Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 33-25 Haukar │ Stjarnan með óvæntan stórsigur Gabríel Sighvatsson skrifar 22. apríl 2019 17:15 Ásgeir í leik með Haukum fyrr í vetur. vísir/bára Stjarnan tók á móti Haukum í 2. leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís deildar karla. Haukar eru deildarmeistarar og voru yfir í einvíginu. Það kom því mörgum á óvart þegar Stjarnan fór með 8 marka sigur af hólmi eftir erfiðan leik. Stjörnumenn mættu einbeittir til leiks á meðan Haukar áttu í erfiðleikum með að komast í takt við leikinn. Eftir erfiðan fyrri hálfleik náðu Haukar loksins smá meðbyr undir lokin á honum og voru einungis 3 mörkum undir. Í seinni hálfleik var það sama sagan, þar sem gestirnir voru lengi í gang á meðan Stjarnan lét sóknirnar dynja á þeim. Að lokum skoraði Stjarnan 33 mörk á móti vanalega sterkri vörn Hauka og þurfa Hafnfirðingar að sýna sitt rétta andlit á Ásvöllum ef þeir ætla ekki í snemmbúið sumarfrí.Af hverju vann Stjarnan?Garðbæingar voru frábærir í leiknum, það verður ekkert tekið af þeim en vörn og markvarsla var í ham. Þá náðu þeir að leysa vel úr varnarleik Hauka og skildi það líklega liðin að á endanum. Góð byrjun á báðum hálfleikum hafði mikið að segja en Stjarnan gekk frá leiknum þegar það voru 10 mínútur eftir.Hvað gekk illa?Haukar voru ekki sjálfum sér líkir en þeir voru lengi í gang. Í seinni hálfleik kom 10 mínútna kafli þar sem Haukar skoruðu ekki mark, þar sem Stjarnan gerði út um leikinn. Haukavörnin er vanalega ein sú sterkasta í deildinni og það er ekki sjálfgefið að skora 33 mörk á móti henni.Hverjir stóðu upp úr?Markmenn Stjörnunnar voru frábærir í dag. Sveinbjörn Pétursson var með 10 bolta og fór mikinn í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik steig Sigurður Ingiberg Ólafsson í rammann og gjörsamlega lokaði á andstæðinga sína. Aron Dagur Pálsson var góður og skoraði 8 mörk á meðan Adam Haukur Baumruk hélt lífi í sínum mönnum með 8 mörkum.Hvað gerist næst?Stjarnan fer á Ásvelli og mætir Haukum i oddaleik um sæti í undanúrslitunum og verður það frábær leikur í alla staði.Rúnar: Við lítum á þetta sem seríuRúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með frammistöðuna en hans menn komu á óvart og unnu stórsigur á sterku liði Hauka. „Þetta býr í liðinu, þegar menn leggja sig fram og þó það sé ekki að ganga allt upp hjá öllum, þá kom maður í manns stað. Þetta er þéttur hópur, frábær markvarsla hjá báðum markmönnum.” „Við lítum á þetta sem seríu þannig að þetta er komið í oddaleik,” sagði Rúnar en Stjarnan byrjaði leikinn vel og náðu strax yfirhöndinni í leiknum og þá var þetta orðið erfitt fyrir Hauka. „Mótspyrnan frá þeim, þeir náðu einu áhlaupi í lok fyrri hálfleiks en áhlaupin sem þeir reyndu eftir það náðum við að standast. Þetta var góð liðsframmistaða hjá okkar mönnum, nýir menn að stíga upp og mjög fínt.” „Þetta tekur á að spila svona leiki. Mínir menn hafa gaman að þessu og það var ekki að sjá inni í klefa að þeir væru búnir að spila í 60 mínútur.” Rúnar sagði mikilvægt að halda stillingu og mæta með rétt hugarfar til leiks í oddaleikinn „Við lítum á þetta sem seríu, 1-1. Við vitum að sigur í næsta leik kemur okkur áfram.” „Það er góður liðsandi og við reynum að finna eitthvað nýtt sem hressir okkur aðeins við. Þetta er nýr leikur, við þurfum að byrja á núlli og passa að missa ekki „kontaktinn” við gólfið, við ætlum ekki að svífa yfir loftin blá.” „Við þurfum að leggja okkur fram og vera jarðbundnir til að ná sigri. Við þurfum að koma í veg fyrir áhlaup Hauka og í dag vorum við ekki að gefa þeim neinn séns á að komast inn í leikinn, það tekst ekki alltaf og því er ég ánægður með þetta.” sagði Rúnar að lokum.Gunnar: Áttum ekkert skilið úr þessum leik„Við vorum bara engan veginn nógu góðir í dag, Stjörnuliðið var betra á öllum sviðum og áttu þetta skilið.” sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir lélegan leik og tap hjá sínum mönnum. Hann var ekkert að skafa af hlutunum. „Við áttum ekkert skilið úr þessum leik og vorum mjög lélegir.” Gunnar var óánægður með varnarleikinn og nýtinguna í dag. Þá var liðið lengi í gang sem gerði þeim enn erfiðara fyrir. „Við skorum nú 25 mörk en förum sennilega með 10-15 dauðafæri. Það var ekki alveg svo erfitt en hinsvegar erum við að fá á okkur 33 mörk og þar liggur vandamálið, við erum að fá á okkur of mikið af mörkum. Við vorum ekki klárir, því miður.” „Byrjum báða hálfleikana mjög illa en náum að vinna okkur inn í leikina aftur. Það vantar of mikið upp á og eins og ég segi við vorum bara ekki klárir í þetta. Stjarnan voru betri í dag og áttu þetta skilið, einfalt.” Oddaleikur er framundan á milli liðanna á Ásvöllum og eru Haukar ákveðnir í því verkefni. „Við þurfum að svara fyrir þetta. Úrslitaleikur, liðið sem vinnur fer áfram, hitt fer í sumarfrí. Við þurfum að mta klárir í þann slag og vitum hvað bíður okkar.”Garðar Benedikt: Frábær liðsframmistaða„Ég er rosalega ánægður. Þetta var frábær liðsframmistaða. Við vorum betri en þeir og kláruðum leikinn.” sagði Garðar Benedikt Sigurjónsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir frábæran leik gegn Haukum í dag. Stjarnan sýndi flottan leik og voru betri en Haukar á öllum sviðum í dag. „Við vorum mjög góðir. Þða kom ekkert annað til greina en að ná í oddaleik og nú fáum við hann. Við þurfum að mæta eins ef ekki betri í þann leik. Við vorum mjög góðir, nema kannski ég. Ég veit ekki alveg af hverju er verið að taka viðtal við mig, ég var mjög lélegur í þessum leik.” sagði Garðar sem var ekkert að fela sig neitt með það. „Þetta var samt frábær liðsheild, ef einhver var ekki að finna sig, þá kom bara næsti inn á og stóðum okkur ógeðslega vel, bæði í vörn og sókn. Við vorum mjög skipulagðir og það var búið að leggja leikinn hrikalega vel upp. Við fylgdum bara plani og það skilaði sér í sigri.” „Við hefðum átt að vera meira yfir í hálfleik, ef ég hefði til dæmis nýtt færin mín betur. Við vorum staðráðnir, við vissum að Haukar ætluðu að koma á blússandi siglingu inn í seinni hálfleikinn og að við þurftum að mæta betur og láta þá "match-a" okkur sem tókst.” Nú mætast liðin í oddaleik þar sem allt er undir og hlakkar Garðar gríðarlega til. „Það er æðislegt. Nú fáum við að spila aðeins meira, í staðinn fyrir að spila 2 leiki þá spilar maður 3 alveg sama hvernig fer. Það er frábært, við ætlum að mæta í hann, vinna hann og koma okkur áfram.” Olís-deild karla
Stjarnan tók á móti Haukum í 2. leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís deildar karla. Haukar eru deildarmeistarar og voru yfir í einvíginu. Það kom því mörgum á óvart þegar Stjarnan fór með 8 marka sigur af hólmi eftir erfiðan leik. Stjörnumenn mættu einbeittir til leiks á meðan Haukar áttu í erfiðleikum með að komast í takt við leikinn. Eftir erfiðan fyrri hálfleik náðu Haukar loksins smá meðbyr undir lokin á honum og voru einungis 3 mörkum undir. Í seinni hálfleik var það sama sagan, þar sem gestirnir voru lengi í gang á meðan Stjarnan lét sóknirnar dynja á þeim. Að lokum skoraði Stjarnan 33 mörk á móti vanalega sterkri vörn Hauka og þurfa Hafnfirðingar að sýna sitt rétta andlit á Ásvöllum ef þeir ætla ekki í snemmbúið sumarfrí.Af hverju vann Stjarnan?Garðbæingar voru frábærir í leiknum, það verður ekkert tekið af þeim en vörn og markvarsla var í ham. Þá náðu þeir að leysa vel úr varnarleik Hauka og skildi það líklega liðin að á endanum. Góð byrjun á báðum hálfleikum hafði mikið að segja en Stjarnan gekk frá leiknum þegar það voru 10 mínútur eftir.Hvað gekk illa?Haukar voru ekki sjálfum sér líkir en þeir voru lengi í gang. Í seinni hálfleik kom 10 mínútna kafli þar sem Haukar skoruðu ekki mark, þar sem Stjarnan gerði út um leikinn. Haukavörnin er vanalega ein sú sterkasta í deildinni og það er ekki sjálfgefið að skora 33 mörk á móti henni.Hverjir stóðu upp úr?Markmenn Stjörnunnar voru frábærir í dag. Sveinbjörn Pétursson var með 10 bolta og fór mikinn í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik steig Sigurður Ingiberg Ólafsson í rammann og gjörsamlega lokaði á andstæðinga sína. Aron Dagur Pálsson var góður og skoraði 8 mörk á meðan Adam Haukur Baumruk hélt lífi í sínum mönnum með 8 mörkum.Hvað gerist næst?Stjarnan fer á Ásvelli og mætir Haukum i oddaleik um sæti í undanúrslitunum og verður það frábær leikur í alla staði.Rúnar: Við lítum á þetta sem seríuRúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með frammistöðuna en hans menn komu á óvart og unnu stórsigur á sterku liði Hauka. „Þetta býr í liðinu, þegar menn leggja sig fram og þó það sé ekki að ganga allt upp hjá öllum, þá kom maður í manns stað. Þetta er þéttur hópur, frábær markvarsla hjá báðum markmönnum.” „Við lítum á þetta sem seríu þannig að þetta er komið í oddaleik,” sagði Rúnar en Stjarnan byrjaði leikinn vel og náðu strax yfirhöndinni í leiknum og þá var þetta orðið erfitt fyrir Hauka. „Mótspyrnan frá þeim, þeir náðu einu áhlaupi í lok fyrri hálfleiks en áhlaupin sem þeir reyndu eftir það náðum við að standast. Þetta var góð liðsframmistaða hjá okkar mönnum, nýir menn að stíga upp og mjög fínt.” „Þetta tekur á að spila svona leiki. Mínir menn hafa gaman að þessu og það var ekki að sjá inni í klefa að þeir væru búnir að spila í 60 mínútur.” Rúnar sagði mikilvægt að halda stillingu og mæta með rétt hugarfar til leiks í oddaleikinn „Við lítum á þetta sem seríu, 1-1. Við vitum að sigur í næsta leik kemur okkur áfram.” „Það er góður liðsandi og við reynum að finna eitthvað nýtt sem hressir okkur aðeins við. Þetta er nýr leikur, við þurfum að byrja á núlli og passa að missa ekki „kontaktinn” við gólfið, við ætlum ekki að svífa yfir loftin blá.” „Við þurfum að leggja okkur fram og vera jarðbundnir til að ná sigri. Við þurfum að koma í veg fyrir áhlaup Hauka og í dag vorum við ekki að gefa þeim neinn séns á að komast inn í leikinn, það tekst ekki alltaf og því er ég ánægður með þetta.” sagði Rúnar að lokum.Gunnar: Áttum ekkert skilið úr þessum leik„Við vorum bara engan veginn nógu góðir í dag, Stjörnuliðið var betra á öllum sviðum og áttu þetta skilið.” sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir lélegan leik og tap hjá sínum mönnum. Hann var ekkert að skafa af hlutunum. „Við áttum ekkert skilið úr þessum leik og vorum mjög lélegir.” Gunnar var óánægður með varnarleikinn og nýtinguna í dag. Þá var liðið lengi í gang sem gerði þeim enn erfiðara fyrir. „Við skorum nú 25 mörk en förum sennilega með 10-15 dauðafæri. Það var ekki alveg svo erfitt en hinsvegar erum við að fá á okkur 33 mörk og þar liggur vandamálið, við erum að fá á okkur of mikið af mörkum. Við vorum ekki klárir, því miður.” „Byrjum báða hálfleikana mjög illa en náum að vinna okkur inn í leikina aftur. Það vantar of mikið upp á og eins og ég segi við vorum bara ekki klárir í þetta. Stjarnan voru betri í dag og áttu þetta skilið, einfalt.” Oddaleikur er framundan á milli liðanna á Ásvöllum og eru Haukar ákveðnir í því verkefni. „Við þurfum að svara fyrir þetta. Úrslitaleikur, liðið sem vinnur fer áfram, hitt fer í sumarfrí. Við þurfum að mta klárir í þann slag og vitum hvað bíður okkar.”Garðar Benedikt: Frábær liðsframmistaða„Ég er rosalega ánægður. Þetta var frábær liðsframmistaða. Við vorum betri en þeir og kláruðum leikinn.” sagði Garðar Benedikt Sigurjónsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir frábæran leik gegn Haukum í dag. Stjarnan sýndi flottan leik og voru betri en Haukar á öllum sviðum í dag. „Við vorum mjög góðir. Þða kom ekkert annað til greina en að ná í oddaleik og nú fáum við hann. Við þurfum að mæta eins ef ekki betri í þann leik. Við vorum mjög góðir, nema kannski ég. Ég veit ekki alveg af hverju er verið að taka viðtal við mig, ég var mjög lélegur í þessum leik.” sagði Garðar sem var ekkert að fela sig neitt með það. „Þetta var samt frábær liðsheild, ef einhver var ekki að finna sig, þá kom bara næsti inn á og stóðum okkur ógeðslega vel, bæði í vörn og sókn. Við vorum mjög skipulagðir og það var búið að leggja leikinn hrikalega vel upp. Við fylgdum bara plani og það skilaði sér í sigri.” „Við hefðum átt að vera meira yfir í hálfleik, ef ég hefði til dæmis nýtt færin mín betur. Við vorum staðráðnir, við vissum að Haukar ætluðu að koma á blússandi siglingu inn í seinni hálfleikinn og að við þurftum að mæta betur og láta þá "match-a" okkur sem tókst.” Nú mætast liðin í oddaleik þar sem allt er undir og hlakkar Garðar gríðarlega til. „Það er æðislegt. Nú fáum við að spila aðeins meira, í staðinn fyrir að spila 2 leiki þá spilar maður 3 alveg sama hvernig fer. Það er frábært, við ætlum að mæta í hann, vinna hann og koma okkur áfram.”
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti