Óttast handtöku fyrir að keppa í stuttbuxum og hlýrabol Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. apríl 2019 16:00 Sadaf Khadem í bardaganum um helgina mynd/bbc/reuters Fyrsta íranska konan til þess að keppa í hnefaleikum hættir sér ekki til heimalandsins vegna þess að búið sé að gefa út handtökuskipan á hana. Sadaf Khadem vann hina frönsku Anne Chauvin í hnefaleikabardaga um helgina og varð um leið fyrsta konan frá Íran til þess að keppa í opinberum hnefaleikabardaga. Hún ætlaði að ferðast aftur til heimalandsins í vikunni en hætti við það eftir að hún komst að því að búið væri að gefa út handtökuskipan á hana. BBC greinir frá þessu en írönsk stjórnvöld hafa ekki staðfest að hvort handtökuskipan hafi í raun verið gefin út. „Ég barðist í löglegum bardaga í Frakklandi. En þar sem ég var í stuttbuxum og bol, sem heimsbyggðinni finnst fullkomlega eðlilegt, braut ég gegn reglum heimalandsins,“ sagði Khadem við franska blaðið L'Equipe. „Ég var ekki með hijab og ég er þjálfuð af karlmanni. Sumir sjá þetta mjög svörtum augum.“ Íranska hnefaleikasambandið sagði í tilkynningu á mánudag að það hafi ekki skipulagt neina bardaga fyrir konur en sé ekki ábyrgt fyrir gjörðum einstakra hnefaleikakappa. Hins vegar ítrekaði sambandið að íranskar íþróttakonur ættu að fara eftir lögum landsins um hijab. Samkvæmt lögum landsins eiga allar konur og stelpur allt niður í níu ára aldur að ganga með hijab á almannafæri. Séu þær reglur brotnar þá getur refsingin verið allt að tveggja mánaða fangelsisvist. Þá eiga íranskar íþróttakonur að hylja hár, háls, hendur og fætur þegar þær keppa. Khadem hefði verið í nokkrum vandræðum með það hverju hún ætti að klæðast í bardaga, og í raun hefði hún ekki getað keppt nema brjóta einhver lög, þar til nýlega. Það var nefnilega ekki leyfilegt að keppa í hnefaleikum með hijab eða í heilgalla þar til í lok febrúar þegar alþjóða hnefaleikasambandið breytti reglum sínum. Box Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Sjá meira
Fyrsta íranska konan til þess að keppa í hnefaleikum hættir sér ekki til heimalandsins vegna þess að búið sé að gefa út handtökuskipan á hana. Sadaf Khadem vann hina frönsku Anne Chauvin í hnefaleikabardaga um helgina og varð um leið fyrsta konan frá Íran til þess að keppa í opinberum hnefaleikabardaga. Hún ætlaði að ferðast aftur til heimalandsins í vikunni en hætti við það eftir að hún komst að því að búið væri að gefa út handtökuskipan á hana. BBC greinir frá þessu en írönsk stjórnvöld hafa ekki staðfest að hvort handtökuskipan hafi í raun verið gefin út. „Ég barðist í löglegum bardaga í Frakklandi. En þar sem ég var í stuttbuxum og bol, sem heimsbyggðinni finnst fullkomlega eðlilegt, braut ég gegn reglum heimalandsins,“ sagði Khadem við franska blaðið L'Equipe. „Ég var ekki með hijab og ég er þjálfuð af karlmanni. Sumir sjá þetta mjög svörtum augum.“ Íranska hnefaleikasambandið sagði í tilkynningu á mánudag að það hafi ekki skipulagt neina bardaga fyrir konur en sé ekki ábyrgt fyrir gjörðum einstakra hnefaleikakappa. Hins vegar ítrekaði sambandið að íranskar íþróttakonur ættu að fara eftir lögum landsins um hijab. Samkvæmt lögum landsins eiga allar konur og stelpur allt niður í níu ára aldur að ganga með hijab á almannafæri. Séu þær reglur brotnar þá getur refsingin verið allt að tveggja mánaða fangelsisvist. Þá eiga íranskar íþróttakonur að hylja hár, háls, hendur og fætur þegar þær keppa. Khadem hefði verið í nokkrum vandræðum með það hverju hún ætti að klæðast í bardaga, og í raun hefði hún ekki getað keppt nema brjóta einhver lög, þar til nýlega. Það var nefnilega ekki leyfilegt að keppa í hnefaleikum með hijab eða í heilgalla þar til í lok febrúar þegar alþjóða hnefaleikasambandið breytti reglum sínum.
Box Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Sjá meira