Háttsettur starfsmaður WHO myrtur í Kongó Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2019 22:02 Nokkrar árásir sem þessar hafa verið gerðar á undanförnum mánuðum og hefur það leitt til þess að hjálparstarfsmenn hafa flúið frá Kongó. AP/Al-hadji Kudra Maliro Þungvopnaðir vígamenn réðust á sjúkrahús í Austur-Kongó í dag, þar sem verið er að sinna einstaklingum sem smitast hafa af ebólu, og myrtu þar háttsettan starfsmann Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Tveir aðrir starfsmenn stofnunarinnar særðust í árásinni sem beindist að sjúkrahúsi í borginni Butembo en íbúar svæðisins upplifa nú næst stærsta ebólufaraldur sögunnar. Vígamennirnir tilheyra hóp sem vill að allir utanaðkomandi heilbrigðisstarfsmenn yfirgefi Kongó, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Faraldurinn breiðist nú út hraðar en hann hefur áður gert en útbreiðsla ebólu í Kongó var skilgreind sem faraldur í ágúst síðastliðnum.Þar spila árásir vígamanna og annarra inn í en þó nokkrar slíkar árásir hafa verið gerðar á undanförnum mánuðum og hefur það leitt til þess að hjálparstarfsmenn hafa flúið frá Kongó. Háttsetti læknirinn sem lést hét Richard Mouzoko. Talið er að um 843 hafi dáið vegna ebóluveirunnar í Kongó og að hundruð til viðbótar hafi smitast. Reuters segir vígamenn og aðra sem ráðist hafa gagn hjálparstarfsmönnum trúa því að um samsæri sé ræða og að ríkisstjórn landsins eða aðrar þjóðir standi að baki faraldursins. Í röð tísta sem birt voru í kvöld segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, að stofnunin sé að skoða öryggisástandið í Kongó og ítrekaði hættuna sem steðjar að hjálparstarfsmönnum þar.Today we lost one of our very own: Dr Richard Valery Mouzoko Kiboung, an epidemiologist deployed in the #Ebola response in #DRC, during a hospital attack in Butembo.We grieve together with his family during this difficult time. pic.twitter.com/dJ52VL64Yn— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) April 19, 2019 Austur-Kongó Ebóla Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Þungvopnaðir vígamenn réðust á sjúkrahús í Austur-Kongó í dag, þar sem verið er að sinna einstaklingum sem smitast hafa af ebólu, og myrtu þar háttsettan starfsmann Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Tveir aðrir starfsmenn stofnunarinnar særðust í árásinni sem beindist að sjúkrahúsi í borginni Butembo en íbúar svæðisins upplifa nú næst stærsta ebólufaraldur sögunnar. Vígamennirnir tilheyra hóp sem vill að allir utanaðkomandi heilbrigðisstarfsmenn yfirgefi Kongó, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Faraldurinn breiðist nú út hraðar en hann hefur áður gert en útbreiðsla ebólu í Kongó var skilgreind sem faraldur í ágúst síðastliðnum.Þar spila árásir vígamanna og annarra inn í en þó nokkrar slíkar árásir hafa verið gerðar á undanförnum mánuðum og hefur það leitt til þess að hjálparstarfsmenn hafa flúið frá Kongó. Háttsetti læknirinn sem lést hét Richard Mouzoko. Talið er að um 843 hafi dáið vegna ebóluveirunnar í Kongó og að hundruð til viðbótar hafi smitast. Reuters segir vígamenn og aðra sem ráðist hafa gagn hjálparstarfsmönnum trúa því að um samsæri sé ræða og að ríkisstjórn landsins eða aðrar þjóðir standi að baki faraldursins. Í röð tísta sem birt voru í kvöld segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, að stofnunin sé að skoða öryggisástandið í Kongó og ítrekaði hættuna sem steðjar að hjálparstarfsmönnum þar.Today we lost one of our very own: Dr Richard Valery Mouzoko Kiboung, an epidemiologist deployed in the #Ebola response in #DRC, during a hospital attack in Butembo.We grieve together with his family during this difficult time. pic.twitter.com/dJ52VL64Yn— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) April 19, 2019
Austur-Kongó Ebóla Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira