Ágætis byrjun í Varmá Karl Lúðvíksson skrifar 1. apríl 2019 14:41 Það var kuldalegt í morgun við Varmá. Mynd: Halldór Gunnarsson Tekist á við sjóbirting í Varmá um hádegi í dag.Mynd: Halldór Gunnarsson Veiði hófst í dag og nokkur fjöldi veiðimanna er staddur á sjóbirtingsslóðum þar sem reynt er að setja í fyrstu fiska veiðitímabilsins. Ein af vinsælli vorveiðiám síðustu ára er Varmá en eftir að hert var á veitt og sleppt reglum í henni hefur veiðin verið að koma vel til baka. Halldór Gunnarsson í Flugubúllunni er staddur við Varmá ásamt félaga sínum og eru þeir komnir með sex fiska á land í dag í nokkuð erfiðum skilyrðum. Eins og sést á myndunum er ansi sólríkt fyrir austan en það gerir það að verkum að fiskurinn er mjög var um sig. Samkvæmt Halldóri eru þessir fiskar sem þeir eru búnir að landa 40-65 sm langir. Það er nokkuð líf á svæðinu en eins og áður segir er fiskurinn mjög var um sig í þessum skilyrðum. Þeir félagar hafa ekki veitt stórt svæði í dag og eru bara búnir að veiða við bakkana en ætla sér að halda áfram í dag og það verður fróðlegt að heyra frá þeim í lok í dags. Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Svona losar þú veiðikróka úr húðinni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Norðurá og Blanda bláar af laxi Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Heldur rólegt á fyrsta veiðideginum í Elliðavatni Veiði Mikið líf í Elliðavatni um helgina Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði
Tekist á við sjóbirting í Varmá um hádegi í dag.Mynd: Halldór Gunnarsson Veiði hófst í dag og nokkur fjöldi veiðimanna er staddur á sjóbirtingsslóðum þar sem reynt er að setja í fyrstu fiska veiðitímabilsins. Ein af vinsælli vorveiðiám síðustu ára er Varmá en eftir að hert var á veitt og sleppt reglum í henni hefur veiðin verið að koma vel til baka. Halldór Gunnarsson í Flugubúllunni er staddur við Varmá ásamt félaga sínum og eru þeir komnir með sex fiska á land í dag í nokkuð erfiðum skilyrðum. Eins og sést á myndunum er ansi sólríkt fyrir austan en það gerir það að verkum að fiskurinn er mjög var um sig. Samkvæmt Halldóri eru þessir fiskar sem þeir eru búnir að landa 40-65 sm langir. Það er nokkuð líf á svæðinu en eins og áður segir er fiskurinn mjög var um sig í þessum skilyrðum. Þeir félagar hafa ekki veitt stórt svæði í dag og eru bara búnir að veiða við bakkana en ætla sér að halda áfram í dag og það verður fróðlegt að heyra frá þeim í lok í dags.
Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Svona losar þú veiðikróka úr húðinni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Norðurá og Blanda bláar af laxi Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Heldur rólegt á fyrsta veiðideginum í Elliðavatni Veiði Mikið líf í Elliðavatni um helgina Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði