Þögul mótmæli á Austurvelli Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. apríl 2019 12:55 Þögul mótmæli íslenskra námsmanna hófust nú í hádeginu og er þetta í níunda sinn sem námsmenn hér á landi mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Fleiri krefjast aðgerða en grasrótarsamtök í London, sem valdið hafa miklum truflunum með mótmælum sínum síðustu daga, mótmæla nú við Heathrow flugvöll. Íslenskir námsmenn af öllum skólastigum hafa síðustu níu föstudaga tekið þátt í Loftslagsverkfalli og mótmælt aðgerðarleysi stjórnvalda í loftlagsmálum. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, segir að verkfallið verði með öðru móti í dag. Það verði þögult og sitjandi. „Það er náttúrulega föstudagurinn langi en það er bara þannig að loftslagsbreytingar fara ekki í frí. Þess vegna væri það óviðeigandi fyrir okkur í loftslagsverkfallinu að fara í frí. Við ætlum ekki að hafa þetta ræðu-snið sem verið hefur heldur verðum við með þögult verkfall. Þannig að við komum saman fyrir framan Alþingishúsið með skilti og höfum klukkutíma þögn fyrir loftslagið,“ sagði Elsa María. Þar sem allir eru í fríi býst hún við miklum fjölda. Talið er að álíka verkföll hafi farið fram í yfir hundrað löndum síðustu mánuði en þau eru innblásin af hinni sænsku Gretu Thunberg sem hóf verkfallsaðgerðir í ágúst á síðasta ári, aðeins 15 ára gömul. „Við erum svolítið núna að kalla eftir því að fleiri en skólakrakkar taki þátt í þessu við höfum séð alþjóðlega að foreldrar og ömmur og afar hafa tekið sig til og stutt við þau ungmenni sem hafa farið í skólaverkfall. Núna í gær fór í loftið á Facebook-síðan „Foreldra fyrir framtíðina“ hér á Íslandi. Við viljum svolítið kalla til eldri kynslóða og fá þau til að slást í lið með okkur,“ segir Elsa María Guðlaugs og Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta. Það eru fleiri sem eru huga að loftslaginu í dag. Grasrótarsamtök í London, sem kalla sig Uppreisn gegn útrýmingu, og hafa valdið miklum truflunum í London undanfarið til að vekja athygli á loftslagsmálum, mótmæla við Heathrow flugvöll í dag. Yfir hundrað hafa verið handteknir og meira en þúsund lögreglumenn verið að störfum í tengslum við mótmælin sem hafa verið í gangi síðustu fimm daga. Mótmælendur hafa reynt að loka umferðargötum og hafa samgöngur um hluta borgarinnar lamast. Í gær tilkynnti hópurinn að þau mundu herða aðgerðir sínar í dag og mótmæla nú á Heathrow flugvelli. Hátt í þrjátíu lögreglumenn eru á flugvellinum og hefur mótmælendum verið hótað handtöku ef þeir fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu um að færa sig frá umferðargötum. Bretland Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Sjá meira
Þögul mótmæli íslenskra námsmanna hófust nú í hádeginu og er þetta í níunda sinn sem námsmenn hér á landi mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Fleiri krefjast aðgerða en grasrótarsamtök í London, sem valdið hafa miklum truflunum með mótmælum sínum síðustu daga, mótmæla nú við Heathrow flugvöll. Íslenskir námsmenn af öllum skólastigum hafa síðustu níu föstudaga tekið þátt í Loftslagsverkfalli og mótmælt aðgerðarleysi stjórnvalda í loftlagsmálum. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, segir að verkfallið verði með öðru móti í dag. Það verði þögult og sitjandi. „Það er náttúrulega föstudagurinn langi en það er bara þannig að loftslagsbreytingar fara ekki í frí. Þess vegna væri það óviðeigandi fyrir okkur í loftslagsverkfallinu að fara í frí. Við ætlum ekki að hafa þetta ræðu-snið sem verið hefur heldur verðum við með þögult verkfall. Þannig að við komum saman fyrir framan Alþingishúsið með skilti og höfum klukkutíma þögn fyrir loftslagið,“ sagði Elsa María. Þar sem allir eru í fríi býst hún við miklum fjölda. Talið er að álíka verkföll hafi farið fram í yfir hundrað löndum síðustu mánuði en þau eru innblásin af hinni sænsku Gretu Thunberg sem hóf verkfallsaðgerðir í ágúst á síðasta ári, aðeins 15 ára gömul. „Við erum svolítið núna að kalla eftir því að fleiri en skólakrakkar taki þátt í þessu við höfum séð alþjóðlega að foreldrar og ömmur og afar hafa tekið sig til og stutt við þau ungmenni sem hafa farið í skólaverkfall. Núna í gær fór í loftið á Facebook-síðan „Foreldra fyrir framtíðina“ hér á Íslandi. Við viljum svolítið kalla til eldri kynslóða og fá þau til að slást í lið með okkur,“ segir Elsa María Guðlaugs og Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta. Það eru fleiri sem eru huga að loftslaginu í dag. Grasrótarsamtök í London, sem kalla sig Uppreisn gegn útrýmingu, og hafa valdið miklum truflunum í London undanfarið til að vekja athygli á loftslagsmálum, mótmæla við Heathrow flugvöll í dag. Yfir hundrað hafa verið handteknir og meira en þúsund lögreglumenn verið að störfum í tengslum við mótmælin sem hafa verið í gangi síðustu fimm daga. Mótmælendur hafa reynt að loka umferðargötum og hafa samgöngur um hluta borgarinnar lamast. Í gær tilkynnti hópurinn að þau mundu herða aðgerðir sínar í dag og mótmæla nú á Heathrow flugvelli. Hátt í þrjátíu lögreglumenn eru á flugvellinum og hefur mótmælendum verið hótað handtöku ef þeir fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu um að færa sig frá umferðargötum.
Bretland Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Sjá meira