Nauthólsveg 100 sem er búið að kosta meira en 400 milljónir. Ákveðið var í kjölfarið að leggja skrifstofuna niður þann 1. júní næstkomandi. Enn er eftir að klára úrbætur varðandi langstærstan hluta ábendinganna. „Á þremur árum var bætt úr sex af þrjátíu,“ segir Eyþór. „Kerfið er orðið svo flókið að ekki er farið eftir ábendingum sem kerfið sjálft bendir á og boðleiðirnar eru orðnar svo langar að stór mál hreinlega gleymast.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Tengdar fréttir Hafa óskað eftir því að týndu tölvupóstarnir verði endurheimtir Þetta kom fram í máli Dóru Bjartar í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, þar sem hún ræddi Braggamálið og skýrslu Innri endurskoðunar. 8. febrúar 2019 08:41 Setur spurningarmerki við tímasetninguna Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, setur spurningarmerki við tímasetningu Fésbókarfærslu Stefáns Eiríkssonar borgarritara. 26. febrúar 2019 06:15 Fjármálin í góðu horfi þrátt fyrir framúrkeyrslur Borgarstjóri segir fjármál Reykjavíkurborgar í góðu horfi þrátt fyrir þær framúrkeyrslur sem minnihluti borgarinnar hafi bent á upp á síðkastið. Braggamálið sé innan við eitt prósent af því fé sem borgin ráðstafaði á síðasta ári og umræðan sé komin út fyrir öll mörk. 3. mars 2019 13:16 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
Hafa óskað eftir því að týndu tölvupóstarnir verði endurheimtir Þetta kom fram í máli Dóru Bjartar í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, þar sem hún ræddi Braggamálið og skýrslu Innri endurskoðunar. 8. febrúar 2019 08:41
Setur spurningarmerki við tímasetninguna Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, setur spurningarmerki við tímasetningu Fésbókarfærslu Stefáns Eiríkssonar borgarritara. 26. febrúar 2019 06:15
Fjármálin í góðu horfi þrátt fyrir framúrkeyrslur Borgarstjóri segir fjármál Reykjavíkurborgar í góðu horfi þrátt fyrir þær framúrkeyrslur sem minnihluti borgarinnar hafi bent á upp á síðkastið. Braggamálið sé innan við eitt prósent af því fé sem borgin ráðstafaði á síðasta ári og umræðan sé komin út fyrir öll mörk. 3. mars 2019 13:16