Innlent

Hval­fjarðar­göng loka í skamman tíma fari mengun yfir við­miðunar­mörk

Andri Eysteinsson skrifar
Opnað var fyrir umferð um Hvalfjarðargöng í júlí árið 1998.
Opnað var fyrir umferð um Hvalfjarðargöng í júlí árið 1998. Vísir/Pjetur
Páskarnir eru tími ferðalaga fyrir fjölmarga Íslendinga, umferð um þjóðvegi landsins getur því aukist mikið yfir næstu helgi.

Fjöldi fólks leggur leið sína í gegnum Hvalfjarðagöngin, í átt til Reykjavíkur eða frá höfuðborginni. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að búast megi við mikilli umferð um Hvalfjarðargöng um páskana, við það getur svo verið að mengun, inni í göngunum, fari yfir viðmiðunarmörk. Þá er göngunum lokað í stuttan tíma á meðan að loftræstikerfi ganganna er ræst. Það ferli getur tekið 10-15 mínútur.

Skömmu fyrir hádegi kom sú staða einmitt upp, mengun mældist yfir viðmiðunarmörkum og var göngunum því sjálfkrafa lokað á meðan að vinna stendur yfir. Tíu til fimmtán mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×