Beyoncé fékk meðgöngueitrun er hún gekk með tvíburana: „Líkami minn gekk í gegnum meira en ég vissi að hann gæti“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. apríl 2019 13:50 Beyoncé á Coachella í fyrra en tónleikarnir þeir fyrstu sem hún hélt eftir að hún fæddi tvíburana Rumi og Sir í júní 2017. vísir/getty Tónlistarkonan Beyoncé ræðir opinskátt um seinni meðgöngu sína í nýrri heimildarmynd sem frumsýnd var á Netflix í vikunni og ber heitið Homecoming. Hún segir það hafa verið óvænt þegar hún varð ólétt og lýsir meðgöngunni sem ótrúlega erfiðri. Í myndinni segir Beyoncé frá því að hún hafi fengið meðgöngueitrun sem lýsir sér meðal annars í háum blóðþrýstingi. „Líkami minn gekk í gegnum meira en ég vissi að hann gæti,“ segir söngkonan í myndinni þar sem hún ræðir einnig um það hvaða áhrif meðgangan hafði á fyrirhugaða tónleika hennar á Coachella árið 2017. Homecoming fjallar einmitt um tónleika Beyoncé á Coachella á hátíðinni árið eftir. Beyoncé segir að hún hafi komist að því að hún hafi verið ólétt í lok árs 2016. „Ég átti að koma fram á Coachella árið 2017 en ég varð óvænt ólétt. Svo voru þetta tvíburar sem var líka mjög óvænt.“ Meðgangan var erfið og það var fæðingin sömuleiðis en þau Rumi og Sir fæddust í júní 2017. Beyoncé segir frá því að hjarta annars þeirra hafi hætt að slá nokkrum sinnum í fæðingunni svo á endanum voru tvíburarnir teknir með bráðakeisaraskurði. Beyoncé greinir síðan frá því að það hafi verið áskorun að hefja æfingar fyrir Coachella en tónleikarnir í fyrra voru þeir fyrstu sem hún hélt eftir að tvíburarnir fæddust. „Mikið af dansinum er tilfinning en ekki svo mikil tækni, persónuleikinn þinn er það sem glæðir dansinn lífi. Það er erfitt þegar þér líður ekki eins og þér sjálfri. Ég þurfti að byggja líkamann minn upp og það tók mig tíma að verða nógu sjálfsörugg til að gefa mig sjálfa í þetta,“ segir Beyoncé. Hún segir að líkami sinn hafi einfaldlega ekki verið rétt tengdur til að byrja með. Þá var hugur hennar heldur ekki á staðnum. „Í huga mínum vildi ég bara vera með börnunum mínum. Fólk sér ekki fórnirnar sem þarf að færa.“ Tónlist Tengdar fréttir Heimildarmynd um rómaða tónleika Beyoncé á Coachella væntanleg á Netflix Stikla fyrir myndina var frumsýnd í gær. 9. apríl 2019 08:15 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
Tónlistarkonan Beyoncé ræðir opinskátt um seinni meðgöngu sína í nýrri heimildarmynd sem frumsýnd var á Netflix í vikunni og ber heitið Homecoming. Hún segir það hafa verið óvænt þegar hún varð ólétt og lýsir meðgöngunni sem ótrúlega erfiðri. Í myndinni segir Beyoncé frá því að hún hafi fengið meðgöngueitrun sem lýsir sér meðal annars í háum blóðþrýstingi. „Líkami minn gekk í gegnum meira en ég vissi að hann gæti,“ segir söngkonan í myndinni þar sem hún ræðir einnig um það hvaða áhrif meðgangan hafði á fyrirhugaða tónleika hennar á Coachella árið 2017. Homecoming fjallar einmitt um tónleika Beyoncé á Coachella á hátíðinni árið eftir. Beyoncé segir að hún hafi komist að því að hún hafi verið ólétt í lok árs 2016. „Ég átti að koma fram á Coachella árið 2017 en ég varð óvænt ólétt. Svo voru þetta tvíburar sem var líka mjög óvænt.“ Meðgangan var erfið og það var fæðingin sömuleiðis en þau Rumi og Sir fæddust í júní 2017. Beyoncé segir frá því að hjarta annars þeirra hafi hætt að slá nokkrum sinnum í fæðingunni svo á endanum voru tvíburarnir teknir með bráðakeisaraskurði. Beyoncé greinir síðan frá því að það hafi verið áskorun að hefja æfingar fyrir Coachella en tónleikarnir í fyrra voru þeir fyrstu sem hún hélt eftir að tvíburarnir fæddust. „Mikið af dansinum er tilfinning en ekki svo mikil tækni, persónuleikinn þinn er það sem glæðir dansinn lífi. Það er erfitt þegar þér líður ekki eins og þér sjálfri. Ég þurfti að byggja líkamann minn upp og það tók mig tíma að verða nógu sjálfsörugg til að gefa mig sjálfa í þetta,“ segir Beyoncé. Hún segir að líkami sinn hafi einfaldlega ekki verið rétt tengdur til að byrja með. Þá var hugur hennar heldur ekki á staðnum. „Í huga mínum vildi ég bara vera með börnunum mínum. Fólk sér ekki fórnirnar sem þarf að færa.“
Tónlist Tengdar fréttir Heimildarmynd um rómaða tónleika Beyoncé á Coachella væntanleg á Netflix Stikla fyrir myndina var frumsýnd í gær. 9. apríl 2019 08:15 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
Heimildarmynd um rómaða tónleika Beyoncé á Coachella væntanleg á Netflix Stikla fyrir myndina var frumsýnd í gær. 9. apríl 2019 08:15