Eftirlitsnefnd vill svör frá Reykjavíkurborg Ari Brynjólfsson skrifar 2. apríl 2019 07:00 Eyþór segir að Braggamálið hefði ekki komið upp ef ábendingum innri endurskoðunar hefði verið fylgt þremur árum áður. Vísir/vilhelm Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent Reykjavíkurborg bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum sem koma ekki fram í skýrslu innri endurskoðunar borgarinnar um Braggamálið svokallaða. Bréfið kom fram á fundi borgarráðs fyrir helgi og er nú á borði fjármálaskrifstofu borgarinnar sem hefur 30 daga til að bregðast við. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir sjaldgæft að eftirlitsnefndin þurfi að óska eftir upplýsingum um einstök mál frá sveitarfélögum.Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn.Fréttablaðið/Anton Brink„Þarna er verið að kalla eftir ástæðum þess að ekki var brugðist við ábendingum innri endurskoðunar um útgjöld. Í Braggamálinu var farið langt fram úr heimildum og ef það hefði verið farið eftir þessum ábendingum þá hefði Braggamálið og önnur slík ekki getað komið fyrir,“ segir Eyþór. „Eftirlitsnefndin, ég og margir borgarbúar viljum vita hvernig þetta gat gerst þegar það var búið að benda á að málin voru í ólestri.“ Í úttekt innri endurskoðunar frá 2015 um Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, sem hafði umsjón með framkvæmdunum á Nauthólsvegi 100, voru settar fram ábendingar um atriði sem mættu betur fara. Í Braggaskýrslunni svokölluðu, sem kom út rétt fyrir jól, kom fram að ekki hefðu verið gerðar fullnægjandi úrbætur vegna ábendinganna frá 2015. Vill því nefndin fá að vita hver eftirfylgnin hafi verið af hálfu innri endurskoðunar, hvort ábendingarnar hafi borist endurskoðunarnefnd og ytri endurskoðendum borgarinnar. Í bréfi sem sent var til borgarinnar í síðustu viku er einnig óskað eftir upplýsingum um reglur sem heimila tilfærslu fjárheimilda milli verkefna og um gerð viðauka við fjárhagsáætlun. Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar var með umsjón með Braggaverkefninu við Nauthólsveg 100 sem er búið að kosta meira en 400 milljónir. Ákveðið var í kjölfarið að leggja skrifstofuna niður þann 1. júní næstkomandi. Enn er eftir að klára úrbætur varðandi langstærstan hluta ábendinganna. „Á þremur árum var bætt úr sex af þrjátíu,“ segir Eyþór. „Kerfið er orðið svo flókið að ekki er farið eftir ábendingum sem kerfið sjálft bendir á og boðleiðirnar eru orðnar svo langar að stór mál hreinlega gleymast.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Tengdar fréttir Hafa óskað eftir því að týndu tölvupóstarnir verði endurheimtir Þetta kom fram í máli Dóru Bjartar í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, þar sem hún ræddi Braggamálið og skýrslu Innri endurskoðunar. 8. febrúar 2019 08:41 Setur spurningarmerki við tímasetninguna Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, setur spurningarmerki við tímasetningu Fésbókarfærslu Stefáns Eiríkssonar borgarritara. 26. febrúar 2019 06:15 Fjármálin í góðu horfi þrátt fyrir framúrkeyrslur Borgarstjóri segir fjármál Reykjavíkurborgar í góðu horfi þrátt fyrir þær framúrkeyrslur sem minnihluti borgarinnar hafi bent á upp á síðkastið. Braggamálið sé innan við eitt prósent af því fé sem borgin ráðstafaði á síðasta ári og umræðan sé komin út fyrir öll mörk. 3. mars 2019 13:16 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent Reykjavíkurborg bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum sem koma ekki fram í skýrslu innri endurskoðunar borgarinnar um Braggamálið svokallaða. Bréfið kom fram á fundi borgarráðs fyrir helgi og er nú á borði fjármálaskrifstofu borgarinnar sem hefur 30 daga til að bregðast við. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir sjaldgæft að eftirlitsnefndin þurfi að óska eftir upplýsingum um einstök mál frá sveitarfélögum.Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn.Fréttablaðið/Anton Brink„Þarna er verið að kalla eftir ástæðum þess að ekki var brugðist við ábendingum innri endurskoðunar um útgjöld. Í Braggamálinu var farið langt fram úr heimildum og ef það hefði verið farið eftir þessum ábendingum þá hefði Braggamálið og önnur slík ekki getað komið fyrir,“ segir Eyþór. „Eftirlitsnefndin, ég og margir borgarbúar viljum vita hvernig þetta gat gerst þegar það var búið að benda á að málin voru í ólestri.“ Í úttekt innri endurskoðunar frá 2015 um Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, sem hafði umsjón með framkvæmdunum á Nauthólsvegi 100, voru settar fram ábendingar um atriði sem mættu betur fara. Í Braggaskýrslunni svokölluðu, sem kom út rétt fyrir jól, kom fram að ekki hefðu verið gerðar fullnægjandi úrbætur vegna ábendinganna frá 2015. Vill því nefndin fá að vita hver eftirfylgnin hafi verið af hálfu innri endurskoðunar, hvort ábendingarnar hafi borist endurskoðunarnefnd og ytri endurskoðendum borgarinnar. Í bréfi sem sent var til borgarinnar í síðustu viku er einnig óskað eftir upplýsingum um reglur sem heimila tilfærslu fjárheimilda milli verkefna og um gerð viðauka við fjárhagsáætlun. Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar var með umsjón með Braggaverkefninu við Nauthólsveg 100 sem er búið að kosta meira en 400 milljónir. Ákveðið var í kjölfarið að leggja skrifstofuna niður þann 1. júní næstkomandi. Enn er eftir að klára úrbætur varðandi langstærstan hluta ábendinganna. „Á þremur árum var bætt úr sex af þrjátíu,“ segir Eyþór. „Kerfið er orðið svo flókið að ekki er farið eftir ábendingum sem kerfið sjálft bendir á og boðleiðirnar eru orðnar svo langar að stór mál hreinlega gleymast.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Tengdar fréttir Hafa óskað eftir því að týndu tölvupóstarnir verði endurheimtir Þetta kom fram í máli Dóru Bjartar í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, þar sem hún ræddi Braggamálið og skýrslu Innri endurskoðunar. 8. febrúar 2019 08:41 Setur spurningarmerki við tímasetninguna Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, setur spurningarmerki við tímasetningu Fésbókarfærslu Stefáns Eiríkssonar borgarritara. 26. febrúar 2019 06:15 Fjármálin í góðu horfi þrátt fyrir framúrkeyrslur Borgarstjóri segir fjármál Reykjavíkurborgar í góðu horfi þrátt fyrir þær framúrkeyrslur sem minnihluti borgarinnar hafi bent á upp á síðkastið. Braggamálið sé innan við eitt prósent af því fé sem borgin ráðstafaði á síðasta ári og umræðan sé komin út fyrir öll mörk. 3. mars 2019 13:16 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Hafa óskað eftir því að týndu tölvupóstarnir verði endurheimtir Þetta kom fram í máli Dóru Bjartar í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, þar sem hún ræddi Braggamálið og skýrslu Innri endurskoðunar. 8. febrúar 2019 08:41
Setur spurningarmerki við tímasetninguna Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, setur spurningarmerki við tímasetningu Fésbókarfærslu Stefáns Eiríkssonar borgarritara. 26. febrúar 2019 06:15
Fjármálin í góðu horfi þrátt fyrir framúrkeyrslur Borgarstjóri segir fjármál Reykjavíkurborgar í góðu horfi þrátt fyrir þær framúrkeyrslur sem minnihluti borgarinnar hafi bent á upp á síðkastið. Braggamálið sé innan við eitt prósent af því fé sem borgin ráðstafaði á síðasta ári og umræðan sé komin út fyrir öll mörk. 3. mars 2019 13:16
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels