Stjarnan getur enn mætt þremur liðum í undanúrslitunum og KR-liðið fjórum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2019 12:30 Stjörnumennirnir Ægir Þór Steinarsson, Arnþór Freyr Guðmundsson, Antti Kanervo og Arnar Guðjónsson fylgjast örugglega vel með leikjum kvöldsins. Vísir/Vilhelm KR og Stjarnan eru komin í undanúrslit úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta en það verður barist um tvö síðustu sætin í kvöld. Bæði KR og Stjarnan geta enn mætt mörgum liðum í næstu umferð. Leikmenn og þjálfara Stjörnunnar og KR fylgjast örugglega vel með oddaleikjunum í Njarðvík og á Sauðárkróki í kvöld.Stöð 2 Sport mun sýna báða leiki kvöldsins í beinni. Leikur Tindastóls og Þórs hefst klukkan 18.30 en leikur Njarðvíkur og ÍR strax á eftir eða klukkan 20.15. Domino's körfuboltakvöld mun halda utan um allt kvöldið en útsendingin hefst klukkan 18.00.Þetta verður sannkallað maraþon Domino's körfuboltakvöld því eftir uppgjör leikja kvöldsins í úrslitakeppni karla verður upphitunarþáttur fyrir úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna í beinni frá Njarðvík. En aftur af möguleikum kvöldsins. Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar og Íslandsmeistarar KR komust áfram fyrir helgi en hvaða liðum geta meistaraliðin mætt? Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, er þannig þekktur fyrir að leikgreina andstæðinga sína niður í minnstu smáatriði en hann getur ekki byrjað á því fyrr en eftir oddaleikina tvo í kvöld. Stjarnan tryggði sér sæti í undanúrslitunum á föstudagskvöldið en á enn möguleika á að mæta þremur liðum í undanúrslitunum. Ástæðan er að Stjörnuliðið er deildarmeistari og mætir alltaf liðinu sem endaði neðst í töflunni af þeim sem komast í undanúrslitin. Stjarnan mætir ÍR-ingum takist Breiðhyltingum að vinna Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvík komst í 2-0 í einvíginu en ÍR-ingar hafa unnið tvo leiki í röð. KR myndi þá mæta sigurvegaranum úr leik Tindastóls og Þór. Stjarnan mætir Þórsurum takist Þórsliðinu að slá út Tindastól á sama tíma og Njarðvík klárar ÍR. KR myndi þá mæta Njarðvík. Staðan er jafnvel enn flóknari hjá Inga Þór Steinþórssyni og lærisveinum hans í KR sem geta enn mætt fjórum liðum og eitt þeirra er Stjarnan. KR-liðið getur í rauninni mætt öllum liðunum sem eru eftir í úrslitakeppninni nema ÍR og allt fer þetta eftir úrslitum beggja leikja í kvöldsins. KR endaði í fimmta sæti og verður mótherji Stjörnuliðsins ef Njarðvík og Tindastóll vinna bæði sína leiki í kvöld. KR getur einnig mætt Njarðvík, Þór Þorlákshöfn og Tindastól en Njarðvík verður alltaf að vinna ÍR ef eitt þessara liða á að verða mótherji Vesturbæinga.Mögulegir mótherjar Stjörnunnar KR - ef Njarðvík og Tindastóll vinna í kvöld Þór Þorlákshöfn - ef Þórs og Njarðvík vinna í kvöld ÍR - ef ÍR vinnur í kvöld[Getur ekki mætt Tindastól eða Njarðvík]Mögulegir mótherjar KR Stjarnan - ef Njarðvík og Tindastóll vinna í kvöld Njarðvík - ef Njarðvík og Þór vinna í kvöld. Þór Þorlákhöfn - ef ÍR og Þór vinna í kvöld Tindastóll - ef ÍR og Tindastóll vinna í kvöld[Getur ekki mætt ÍR] Dominos-deild karla Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
KR og Stjarnan eru komin í undanúrslit úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta en það verður barist um tvö síðustu sætin í kvöld. Bæði KR og Stjarnan geta enn mætt mörgum liðum í næstu umferð. Leikmenn og þjálfara Stjörnunnar og KR fylgjast örugglega vel með oddaleikjunum í Njarðvík og á Sauðárkróki í kvöld.Stöð 2 Sport mun sýna báða leiki kvöldsins í beinni. Leikur Tindastóls og Þórs hefst klukkan 18.30 en leikur Njarðvíkur og ÍR strax á eftir eða klukkan 20.15. Domino's körfuboltakvöld mun halda utan um allt kvöldið en útsendingin hefst klukkan 18.00.Þetta verður sannkallað maraþon Domino's körfuboltakvöld því eftir uppgjör leikja kvöldsins í úrslitakeppni karla verður upphitunarþáttur fyrir úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna í beinni frá Njarðvík. En aftur af möguleikum kvöldsins. Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar og Íslandsmeistarar KR komust áfram fyrir helgi en hvaða liðum geta meistaraliðin mætt? Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, er þannig þekktur fyrir að leikgreina andstæðinga sína niður í minnstu smáatriði en hann getur ekki byrjað á því fyrr en eftir oddaleikina tvo í kvöld. Stjarnan tryggði sér sæti í undanúrslitunum á föstudagskvöldið en á enn möguleika á að mæta þremur liðum í undanúrslitunum. Ástæðan er að Stjörnuliðið er deildarmeistari og mætir alltaf liðinu sem endaði neðst í töflunni af þeim sem komast í undanúrslitin. Stjarnan mætir ÍR-ingum takist Breiðhyltingum að vinna Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvík komst í 2-0 í einvíginu en ÍR-ingar hafa unnið tvo leiki í röð. KR myndi þá mæta sigurvegaranum úr leik Tindastóls og Þór. Stjarnan mætir Þórsurum takist Þórsliðinu að slá út Tindastól á sama tíma og Njarðvík klárar ÍR. KR myndi þá mæta Njarðvík. Staðan er jafnvel enn flóknari hjá Inga Þór Steinþórssyni og lærisveinum hans í KR sem geta enn mætt fjórum liðum og eitt þeirra er Stjarnan. KR-liðið getur í rauninni mætt öllum liðunum sem eru eftir í úrslitakeppninni nema ÍR og allt fer þetta eftir úrslitum beggja leikja í kvöldsins. KR endaði í fimmta sæti og verður mótherji Stjörnuliðsins ef Njarðvík og Tindastóll vinna bæði sína leiki í kvöld. KR getur einnig mætt Njarðvík, Þór Þorlákshöfn og Tindastól en Njarðvík verður alltaf að vinna ÍR ef eitt þessara liða á að verða mótherji Vesturbæinga.Mögulegir mótherjar Stjörnunnar KR - ef Njarðvík og Tindastóll vinna í kvöld Þór Þorlákshöfn - ef Þórs og Njarðvík vinna í kvöld ÍR - ef ÍR vinnur í kvöld[Getur ekki mætt Tindastól eða Njarðvík]Mögulegir mótherjar KR Stjarnan - ef Njarðvík og Tindastóll vinna í kvöld Njarðvík - ef Njarðvík og Þór vinna í kvöld. Þór Þorlákhöfn - ef ÍR og Þór vinna í kvöld Tindastóll - ef ÍR og Tindastóll vinna í kvöld[Getur ekki mætt ÍR]
Dominos-deild karla Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti