Ástandið grafalvarlegt á Akranesi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. apríl 2019 12:20 Elsa Lára Arnardóttir, stjórnarformaður Höfða. Fimm manns eru fastir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands því ekki er hægt að útskrifa þá þar sem ekki er pláss á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi. Þar eru hátt í fjörutíu manns á biðlista og segir stjórnarformaður Höfða ástandið vera grafalvarlegt.Heilbrigðisráðherra synjaði beiðni Akranesbæjar um fjölgun hjúkrunarrýma á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi fyrr á þessu ári og var mikil óánægja innan bæjarstjórnar með þá ákvörðun.Farið var í að kortleggja þörfina eftir hjúkrunarrýmum enn betur og segir Elsa Lára Arnarsdóttir, stjórnarformaður Höfða, að staðan sé enn verri að talið hafði verið. Þrjátíu og sex manns eru á biðlista eftir hjúkrunar- og dvalarrýmum. „Það hefur orðið mikil fjölgun núna í vetur. Staðan er sú að af þessum 36 manns eru fjórir til fimm fastir inn á legudeildum heilbrigðisstofnunarinnar. Þeir ná ekki að útskrifast þaðan því þeir fá ekki varanlega dvöl á Höfða því það er bara allt fullt“ Þetta sé ömurleg staða fyrir þá einstaklinga sem eru fastir á spítalanum. „Þeir ná ekki að koma inn á Höfða og taka þátt í því iðjustarfi sem þar er og eru þar með fastir upp á spítala þar sem er annars konar þjónusta en verið er að veita á hjúkrunar og dvalarheimilum. Það væri til allra bóta fyrir þá og þá sem þurfa á þjónustu heilbrigðisstofnunarinnar að halda að þessir einstaklingar komist inn á Höfða“ Elsa Lára segir að áfram sé verið að reyna vekja athygli stjórnvalda á málinu. Stjórnarmenn Höfða eigi fund með ráðherra í maí. „Staðan er grafalvarleg. Við erum með fjögur biðhjúkrunarrými á höfða sem eiga að renna út 30. september næstkomandi. Við höfum fengið synjun á því að þau verði gerð varanleg og erum í raun enn að pressa á það að þau verði gerð varanleg hjúkrunarrými vegna þeirra stöðu sem uppi er,“ segir Elsa Lára. Akranes Heilbrigðismál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Fimm manns eru fastir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands því ekki er hægt að útskrifa þá þar sem ekki er pláss á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi. Þar eru hátt í fjörutíu manns á biðlista og segir stjórnarformaður Höfða ástandið vera grafalvarlegt.Heilbrigðisráðherra synjaði beiðni Akranesbæjar um fjölgun hjúkrunarrýma á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi fyrr á þessu ári og var mikil óánægja innan bæjarstjórnar með þá ákvörðun.Farið var í að kortleggja þörfina eftir hjúkrunarrýmum enn betur og segir Elsa Lára Arnarsdóttir, stjórnarformaður Höfða, að staðan sé enn verri að talið hafði verið. Þrjátíu og sex manns eru á biðlista eftir hjúkrunar- og dvalarrýmum. „Það hefur orðið mikil fjölgun núna í vetur. Staðan er sú að af þessum 36 manns eru fjórir til fimm fastir inn á legudeildum heilbrigðisstofnunarinnar. Þeir ná ekki að útskrifast þaðan því þeir fá ekki varanlega dvöl á Höfða því það er bara allt fullt“ Þetta sé ömurleg staða fyrir þá einstaklinga sem eru fastir á spítalanum. „Þeir ná ekki að koma inn á Höfða og taka þátt í því iðjustarfi sem þar er og eru þar með fastir upp á spítala þar sem er annars konar þjónusta en verið er að veita á hjúkrunar og dvalarheimilum. Það væri til allra bóta fyrir þá og þá sem þurfa á þjónustu heilbrigðisstofnunarinnar að halda að þessir einstaklingar komist inn á Höfða“ Elsa Lára segir að áfram sé verið að reyna vekja athygli stjórnvalda á málinu. Stjórnarmenn Höfða eigi fund með ráðherra í maí. „Staðan er grafalvarleg. Við erum með fjögur biðhjúkrunarrými á höfða sem eiga að renna út 30. september næstkomandi. Við höfum fengið synjun á því að þau verði gerð varanleg og erum í raun enn að pressa á það að þau verði gerð varanleg hjúkrunarrými vegna þeirra stöðu sem uppi er,“ segir Elsa Lára.
Akranes Heilbrigðismál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira