ÍR greindi frá þess á Fésbókarsíðu sinni en auk þess skrifuðu þeir Sturla Ásgeirsson, Kristján Orri Jóhannsson og Bergvin Þór Gíslason undir framlengingu á samningum sínum.
Allir eru þeir lykilmenn í liði ÍR. Bergvin skoraði 45 mörk í deildarkeppninni í vetur, Kristján Orri skoraði 87 og Sturla gerði 103.
Þeir verða allir í eldlínunni er úrslitakeppnin byrjar á laugardaginn. ÍR etur kappi við Selfoss en vinna þarf tvo leiki til þess að komast í undanúrslitin.