Engin klisja að vinna í sjálfum sér Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 18. apríl 2019 10:00 Kolbrún Pálína vinnur að þáttum að skilnaði ásamt Kristborgu Bóel. fréttablaðið/vilhelm Kolbrún Pálína Helgadóttir og Kristborg Bóel ákváðu að leiða saman hesta sína og gera þætti um skilnaði. Hugmynd þeirra á rætur sínar að rekja í persónulega reynslu þeirra beggja en Kristborg skrifaði bókina 261 dagur sem byggð er á dagbók hennar eftir skilnað. „Sjálf hef ég alla tíð verið meðvituð um það að vinna í sjálfri mér og iðkað hina ýmsu andlegu vinnu til að stækka og þroskast. Þegar svo kom að þessari reynslu, að skilja, áttaði ég mig á því að ég kunni það ekki og átti engin verkfæri til. Ekki frekar en nokkur annar þegar ég fór að tala við fólk í sömu sporum. Enda hefur engum verið kennt að skilja,“ segir Kolbrún Pálína. Hún segir þættina í raun svar við þeirri þörf að skilja hvað það raunverulega er að skilja og að fá samþykki fyrir öllum þeim tilfinningaskala sem fólk fer í gegnum í ferlinu, bæði andlega og líkamlega. „Þættirnir hafa hins vegar tekið á sig stærri mynd því áður en maður skilur þarf víst ástarsamband eða hjónaband til. Við skoðum því mjög vel nútímasambönd, helstu álagsþætti þess og helstu orsök skilnaða í dag og hvort kröfur fólks til sambanda séu orðnar óraunhæfar.“ Kolbrún segir þær stöllur hafa fengið mikla innsýn í ferli skilnaðar og að ákveðinn rauður þráður hafi myndast við vinnslu þáttanna. Sá snúi alfarið að einstaklingnum sjálfum. „Fagfólk er almennt sammála um það að því betur sem þú þekkir sjálfa/n þig og þínar þarfir því betur ertu í stakk búinn fyrir gott samband. Því ef þú veist ekki sjálf/ur fyrir hvað þú stendur eða þekkir ekki langanir þínar og skoðanir nægilega vel geturðu ómögulega sett þá kröfu á aðra manneskju, eða sett það í hendurnar á öðrum að gera þig hamingjusama/n,“ segir Kolbrún. „Þannig að það er engin klisja að fólk þurfi að vinna í sjálfu sér. Það er einfaldlega algjör nauðsyn. Sérstaklega eftir sambandsslit. Þá þarf fólk að staldra við og uppfæra sig og finna út úr sér áður en það heldur í næsta samband. Það sem hefur svo kannski komið hvað skemmtilegast á óvart er að finna hvað fólk tekur ofboðslega vel í að taka þátt í verkefninu svo það virðist vera mikil þörf fyrir það að ræða opinskátt um þessi mál. Loksins!“ Þættirnir eru sjö talsins og fara í sýningu á Sjónvarpi Símans í september en Kolbrún og Kristborg unnu þá í samvinnu við Sagafilm. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
Kolbrún Pálína Helgadóttir og Kristborg Bóel ákváðu að leiða saman hesta sína og gera þætti um skilnaði. Hugmynd þeirra á rætur sínar að rekja í persónulega reynslu þeirra beggja en Kristborg skrifaði bókina 261 dagur sem byggð er á dagbók hennar eftir skilnað. „Sjálf hef ég alla tíð verið meðvituð um það að vinna í sjálfri mér og iðkað hina ýmsu andlegu vinnu til að stækka og þroskast. Þegar svo kom að þessari reynslu, að skilja, áttaði ég mig á því að ég kunni það ekki og átti engin verkfæri til. Ekki frekar en nokkur annar þegar ég fór að tala við fólk í sömu sporum. Enda hefur engum verið kennt að skilja,“ segir Kolbrún Pálína. Hún segir þættina í raun svar við þeirri þörf að skilja hvað það raunverulega er að skilja og að fá samþykki fyrir öllum þeim tilfinningaskala sem fólk fer í gegnum í ferlinu, bæði andlega og líkamlega. „Þættirnir hafa hins vegar tekið á sig stærri mynd því áður en maður skilur þarf víst ástarsamband eða hjónaband til. Við skoðum því mjög vel nútímasambönd, helstu álagsþætti þess og helstu orsök skilnaða í dag og hvort kröfur fólks til sambanda séu orðnar óraunhæfar.“ Kolbrún segir þær stöllur hafa fengið mikla innsýn í ferli skilnaðar og að ákveðinn rauður þráður hafi myndast við vinnslu þáttanna. Sá snúi alfarið að einstaklingnum sjálfum. „Fagfólk er almennt sammála um það að því betur sem þú þekkir sjálfa/n þig og þínar þarfir því betur ertu í stakk búinn fyrir gott samband. Því ef þú veist ekki sjálf/ur fyrir hvað þú stendur eða þekkir ekki langanir þínar og skoðanir nægilega vel geturðu ómögulega sett þá kröfu á aðra manneskju, eða sett það í hendurnar á öðrum að gera þig hamingjusama/n,“ segir Kolbrún. „Þannig að það er engin klisja að fólk þurfi að vinna í sjálfu sér. Það er einfaldlega algjör nauðsyn. Sérstaklega eftir sambandsslit. Þá þarf fólk að staldra við og uppfæra sig og finna út úr sér áður en það heldur í næsta samband. Það sem hefur svo kannski komið hvað skemmtilegast á óvart er að finna hvað fólk tekur ofboðslega vel í að taka þátt í verkefninu svo það virðist vera mikil þörf fyrir það að ræða opinskátt um þessi mál. Loksins!“ Þættirnir eru sjö talsins og fara í sýningu á Sjónvarpi Símans í september en Kolbrún og Kristborg unnu þá í samvinnu við Sagafilm.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira