Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Kristján Már Unnarsson skrifar 17. apríl 2019 20:00 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra við munna Dýrafjarðarganga í dag. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis, og aðeins liðu nítján mánuðir frá fyrstu sprengingu til þeirrar síðustu í þessum 5,3 kílómetra löngu göngum. Sýnt var frá gegnumslaginu í fréttum Stöðvar 2. Stuðmannalagið „Slá í gegn“, sem Karlakórinn Ernir söng við athöfnina, þótti hæfa tilefninu, að vísu með breyttum og staðfærðum texta, sem sjá má hér.Karlakórinn Ernir syngur "slá í gegn" inni í Dýrafjarðargöngum.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Um þrjúhundruð manns mættu til að fylgjast með og eftirvæntingin skein úr andlitum viðstaddra þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Hreinn Haraldsson, fyrrverandi vegamálastjóri, sprengdu síðasta haftið, en Hreinn var með þeim fyrstu sem komu að verkinu sem ungur jarðfræðingur árið 1983 að rannsaka heppilegt jarðgangastæði.Síðasta haftið sprengt, aðeins nítján mánuðum eftir fyrstu sprengingu.St0öð 2/Sigurjón Ólason.-Það hefur gengið á ýmsu í jarðgangagerð og menn eru tiltölulega nýlega búnir að klára Vaðlaheiðargöng, sem fóru framúr í tíma og öllu. En hérna, menn hafa sjaldan séð annað eins hérna? „Þetta er eiginlega alveg stórkostlegt verkefni og hefur gengið ótrúlega hratt og vel, - og kannski sönnun þess að síðasta verkefni, ónefnt, hafi verið frekar undantekningin frá því sem við höfum ellegar séð. En verktakarnir hér, og allt sem við höfum séð, er aldeilis frábært,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Dýrafjarðargöngin stytta leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27,4 kílómetra og leysa af Hrafnseyrarheiði.Grafík/Tótla.Dýrafjarðargöngum fylgir mikil samgöngubót. Þau leysa af einhvern erfiðasta fjallveg landsins, Hrafnseyrarheiði, og stytta leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27,4 kílómetra. Og við sáum ekki betur en að það væri flaggað á Ísafirði og víðar á Vestfjörðum í dag. „Já, þetta er bara hátíðleg stund. Það er hátíð í bæ og það er hátíð í heilum fjórðungi,“ sagði Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar.Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er ólýsanlegt. Maður er búinn að hitta svo marga í dag sem hafa einmitt sagt: Mér finnst eins og það hafi verið í gær eða í fyrradag sem við hófum framkvæmdir. Mér finnst eins og það hafi verið í gær eða í fyrradag þegar þetta var draumsýn, þegar þetta var eitthvað sem menn voru að horfa á tuttugu ár fram í tímann. Þeir myndu ekki lifa þetta,“ sagði bæjarstjórinn. Menn telja að sjaldan eða aldrei hafi jarðgangagerð hérlendis gengið jafn vel og þessi. Verktakarnir Metrostav og Suðurverk rufu haftið tveimur mánuðum á undan áætlun. Það er samt mikið enn eftir.Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Við erum á undan áætlun og ég vona bara að hún geti haldist,“ sagði Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks. Þegar spurt er hvenær göngin verði opnuð fyrir almenna umferð, þá nefndi ráðherrann ákveðna dagsetningu í dag, 14. september 2020. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30 Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Slegið í gegn í Dýrafjarðargöngum Síðasta haftið sprengt. 17. apríl 2019 16:34 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis, og aðeins liðu nítján mánuðir frá fyrstu sprengingu til þeirrar síðustu í þessum 5,3 kílómetra löngu göngum. Sýnt var frá gegnumslaginu í fréttum Stöðvar 2. Stuðmannalagið „Slá í gegn“, sem Karlakórinn Ernir söng við athöfnina, þótti hæfa tilefninu, að vísu með breyttum og staðfærðum texta, sem sjá má hér.Karlakórinn Ernir syngur "slá í gegn" inni í Dýrafjarðargöngum.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Um þrjúhundruð manns mættu til að fylgjast með og eftirvæntingin skein úr andlitum viðstaddra þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Hreinn Haraldsson, fyrrverandi vegamálastjóri, sprengdu síðasta haftið, en Hreinn var með þeim fyrstu sem komu að verkinu sem ungur jarðfræðingur árið 1983 að rannsaka heppilegt jarðgangastæði.Síðasta haftið sprengt, aðeins nítján mánuðum eftir fyrstu sprengingu.St0öð 2/Sigurjón Ólason.-Það hefur gengið á ýmsu í jarðgangagerð og menn eru tiltölulega nýlega búnir að klára Vaðlaheiðargöng, sem fóru framúr í tíma og öllu. En hérna, menn hafa sjaldan séð annað eins hérna? „Þetta er eiginlega alveg stórkostlegt verkefni og hefur gengið ótrúlega hratt og vel, - og kannski sönnun þess að síðasta verkefni, ónefnt, hafi verið frekar undantekningin frá því sem við höfum ellegar séð. En verktakarnir hér, og allt sem við höfum séð, er aldeilis frábært,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Dýrafjarðargöngin stytta leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27,4 kílómetra og leysa af Hrafnseyrarheiði.Grafík/Tótla.Dýrafjarðargöngum fylgir mikil samgöngubót. Þau leysa af einhvern erfiðasta fjallveg landsins, Hrafnseyrarheiði, og stytta leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27,4 kílómetra. Og við sáum ekki betur en að það væri flaggað á Ísafirði og víðar á Vestfjörðum í dag. „Já, þetta er bara hátíðleg stund. Það er hátíð í bæ og það er hátíð í heilum fjórðungi,“ sagði Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar.Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Þetta er ólýsanlegt. Maður er búinn að hitta svo marga í dag sem hafa einmitt sagt: Mér finnst eins og það hafi verið í gær eða í fyrradag sem við hófum framkvæmdir. Mér finnst eins og það hafi verið í gær eða í fyrradag þegar þetta var draumsýn, þegar þetta var eitthvað sem menn voru að horfa á tuttugu ár fram í tímann. Þeir myndu ekki lifa þetta,“ sagði bæjarstjórinn. Menn telja að sjaldan eða aldrei hafi jarðgangagerð hérlendis gengið jafn vel og þessi. Verktakarnir Metrostav og Suðurverk rufu haftið tveimur mánuðum á undan áætlun. Það er samt mikið enn eftir.Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Við erum á undan áætlun og ég vona bara að hún geti haldist,“ sagði Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks. Þegar spurt er hvenær göngin verði opnuð fyrir almenna umferð, þá nefndi ráðherrann ákveðna dagsetningu í dag, 14. september 2020. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30 Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Slegið í gegn í Dýrafjarðargöngum Síðasta haftið sprengt. 17. apríl 2019 16:34 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30
Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45