Stjarnan getur enn mætt þremur liðum í undanúrslitunum og KR-liðið fjórum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2019 12:30 Stjörnumennirnir Ægir Þór Steinarsson, Arnþór Freyr Guðmundsson, Antti Kanervo og Arnar Guðjónsson fylgjast örugglega vel með leikjum kvöldsins. Vísir/Vilhelm KR og Stjarnan eru komin í undanúrslit úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta en það verður barist um tvö síðustu sætin í kvöld. Bæði KR og Stjarnan geta enn mætt mörgum liðum í næstu umferð. Leikmenn og þjálfara Stjörnunnar og KR fylgjast örugglega vel með oddaleikjunum í Njarðvík og á Sauðárkróki í kvöld.Stöð 2 Sport mun sýna báða leiki kvöldsins í beinni. Leikur Tindastóls og Þórs hefst klukkan 18.30 en leikur Njarðvíkur og ÍR strax á eftir eða klukkan 20.15. Domino's körfuboltakvöld mun halda utan um allt kvöldið en útsendingin hefst klukkan 18.00.Þetta verður sannkallað maraþon Domino's körfuboltakvöld því eftir uppgjör leikja kvöldsins í úrslitakeppni karla verður upphitunarþáttur fyrir úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna í beinni frá Njarðvík. En aftur af möguleikum kvöldsins. Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar og Íslandsmeistarar KR komust áfram fyrir helgi en hvaða liðum geta meistaraliðin mætt? Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, er þannig þekktur fyrir að leikgreina andstæðinga sína niður í minnstu smáatriði en hann getur ekki byrjað á því fyrr en eftir oddaleikina tvo í kvöld. Stjarnan tryggði sér sæti í undanúrslitunum á föstudagskvöldið en á enn möguleika á að mæta þremur liðum í undanúrslitunum. Ástæðan er að Stjörnuliðið er deildarmeistari og mætir alltaf liðinu sem endaði neðst í töflunni af þeim sem komast í undanúrslitin. Stjarnan mætir ÍR-ingum takist Breiðhyltingum að vinna Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvík komst í 2-0 í einvíginu en ÍR-ingar hafa unnið tvo leiki í röð. KR myndi þá mæta sigurvegaranum úr leik Tindastóls og Þór. Stjarnan mætir Þórsurum takist Þórsliðinu að slá út Tindastól á sama tíma og Njarðvík klárar ÍR. KR myndi þá mæta Njarðvík. Staðan er jafnvel enn flóknari hjá Inga Þór Steinþórssyni og lærisveinum hans í KR sem geta enn mætt fjórum liðum og eitt þeirra er Stjarnan. KR-liðið getur í rauninni mætt öllum liðunum sem eru eftir í úrslitakeppninni nema ÍR og allt fer þetta eftir úrslitum beggja leikja í kvöldsins. KR endaði í fimmta sæti og verður mótherji Stjörnuliðsins ef Njarðvík og Tindastóll vinna bæði sína leiki í kvöld. KR getur einnig mætt Njarðvík, Þór Þorlákshöfn og Tindastól en Njarðvík verður alltaf að vinna ÍR ef eitt þessara liða á að verða mótherji Vesturbæinga.Mögulegir mótherjar Stjörnunnar KR - ef Njarðvík og Tindastóll vinna í kvöld Þór Þorlákshöfn - ef Þórs og Njarðvík vinna í kvöld ÍR - ef ÍR vinnur í kvöld[Getur ekki mætt Tindastól eða Njarðvík]Mögulegir mótherjar KR Stjarnan - ef Njarðvík og Tindastóll vinna í kvöld Njarðvík - ef Njarðvík og Þór vinna í kvöld. Þór Þorlákhöfn - ef ÍR og Þór vinna í kvöld Tindastóll - ef ÍR og Tindastóll vinna í kvöld[Getur ekki mætt ÍR] Dominos-deild karla Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira
KR og Stjarnan eru komin í undanúrslit úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta en það verður barist um tvö síðustu sætin í kvöld. Bæði KR og Stjarnan geta enn mætt mörgum liðum í næstu umferð. Leikmenn og þjálfara Stjörnunnar og KR fylgjast örugglega vel með oddaleikjunum í Njarðvík og á Sauðárkróki í kvöld.Stöð 2 Sport mun sýna báða leiki kvöldsins í beinni. Leikur Tindastóls og Þórs hefst klukkan 18.30 en leikur Njarðvíkur og ÍR strax á eftir eða klukkan 20.15. Domino's körfuboltakvöld mun halda utan um allt kvöldið en útsendingin hefst klukkan 18.00.Þetta verður sannkallað maraþon Domino's körfuboltakvöld því eftir uppgjör leikja kvöldsins í úrslitakeppni karla verður upphitunarþáttur fyrir úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna í beinni frá Njarðvík. En aftur af möguleikum kvöldsins. Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar og Íslandsmeistarar KR komust áfram fyrir helgi en hvaða liðum geta meistaraliðin mætt? Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, er þannig þekktur fyrir að leikgreina andstæðinga sína niður í minnstu smáatriði en hann getur ekki byrjað á því fyrr en eftir oddaleikina tvo í kvöld. Stjarnan tryggði sér sæti í undanúrslitunum á föstudagskvöldið en á enn möguleika á að mæta þremur liðum í undanúrslitunum. Ástæðan er að Stjörnuliðið er deildarmeistari og mætir alltaf liðinu sem endaði neðst í töflunni af þeim sem komast í undanúrslitin. Stjarnan mætir ÍR-ingum takist Breiðhyltingum að vinna Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvík komst í 2-0 í einvíginu en ÍR-ingar hafa unnið tvo leiki í röð. KR myndi þá mæta sigurvegaranum úr leik Tindastóls og Þór. Stjarnan mætir Þórsurum takist Þórsliðinu að slá út Tindastól á sama tíma og Njarðvík klárar ÍR. KR myndi þá mæta Njarðvík. Staðan er jafnvel enn flóknari hjá Inga Þór Steinþórssyni og lærisveinum hans í KR sem geta enn mætt fjórum liðum og eitt þeirra er Stjarnan. KR-liðið getur í rauninni mætt öllum liðunum sem eru eftir í úrslitakeppninni nema ÍR og allt fer þetta eftir úrslitum beggja leikja í kvöldsins. KR endaði í fimmta sæti og verður mótherji Stjörnuliðsins ef Njarðvík og Tindastóll vinna bæði sína leiki í kvöld. KR getur einnig mætt Njarðvík, Þór Þorlákshöfn og Tindastól en Njarðvík verður alltaf að vinna ÍR ef eitt þessara liða á að verða mótherji Vesturbæinga.Mögulegir mótherjar Stjörnunnar KR - ef Njarðvík og Tindastóll vinna í kvöld Þór Þorlákshöfn - ef Þórs og Njarðvík vinna í kvöld ÍR - ef ÍR vinnur í kvöld[Getur ekki mætt Tindastól eða Njarðvík]Mögulegir mótherjar KR Stjarnan - ef Njarðvík og Tindastóll vinna í kvöld Njarðvík - ef Njarðvík og Þór vinna í kvöld. Þór Þorlákhöfn - ef ÍR og Þór vinna í kvöld Tindastóll - ef ÍR og Tindastóll vinna í kvöld[Getur ekki mætt ÍR]
Dominos-deild karla Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti