Auðvelt hjá Liverpool í Portúgal Anton Ingi Leifsson skrifar 17. apríl 2019 21:00 Virgil og Salah fagna í kvöld. vísir/getty Liverpool er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar þar sem þeir mæta Barcelona en Liverpool lenti í engum vandræðum með Porto í kvöld. Lokatölur 4-1 sigur þeirra rauðklæddu. Liverpool vann fyrri leikinn 2-0 og var í frábærri stöðu fyrir síðari leikinn í kvöld en það var Porto sem byrjaði leikinn af miklum krafti og voru óheppnir að komast ekki yfir. Það voru hins vegar gestirnir frá Englandi sem komust yfir með sinni fyrstu sókn í leiknum. Sadio Mane skoraði þá eftir misheppnað skot Mo Salah en í fyrstu virtist Mane vera rangstæður. Svo var ekki. Eftir það var ljóst að einvíginu yrði lokið. Porto þurfti því að skora fjögur mörk og Mo Salah tvöfaldaði forystuna á 65. mínútu eftir frábæra stungusendingu frá Trent Alexander-Arnold. Porto minnkaði muninn tveimur mínútum síðar með skallamarki frá Eder Militao en Roberto Firmino skoraði þriðja mark Liverpool á 77. mínútu. Það mark kom einnig með höfðinu. Fjórða og síðasta mark Liverpool gerði Virgil van Dijk, einnig með skalla, sex mínútum fyrir leikslok en Hollendingurinn skoraði eftir hornspyrnu James Milner. Lokatölur 4-1 og samanlagt 6-1. Liverpool mætir Barcelona í undanúrslitunum.The last time Barcelona lost a Champions League knockout match at Camp Nou with Lionel Messi in the starting XI was in February 2007… against Liverpool. *marks 30th April down in the diary* pic.twitter.com/x5XSHKRUEb — Coral (@Coral) April 17, 2019 Meistaradeild Evrópu
Liverpool er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar þar sem þeir mæta Barcelona en Liverpool lenti í engum vandræðum með Porto í kvöld. Lokatölur 4-1 sigur þeirra rauðklæddu. Liverpool vann fyrri leikinn 2-0 og var í frábærri stöðu fyrir síðari leikinn í kvöld en það var Porto sem byrjaði leikinn af miklum krafti og voru óheppnir að komast ekki yfir. Það voru hins vegar gestirnir frá Englandi sem komust yfir með sinni fyrstu sókn í leiknum. Sadio Mane skoraði þá eftir misheppnað skot Mo Salah en í fyrstu virtist Mane vera rangstæður. Svo var ekki. Eftir það var ljóst að einvíginu yrði lokið. Porto þurfti því að skora fjögur mörk og Mo Salah tvöfaldaði forystuna á 65. mínútu eftir frábæra stungusendingu frá Trent Alexander-Arnold. Porto minnkaði muninn tveimur mínútum síðar með skallamarki frá Eder Militao en Roberto Firmino skoraði þriðja mark Liverpool á 77. mínútu. Það mark kom einnig með höfðinu. Fjórða og síðasta mark Liverpool gerði Virgil van Dijk, einnig með skalla, sex mínútum fyrir leikslok en Hollendingurinn skoraði eftir hornspyrnu James Milner. Lokatölur 4-1 og samanlagt 6-1. Liverpool mætir Barcelona í undanúrslitunum.The last time Barcelona lost a Champions League knockout match at Camp Nou with Lionel Messi in the starting XI was in February 2007… against Liverpool. *marks 30th April down in the diary* pic.twitter.com/x5XSHKRUEb — Coral (@Coral) April 17, 2019
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti