Allar ríkisstofnanir skyldaðar til að leggja sitt af mörkum í loftslagsmálum Ari Brynjólfsson skrifar 2. apríl 2019 06:30 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Vísir/Vilhelm Allar stofnanir ríkisins þurfa að vinna markvisst að því að kolefnisjafna starfsemi sína og ráðherra verður skyldugur til að láta vinna áætlun um aðlögun íslensks samfélags að loftslagsbreytingum á grundvelli bestu vísindalegrar þekkingar. Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýju frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra sem hann lagði fram á Alþingi í gær. „Frumvarpið er mikilvægt framlag til loftslagsmála hér á landi því með því styrkjum við umgjörð og stjórnsýslu loftslagsmála á Íslandi. Það sem er nýtt í frumvarpinu er í fyrsta lagi að skylda Stjórnarráðið, stofnanir hins opinbera og fyrirtæki í ríkiseigu til að setja sér loftslagsstefnu og grípa til aðgerða til að draga úr losun og kolefnisjafna starfsemi sína. Þetta markar tímamót og hefur margfeldisáhrif. Það er mikilvægt að hið opinbera sýni skýrt og jákvætt fordæmi í loftslagsmálum,“ segir Guðmundur Ingi. Loftslagsráð, sem er skipað fulltrúum atvinnulífs, sveitarfélaga, umhverfissamtaka og háskólasamfélagsins, verður lögfest með frumvarpinu. Það á að leiðbeina stjórnvöldum um gerð áætlunar um hvernig megi aðlaga íslenskt samfélag óumflýjanlegum loftslagsbreytingum. Guðmundur Ingi er vongóður um að allir nái að taka höndum saman. „Já, ég er mjög vongóður. Stjórnarráðið hefur í vetur unnið að loftslagsstefnu fyrir ráðuneytin og mun kynna hana nú í apríl. Sú vinna hefur gengið mjög vel og allir verið samtaka um að taka þátt. Ég á von á mjög góðum viðbrögðum stofnana og fyrirtækja í meirihlutaeigu ríkisins við þessu – það vilja allir og þurfa allir að vera með í loftslagsmálunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Allar stofnanir ríkisins þurfa að vinna markvisst að því að kolefnisjafna starfsemi sína og ráðherra verður skyldugur til að láta vinna áætlun um aðlögun íslensks samfélags að loftslagsbreytingum á grundvelli bestu vísindalegrar þekkingar. Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýju frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra sem hann lagði fram á Alþingi í gær. „Frumvarpið er mikilvægt framlag til loftslagsmála hér á landi því með því styrkjum við umgjörð og stjórnsýslu loftslagsmála á Íslandi. Það sem er nýtt í frumvarpinu er í fyrsta lagi að skylda Stjórnarráðið, stofnanir hins opinbera og fyrirtæki í ríkiseigu til að setja sér loftslagsstefnu og grípa til aðgerða til að draga úr losun og kolefnisjafna starfsemi sína. Þetta markar tímamót og hefur margfeldisáhrif. Það er mikilvægt að hið opinbera sýni skýrt og jákvætt fordæmi í loftslagsmálum,“ segir Guðmundur Ingi. Loftslagsráð, sem er skipað fulltrúum atvinnulífs, sveitarfélaga, umhverfissamtaka og háskólasamfélagsins, verður lögfest með frumvarpinu. Það á að leiðbeina stjórnvöldum um gerð áætlunar um hvernig megi aðlaga íslenskt samfélag óumflýjanlegum loftslagsbreytingum. Guðmundur Ingi er vongóður um að allir nái að taka höndum saman. „Já, ég er mjög vongóður. Stjórnarráðið hefur í vetur unnið að loftslagsstefnu fyrir ráðuneytin og mun kynna hana nú í apríl. Sú vinna hefur gengið mjög vel og allir verið samtaka um að taka þátt. Ég á von á mjög góðum viðbrögðum stofnana og fyrirtækja í meirihlutaeigu ríkisins við þessu – það vilja allir og þurfa allir að vera með í loftslagsmálunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira