Tottenham í undanúrslit eftir stórbrotinn leik Anton Ingi Leifsson skrifar 17. apríl 2019 21:00 Llorente fagnar markinu sem skaut Tottenham áfram. vísir/getty Einn besti knattspyrnuleikur tímabilsins fór fram á Etihad-leikvanginum í kvöld er Manchester City vann 4-3 sigur á Tottenham í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Úrslitin gera það þó að verkum að Tottenham er komið áfram. Tottenham var án Harry Kane sem meiddist í fyrri leik liðanna eftir samstuð við Fabian Delph. Byrjunin á leiknum gaf tóninn fyrir leikinn sem var algjörlega stórkostlegur í alla staði. Fjórar mínútur voru komnar á klkkuna er Raheem Sterling kom City yfir eftir frábært skot en einungis þremur mínútum síðar hafði Son Heung-Min jafnað fyrir Tottenham. Skot beint á Ederson sem markvörðurinn átti að gera betur. Sýningin var einfaldlega rétt að byrja. Tottenham var komið í 2-1 á tíundu mínútu en eftir hraða skyndisókn, tók Son boltann inn í völlinn og skrúfaði hann í fjærhornið. Mögnuð byrjuð Tottenham og nú þurfti City þrjú mörk til að komast áfram. Það leið ekki að löngu þar til fyrsta markið af þessum þremur datt í hús því á elleftu mínútu var staðan orðinn 2-2. Skot Bernardo Silva fór í Danny Rose og skrúfaðist frá Hugo Lloris og í netið. Ótrúlegar ellefu mínútur. Veislu fyrri hálfleiksins var ekki lokið því á 21. mínútu skoraði Sterling annað mark sitt og þriðja mark Manchester City. Aftur var það Kevin de Bruyne sem var arkitektinn en Sterling kom eins og gammur á fjærstönginni, framhjá steinsofandi Kieran Trippier og kom boltanum í netið.Raheem Sterling is the first English player to score 2+ goals in a #UCL quarter-final game since Frank Lampard in 2009 (vs. Liverpool). That game finished 4-4... pic.twitter.com/D7c5gtuWMA — Squawka Football (@Squawka) April 17, 2019 3-2 fyrir City í hálfleik og þeir þurftu eitt mark í viðbót til þess að koma sér áfram í næstu umferð. Fjórða markið kom eftir klukkutíma en það gerði Sergio Aguero eftir þriðju stoðsendingu De Bruyne en hann þrumaði boltanum á nærstönigina. Gestirnir frá Lundúnum voru ekki hættir. Þeir skoruðu markið sem skildi liðin að á 73. mínútu. Hornspyrna Kieran Trippier fór einhvernveginn af varamanninum Fernando Llorente og í netið. City vildi hendi á Spánverjann en eftir VARsjána var markið dæmt gilt. City reyndi og reyndi til þess að ná inn fimmta marki sínu í kvöld og þeir virtust vera ná inn fimmta markinu á næst síðustu mínútunni er Sergio Aguero skoraði. Í VARsjánni kom það hins vegar í ljós að um rangstöðu var að ræða og markið því dæmt af. Ótrúleg dramatík. Tottenham er því komið í undanúrslitin en þar bíður Ajax. Í hinni viðureigninni mætast Liverpool og Barcelona.Man City have failed to reach the #UCL semi-finals in each of their three seasons under Pep Guardiola: 2016/17: Last 16 2017/18: Quarter-finals 2018/19: Quarter-finals Where's Lionel Messi when you need him? pic.twitter.com/GtiPT1fDu7 — Coral (@Coral) April 17, 2019 Meistaradeild Evrópu
Einn besti knattspyrnuleikur tímabilsins fór fram á Etihad-leikvanginum í kvöld er Manchester City vann 4-3 sigur á Tottenham í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Úrslitin gera það þó að verkum að Tottenham er komið áfram. Tottenham var án Harry Kane sem meiddist í fyrri leik liðanna eftir samstuð við Fabian Delph. Byrjunin á leiknum gaf tóninn fyrir leikinn sem var algjörlega stórkostlegur í alla staði. Fjórar mínútur voru komnar á klkkuna er Raheem Sterling kom City yfir eftir frábært skot en einungis þremur mínútum síðar hafði Son Heung-Min jafnað fyrir Tottenham. Skot beint á Ederson sem markvörðurinn átti að gera betur. Sýningin var einfaldlega rétt að byrja. Tottenham var komið í 2-1 á tíundu mínútu en eftir hraða skyndisókn, tók Son boltann inn í völlinn og skrúfaði hann í fjærhornið. Mögnuð byrjuð Tottenham og nú þurfti City þrjú mörk til að komast áfram. Það leið ekki að löngu þar til fyrsta markið af þessum þremur datt í hús því á elleftu mínútu var staðan orðinn 2-2. Skot Bernardo Silva fór í Danny Rose og skrúfaðist frá Hugo Lloris og í netið. Ótrúlegar ellefu mínútur. Veislu fyrri hálfleiksins var ekki lokið því á 21. mínútu skoraði Sterling annað mark sitt og þriðja mark Manchester City. Aftur var það Kevin de Bruyne sem var arkitektinn en Sterling kom eins og gammur á fjærstönginni, framhjá steinsofandi Kieran Trippier og kom boltanum í netið.Raheem Sterling is the first English player to score 2+ goals in a #UCL quarter-final game since Frank Lampard in 2009 (vs. Liverpool). That game finished 4-4... pic.twitter.com/D7c5gtuWMA — Squawka Football (@Squawka) April 17, 2019 3-2 fyrir City í hálfleik og þeir þurftu eitt mark í viðbót til þess að koma sér áfram í næstu umferð. Fjórða markið kom eftir klukkutíma en það gerði Sergio Aguero eftir þriðju stoðsendingu De Bruyne en hann þrumaði boltanum á nærstönigina. Gestirnir frá Lundúnum voru ekki hættir. Þeir skoruðu markið sem skildi liðin að á 73. mínútu. Hornspyrna Kieran Trippier fór einhvernveginn af varamanninum Fernando Llorente og í netið. City vildi hendi á Spánverjann en eftir VARsjána var markið dæmt gilt. City reyndi og reyndi til þess að ná inn fimmta marki sínu í kvöld og þeir virtust vera ná inn fimmta markinu á næst síðustu mínútunni er Sergio Aguero skoraði. Í VARsjánni kom það hins vegar í ljós að um rangstöðu var að ræða og markið því dæmt af. Ótrúleg dramatík. Tottenham er því komið í undanúrslitin en þar bíður Ajax. Í hinni viðureigninni mætast Liverpool og Barcelona.Man City have failed to reach the #UCL semi-finals in each of their three seasons under Pep Guardiola: 2016/17: Last 16 2017/18: Quarter-finals 2018/19: Quarter-finals Where's Lionel Messi when you need him? pic.twitter.com/GtiPT1fDu7 — Coral (@Coral) April 17, 2019
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti